Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1972, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.09.1972, Blaðsíða 45
Varði hf. Húsavík: Umfangsmikil byggingastarfsemi og rekstur steypustöðvar Fyrir tíu árum tóku sig sam- an nokkrir múraranemar og stofnuðu byggingafyrirtækið Varða h.f. Annast Varði aðal- lega uppbyggingu á íbúðarhús- um Húsvíkinga og frágang húsa fyrir tréverk en á staðn- um eru reknar fimm trésmiðj- ur, sem vinna að miklu leyti til hliðar við framkvæmdir Varða. Hjá Varða h.f. hafa starfað í sumar 38 menn en eigendur eru fimm og hjá þeim vinnur ennfremur einn tækni- fræðingur. Varði h.f. hefur auk bygg- inga íbúðarhúsa fengizt við aðrar meiriháttar húsbygging- ar á Húsavík eins og byggingu sláturnúss, sem lokið var við í september í fyrra. í fyrra var svo líka byggt upp hótel áfast við nýtt félagsheimili Húsvík- inga. Valur Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri Varða, skýrði blaðinu svo frá, að atvinna í byggingariðnaðinum væri jðfn allt árið á Húsavík og hefði árferði verið slíkt í fyrravetur, að hótelið var hægt að reisa yfir háveturinn. LJÚKA EINBÝLISHÚSINU Á 4—5 MÁNUÐUM. Utan Húsavíkur hefur Varði h.f. fengizt við verkefni eins og sláturhús á Raufarhöfn og nýjan skóla að Stóru—Tjörn- um hjá Ljósavatni. En annars má segja, að fyrirtækið hafi varla haft undan í fram- kvæmdum fyrir Húsvíkinga sjálfa. Venjulegu einbýlishúsi er yfirleitt lokið á 4—5 mán- uðum ef peningageta eigand- ans leyfir. Er það einkanlega ungt fólk á staðnum, sem bygg- ir um leið og það stofnar heimili en aðkomufólk fer heldur í leiguhúsnæði eða Valur Valdimarsson, {ramkvœmdastjóri byggingafyrirtœkisins Varða h.f. á Húsavík. kaupir gamalt, ef slíkt húsnæði er þá fyrirliggjandi. STEYPUSTÖÐ. Varði h.f. rekur vísi að steypustöð á Húsavík og var byrjað með hana í vor. Hefur stöðin steypubíla í gangi og selur hverjum sem er, einnig út um sveitirnar. Eru mögu- leikar fyrir hendi til að flytja steypuna alla leið austur í Kelduhverfi eða vestur í Ljósavatnsskarð. Eru nú tveir bílar í förum með steypuna og getur stöðin ekki annað allri eftirspurn. Ætlunin er að bæta einum bíl við í vetur. Fram- leiðslan er áætluð um 4000 rúmmetrar af steypu á árinu. Valur Valdimarsson sagði, að iðnaðai’menn gerðu það al- mennt mjög gott á Húsavik og væri frekar*skortur á vinnu- afli en hitt. En erfitt er að fá húsnæði og nefndi Valur sem dæmi, að múrari úr Reykja- vík með sex manna fjölskyldu hefði gjarnan viljað flytjast norður fyrir nokkru en orðið að hætta við, þar sem hann fékk ekki öruggt húsnæði. Á næsta ári taldi Valur nokkurn veginn öruggt, að full- gerð yrðu 12 einbýlishús á Húsavlk. Þá er og unnið að því að skipuleggja nýtt íbúð- arhúsahverfi, þar sem áherzla verður lögð á fjölbýlishús og taldi Valur nauðsynlegt, að hugmyndir um sambýli fengju byr undir báða vængi á Hú^a- vík svo að auðveldar mætti leysa húsnæðisvandamálin. FV 9 1972 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.