Frjáls verslun - 01.09.1972, Blaðsíða 39
hins vegar rétt um 1000 kr.
Er þar ekki beinlínis um arð-
sama framleiðslu að ræða því
að hjá Loðfeldi var framleiðslu-
kostnaður á skinn á árinu 1971
þessi, miðað við skinn og líf-
dýr:
Fóður ............... 440.00 kr.
Vinnulaun ........... 315.00 kr.
Vaxtagjöld .......... 224.00 kr.
Annar kostn....... 128.00 kr.
Alls 1.107.00 kr.
RÆKTUN STOFNSINS
TEKUR LANGAN TÍMA.
Adolf Björnsson sagði, að
þótt reksturinn hefði verið erf-
iður stæði það allt til bóta, því
að alllangan tíma tæki að ná
upp stofni, sem gæfi af sér
verðmætustu stærðir skinna og
mestu gæði. Eigendur Loðfeld-
ar fengu norskan minkaræktar-
mann með 15 ára reynslu til
að vinna við minkabúið fram-
an af og nú hefur Reynir Barð-
dal tekið þar við forstöðu.
Hann hefur sömuleiðis unnið
á minkabúum í Noregi og lært
þar á landbúnaðarskóla. Sagði
Adolf Björnsson, að það væru
byrjunarörðugleikar, sem nú
háðu rekstrinum.
Finnskur skinnasérfræðingur
heimsótti búið fyrir nokkru og
hafði orð á því, að sér fyndust
dýrin nokkuð smávaxin. Þegar
hann komst að því, að búið
væri aðeins eins árs gamalt,
sagði hann þetta eðlilegan hlut
og myndu dýrin stækka með
komandi árgöngum.
ÓEÐLILEGUR
HVOLPADAUÐI.
Afkoma min'kabúanna á ís-
landi hefur verið misjöfn það
sem af er, og hefur ekkert
þeirra náð þeim árangri, sem
menn gerðu sér vonir um áð-
ur en í framkvæmdir var ráð-
izt. Því réði verðlagsþróunin
erlendis fyrst og fremst því að
verð á minkaskinnum hefur
verið í öldudal. Minkabúin
sunnanlands munu þó hafa íar-
ið einna verst út úr því og rétt
haft upp í fóðurkostnað._
Eitt sameiginlegt vandamál
'hafa öll búin átt við að glíma
en það er óeðlilegur hvolpa-
dauði. í ár hafa komizt á legg
3,4 hvolpar á hverja læðu að
meðaltali hjá Loðfeldi en hjá
minkabúum sunnanlands að-
eins 2, að sögn Adolfs. Er þetta
að sjálfsögðu mjög bagalegt
fyrir eigendur búanna og var
gerð vannsókn á ástæðum fyrir
þessu. Bendir flest til þess að
hinn mikli hvolpadauði standi
í sambandi við erlendan fóður-
bæti eða vítamín sem notað
hefur verið í búimurn. Hjá Loð-
feldi höfðu menn búizt við
betri árangri en raun varð á
eða 3,6—3,7 hvolpum á hverja
læðu .
HVERT STEFNIR
í VERÐLAGSMÁLUM?
Reynir Barðdal, bússtjóri hjá
Loðfeldi, var að því spurður,
Af því sælgæti eru borin fram
250 grömm á dag handa hverju
dýri.
í sambandi við fóðrunina
taka þeir forstöðumenn Loð-
feldar fram, að betri nýting
á fóðri mætti fást við það að
reka refabú til hliðar við
minkabúsreksturinn, og sagðist
Reynir Barðdal, minkabús-
stjóri, hafa mikinn áhuga á að
hefja þess konar rekstur.
Reynir Barðdal með stóran og gildan karl úr minkabúi LoS-
feldar.
hvert stefndi í verðlagsmálum
fyrir næsta ár og sagði hann,
að fremur væri bjart framund-
an og væri þróunin augljóslega
upp á við. Greinilegt væri, að
skinnaframboð á heimsmarkaði
yrði með minnsta móti og ótt-
uðust Danir jafnvel skort á
skinnum. Mest mun fram-
leiðsla á minkaskinnum hafa
orðið 24 milljón skinn á einu
ári, en ástandið er gjörólíkt
núna. Þegar skinnaverðið
var hvað hæst voru minka-
skinn seld á 120 norskar
krónur að meðaltali á heims-
markaði, en hvort því marki
verður náð aftur vilja for-
svarsmenn Loðfeldar engu
spá um. Þeir eru þó bjartsýnir
og Adolf sagðist álíta, að í
Skagafirði ætti að vera hægt
að framleiða minkaskinn fyrir
16—20 milljónir í útflutningi
árlega. Væri þá miðað við bú
með 3—4000 læðum, sem hent-
aði vel með tilliti til mögu-
leika á öflun hráefnis í fóður í
Skagafirði, þ.e.a.s. fisk- og
kjötúrgangs, sem hakkaður er
niður í fars handa minkum.
ÍSLENZKUR MINKUR
í FÓSTRUN.
Minkabú Loðfeldar á Sauð-
árkróki hefur orðið eins konar
upptökuheimili fyrir íslenzkan
villimink, því að þar eru nú
í fóstri 11 íslenzkir minkar
vegna tilraunar, sem verið er
að gera í samráði við veiði-
stjóra. Það er með nokkurn
tregðu að þetta er gert, eftir
því sem tíðindamanni FV virt-
ist, og benti einn af forstöðu-
mönnum Loðfeldar á það, að
gerði íslenzkur minkur ein-
hvern usla í nágrenni við búið
mætti halda því fram, að hann
hefði sloppið þaðan út án þess
að hið sanna 1 málinu kæmi
nokkurn tíma fram. Hins veg-
ar væri minkastofninn í búinu
svo frábrugðinn íslenzka
minknum, að enginn vafi léki
á því, hvort um dýr Loð-
feldar væri að ræða, ef svo ó-
líklega vildi til, að eitthvert
þeirra slyppi út.
SKEMMDARVERK?
En slíkt á alls ekki að geta
komið fyrir, staðhæfa minka-
FV 9 1972
37