Frjáls verslun - 01.09.1972, Blaðsíða 12
A DOFINNI...
Verða vextir af Iánum bank-
anna gerðir mismunandi háir?
Verða sett skilyrði um lág-
marksupphæðir víxla, sem
bankarnir kaupa? Jóhannes
Elíasson, bankastjóri ræddi
þessi atriði meðal annars í
erindi, sem hann flutti á fundi
hjá stórkaupmönnum nýlega.
Benti hann á, að á Norður-
löndum væru vextir af svo-
nefndum eyðslulánum allt að
16-17%. Þá sagði bankastjórinn
að furðu gegndi, hvað mikil
viðskipti færu fram með víxl-
u<m hérlendis. Til dæmis hefði
Útvegsbankinn afgreitt 70.000
víxla á sl. ári en það þýddi
sama og að víxill hefði verið
afgreiddur á hverri mínútu,
sem bankinn var opinn. Fannst
bankastjóranum ekki síður at-
hyglisvert, að margir þessara
víxla voru að upphæð allt nið-
ur í 500 krónur!
! ! !
Þær skulfu ofurlítið stoðirn-
ar undir samvinnugrundvelli
núverandi stjórnarflokka í
sumar, þegar Nýtt land —<
frjáls þjóð, málgagn Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna
beindi spjótum sínum gegn
Lúðvík Jósepssyni vegna skip-
unar nefndar til að endurskoða
bankakerfið, og ennfremur út
af þeirri gagnrýni, sem fram
kom á síðum blaðsins á álagn-
ingu skatta samkvæmt nýju
skattalögunum. Svavari Gests-
syni, ritstjóra Þjóðviljans, þótti
ástæða til að kippa í spottann
og hringdi til ritstjóra Nýs
lands og hótaði honum öllu
illu, ef gagnrýni á gerðir
kommúnista í ríkisstjórninni
birtist í blaðinu framvegis.
Ritstjóri Nýs lands lét ofstop-
ann í Þjóðviljaritstjóranum
ekki á sig fá og svaraði:
— Þú mátt láta þjóðnýta á
þér kjaftinn, Svavar, en ég
geri það ekki.
! ! !
Verulegra vonbrigða stjórn-
valda hefur gætt vegna tregðu
í sölu spariskírteinanna, sem
gefa átti út fyrir 300 miíljónir
á þessu ári. Þau hafa ekki
runnið út á sama hátt og
áður og vantar enn 100 millj-
ónir upp á, svo að þessu marki
verði náð. Ástæðumar eru
einkum þær, að almenn þensla
er í peningakerfinu og hitt, að
nú eru útgefin skírteini skráð
á nafn, sem ekki var áður,
og fælir það fólk frá kaupun-
um.
! ! !
Hér var á sýningarferð fyrir
skömmu risaþota af gerðinni
Lockheed Tristar. Ekki er ó-
sennilegt, að framleiðendurnir
hafi eitthvert hugboð um, að
Loftleiðir hyggi á endurnýjun
flugvélakosts síns og vilji fá
enn stærri vélar en þær 250
sæta þc»tur, sem félagið hefur
nú í förum. Loftleiðamenn
hafa verið að kanna málin, og
eins og þau standa nú benist
áhugi þeirra helzt að Boeing
747. Kaupi félagið tvær slíkar
eftir tvö eða þrjú ár mun því
standa til boða að fá þrjár
minni þotur, af gerðinni
Boeing 707 á milli, — svona
fyrir slikk.
! ! !
Fyrir nokkm kvcinkaði
Þjóðviljinn sér undan því, að
Morgunblaðið fengi of greinar-
góðar upplýsingar af því, sem
gerist á ráðherrafundum. Var
veitzt að embættismanni Stjórn-
arráðsins og ferill hans í
flokksstarfi Sjálfstæðisflokks-
ins rakinn svo að allir sáu, að
um beinar dylgjur um trún-
aðarbrot var að ræða. Það hef-
ur hins vegar fátt verið ritað
af þessu taginu í Þjóð-
viljann síðan Mogginn gaf
skýringar á málinu: Upplýs-
ingarnar koma beint úr sjálfri
ríkisstjórninni.
Og þá er það gáta mánað-
arins: Hver af ráðherrunum
er líklegastur til þess að vera
svona hriplekur?
! ! !
Efnahagsmálasérfræðingar rík-
isstjórnarinnar hafa að undan-
förnu gert úttekt á stöð'i
frystihúsannna og bátaflotans.
Vandræði hraðfrystiiðnaðarins
hafa mjög verið rædd undan-
farnar vikur og ástandið ekki
sagt síður ískyggilegt hjá báta-
útgerðinni. Aflaverðmæti bát-
anna hefur minnkað stórlega
á einu ári og telja fróðir menn,
að 400 milljónir vanti á árs-
grundvelli til að tryggja rekst-
ur frystihúsanna og útgeiðar-
innar. Bíða menn þess með
eftirvæntingu að sjá, hvar þeir
peningar verða teknir.
! ! !
Og svo er það barsagan frá
Hótel Mælifelli á Sauðárkróki.
Hóteleigandinn sótti í fyrra
um vínveitingaleyfi fyrir stað-
inn, og þar sem engin áfeng-
isútsala er á Króknum varð
bæjarstjórnin að taka afstöðu
til málsins. Hún samþykkti að
veita leyfið til eins árs. En
hótelstjórinn vildi hafa veit-
ingaaðstöðuna eins góða og
kostur væri og lét smiða bar.
Voru tvö gistiherbergi tekin
úr brúki og forláta bar reistur
í þeirra stað. Var nú komið
að endurnýjun veitingaleyfis-
ins, en þegar barinn var loks
tilbúinn, sagði bæjarstjórnin
nei. Situr Hótel Mælifell því
uppi með bar, sem kostaði
rúmar 200 þúsund krónur, en
ekkert vínveitingaleyfi.
10
FV 9 197'-s