Frjáls verslun - 01.09.1972, Blaðsíða 44
legt, að heita vatnið muni
nægja hátt í tíu ár.
—• Hér er líka verið að
byggja skólamannvirki, sagði
Hákon. Bygging gagnfræða-
skóla hófst 1966 og er verið
að auka við kennslurýmið.
Nemendur í skólanum eru 150,
margir unglingar úr sveitun-
um, sem búa hér á einkaheim-
ilum yfir skólatímanna. Nú er
hins vegar í bígerð að koms
upp heimavist við skólann.
SKUTTOGARAÚTGERÐIN
HEFUR GENGIÐ BÆRILEGA.
— Sauárkrókur er orðinn
meir en nógu stór sem þjón-
ustustaður, heldur Hákon á-
fram. Það er því brýnt mál,
að hlúð verði betur að fram-
leiðsluíyrirtækjunum eins og
frystihúsunum og jafnframt
skapaðir möguleikar fyrir nýj-
an atvinnurekstur. Þegar ég
fluttist hingað 1966 voru að-
eins gerðir smáir bátar út héð-
an og frystihúsin var ekki
hægt að reka nema þegar gaf
og þeir fengu einhvern afla.
Mikill afli barst á land 1969—
70 og þá lögðu hér upp ýmsir
aðkomubátar. Nú höfum við
eignazt skuttogara, Hegranesið,
sem er 380 tonn. Togarinn var
keyptur frá Frakklandi og hef-
ur nú verið gerður út í tæp
tvö ár. Hefur gengið bærilega,
þó að fiskurinn í sjónum sé
minni en hann var áður. Tog-
arinn er eign Útgerðarfélags
Skagfirðinga með þátttöku
bæjarfélagsins og frystihús-
anna tveggja, húss kaupfélags-
ins og hins, sem er í eigu
hlutafélagsins Skjaldar.
FÓLKI FJÖLGAR í BÆNUM.
íbúar á Sauðárkróki eru nú
1649. Til samanburðar má geta
þess, að áiið 1967 voru íbúar
þar 1404 cg árið 1969 voru
þeir 1507. Þessi fjölgun á með-
al annars rót sína að rekja til
þess, að fólk hefur flutt úr sveit-
unum til Sauðárkróks, eink-
anlega eldra fólkið, sem þang-
að leitar ti] að geta notið heil-
brigðisþjónustunnar. Til þess
að mæta þessari þörf betur er
einmitt nú verið að byggja á
sjúkrahússlóðinni húsnæði íyr-
ir aldrað fólk, sem njóta þarf
heilsugæzlu. Það er Skaga-
fjarðarsýsla og Sauðárkroks-
bær, er að þessu standa ásamt
kirkjusamtökunum í Skaga-
firði. Verða reistar fjórar litlar
íbúðir til að byrja með.
Ólafsfjörður:
Undirbúa stofnun spóna-
verksmiðju
Samtal við Ásgrím Hartmannsson, bæjarstjóra
Asgnmur Hartmannsson í
Ólafsfirði er búinn að gegna
embætti bæjarstjóra lengur en
nokkur annar, er því starfi
gegnir á íslandi. Hann tók
við bæjarstjórastöðunni árið
1946 og hefur í henni verið ó-
slitið síðan.
FV verzlun ræddi við Ás-
grím á dögunum og spurði
hann um atvinnuástandið í
bænum og hvort einhverjar
nýjungar væru fyrirhugaðar í
atvinnurekstrinum.
Ásgrímur Hartmannsson.
TVEIR NÝIR
SKUTTOGARAR.
— í Ólafsfirði hefur verið
tímabundið atvinnuleysi, sagði
Ásgrímur. eða frá nóvember
fram í febrúar. Var það með
meira móti á s.l. ári, en þá var
mikill aflaskortur hjá minni
bátunum og þrír bátar seldir
burtu. Voru um 80 manns á
atvinnuleysisskrá. Nú ætti hins
vegar úr að rætast, því að
verið er að smíða skuttogara
fyrir Ólafsfirðinga í Japan. Sá
verður 500 tonn og kostar 120
milljónir. Það er Hraðfrystihús
Ólafsfjarðar, Hraðfrystihús
Magnúsar Gamalíelssonar og
bærinn, sem togarann kaupa
en hann á að verða tilbúinn
á næsta ári.
Kaup á öðrum skuttogara
hafa verið afráðin. Það er
hlutafélagið Sæberg, sem ætlar
að kaupa franskan togara, sem
verður nokkru stærri en sá
japanski.
SPÓNAVERKSMIÐJA
í UNDIRBÚNINGI.
Af öðrum áformum má nefna,
að verið er að undirbúa stofn-
un spónaverksmiðju í Ólafs-
firði og er það verkfræðiskrif-
stofa Guðmundar Óskarssonar
í Reykjavík, sem vinnur að
athugunum í því sambandi. Er
ráðgert að stofna um verk-
smiðjuna hlutafélag en leitað
hefur verið eftir lánum, fyrst
og fremst hjá iðnþróunarsjóði.
Hefur dráttur orðið á fyrir-
greiðslu en áætlað er að verk-
smiðjan kosti um 60 milljónir.
Gera menn sér vonir um að
spónaverksmiðjan gæti veitt
30—40 manns atvinnu, ef
henni tækist að ná 30% af
spónamarkaðinum hér innan-
lands eins og stefnt mun vera
að. Hefur bæjarstjórnin haft
forgöngu um athugun á þess-
um málum.
HÚSNÆÐISSKORTUR.
Ásgrímur sagði töluvert á-
berandi, að fólk úr Reykjavík
vildi flytjast til Ólafsfjarðar
en það strandaði á því, að
hörgull er á húsnæði þar
nyrðra. íbúar á Ólafsfirði eru
um 1100 og hefur fólksfjölgun
verið mjög hægfara hin síð-
ustu ár. Mikið er þó byggt
en þrátt fyrir það er skortur á
húsnæði. Er flutt í 5—10 nýj-
ar íbúðir á ári og er það eink-
um ungt fólk á staðnum sem
í þær flyzt.
42
FV 9 1972