Frjáls verslun - 01.09.1972, Blaðsíða 25
Fjórðungssamband IVorðlendinga:
Vilja aukið umsagnarvald og
vissa umdæmisstjórnsýslui
Spjallað við Áskel Einarsson framkv. stj.
Fjórðungssamband Norð-
lendinga er um 14 ára gam-
alt. Aðild að því eiga kaup-
staðirnir, sýslufélögin og
hreppar á Norðurlandi, og
er höfuðmarkmið þess að
sameina sýslu- og sveitar-
félög í fjórðungnum um
hagsmuna- og menningarmál
sín og stuðla að því, að
þau komi fram sem ein
heild út á við, hvort heldur
um er að ræða sameiginleg
hagsmunamál fjórðungsins
alls eða einstakra sveitar-
félaga og byggðarlaga.
Framkvæmdastjóri Fjórð-
ungssambands Norðlendinga
er Áskell Einarsson. Við
spurðum hann, hvort starf
fjórðungssambandsins og
annarra landshlutasamtaka
væri beinlínis liður í þeirri
þróun að skipta landinu í
fylki með ákveðnu sjálfs-
forræði.
— Ég persónulega er
þeirrar skoðunar, að það
ætti að taka upp gömlu ömt-
in aftur, sagði Áskell. En
það sem landshlutasamtökin
stefna að, er að fá aukið
umsagnarvald og vissa um-
dæmisstjómsýslu 1 hendur.
Náið samstarf hefur þegar
tekizt við þingmenn Norð-
urlands og þeir sitja liér
fjórðungsþing okkar sem
gestir og hlýða á fulltrúa
fjalla um helztu hagsmuna-
mál fjórðungsins. En þcgar
talað er um stjórnsýsluna
eigum við einkanlega við
það, að komið verði á fót
sjálfstæðum stofnuniun í
fjórðungnum, sem fari með
yfirstjórn t.d. fræðslumála,
vegamála og hafnarmála
fyrir hann.
— Er hægt að benda á
einhver mál, sem nýlega
hafa verið á döfinni, og
sýna það og sanna,, að starf
fjóðungssambandsins sé ein-
hvers virði?
— Já. Við teljum, að tals-
verður árangur hafi náðst í
sambandi við meðferð raf-
orkumálanna, því að á fjórð-
ungsþinginu nú í byrjun
september var fallizt á á-
lyktun, sem gerir ráð fyrir
Norðurlandsvirkjun með að-
ild ríkis og sveitarfélaga til
hclminga, að hagkvæmasti
möguleiki verði valinn og
heimastjórn verði á raf-
magnsveitum ríkisins.
Þá hafa á vegum fjórð-
ungssambandsins verið gerð-
ar ákveðnar tillögur í flug-
vallamálum. Þær eru á þá
leið, að Akureyrarflugvöll-
ur verði lengdur í 2300
metra en í Aðaldal og
Skagafirði verði gerðir flug-
vellir fyrir fullhlaðnar Fokk
er-Friendship-flugvélar með
möguleika á enn frekarí
stækkun.
Áskell Einarsson.
— Verður vart ágreinings
milli fulltrúa þeirra tveggja
kjördæma, sem fjórðungs-
sambandið samanstendur
af?
— Nei, og samstarfið við
þingmennina hefur verið
mjög gott eins og ég vék að
áður. Hér er staða sýsln-
anna sem slíkra veigamikil.
Þær hafa staðið að ýmsum
framfaramálum, eins og í
sjúkrahúsamálum, í sam-
vinnu við kaupstaðina. Þess
vegna er gert ráð fyrir að-
ild sýslufélaganna að sam-
bandinu umfram það, sem
tíðkast í öðrum landshluta-
samtökiun.
j *
ljsleiidiiigur - Isafold
er blað IVorðlcmlinga
Kemur iil vikulcga og íhiiir
nýjiisbi fréitir lir fídrðiiiigiiiim
Ájskriftarsímar: Akureyri 21.» 00
Keykjavík 31183
FV 9 1972
23