Frjáls verslun - 01.09.1972, Blaðsíða 31
— Rástefnan bendir sérstak-
lega á það hlutverk Atvinnu-
leysistryggingasjóðs að veita fé
til þess að fyrirbyggja atvinnu-
leysi.
— Nauðsynlegt er að jafn-
framt fjárframlögum til heild-
arþróunar fiskiðnaðarins á
Norðurlandi verði séð fyrir
fjármagni til þess að fisk-
vinnslustöðvar standist kröfur,
sem gerðar eru til þeirra á
erlendum mörkuðum um hrein-
læti og hollustuhætti.
— Nauðsynlegt er, að heildar-
áætlun um þróun fiskiðnaðar-
ins nái til fjármögnunar á
vegum sveitarfélaganna til að
bæta hollustuhætti og uir-
hverfi fiskiðjuvera.
— Ráðstefnan bendir á, að
fjárhagsleg fyrirgreiðsla til
frekari leitar skelfiskmiða og
vinnslu hörpudisks og rækju
myndi draga úr atvinnuleysi í
sjávarþorpum norðanlands yfir
erfiðustu mánuðina.
— Ráðstefnan beinir þeirri ósk
til Framkvæmdastofnunar rík-
isins, að hún gangist fyrir að
fullnægjandi styrkir verði
veittir til vinnslu á hörpudiski
þar sem nýtingarprósentan er
svo lág, að fyrirsjáanlegt tap
er á vinnslunni.
— Þá bendir ráðstefnan á, að
fyrirbyggja verður, að hin tak-
mörkuðu veiðisvæði skelfisks
og rækju verði upp urin með
ótakmörkuðum fjölda veiði-
skipa.
IÐNÞRÓUN.
Ráðstefna Fjórðungssam-
bands og Alþýðusambands
Norðurlands bendir á, að skv.
könnun á mannfjöldaþróun
næstu ára mun verulegur hluti
af fólksfjölgun á Norðurlandi
flytjast á SV-landssvæðið, ef
ekkert verður að gert.
Ráðstefnan telur, að iðnaðar-
uppbygging á Norðurlandi
verði að taka við verulegum
hluta af aukningu atvinnukrafts
og skapa nægileg atvinnutæki-
færi og starfsval á hverjum
stað, til þess að búsetuþróun
í landshlutanum geti verið með
eðlilegum hætti.
Ráðstefnan leggur til, að
stofnuð verði sérstök iðnþróun-
arnefnd á vegum FSN og AN.
Sé hlutverk nefndarinnar að
vinna að aukinni iðnaðarupp-
FV 9 1972
byggingu á Norðurlandi bæði
að eigin frumkvæði og í sam-
starfi við einstaklinga og sveit-
arfélög. sem áhuga hafa á iðn-
nýjungum.
Ályktanir og ábendingar.
— Leggur ráðstefnan áherzlu
á, að Framkvæmdastofnun rík-
isins (Byggðasjóður) og Iðn-
þróunarstofnunin veiti iðnaðar-
uppbyggingu á Norðurlandi
sérstaka athygli og veiti iðn-
þróunarnefnd fullan stuðning,
en nefndin samræmi átök og
umsagnir FSN og AN á sviði
iðnþróunar. Komið verði á
móts við framtak heimaaðila
með áætlunargerð, fjármögn-
un og annarri aðstoð t.d., þeg-
ar um tímabundna erfiðicika
er að ræða. Þá heimsæki starfs-
menn þessara stofnana byggð-
irnar nokkrum sinnum á ári
og gefi sér tíma til að fylgjast
með ástandi og þróun atvinnu-
mála.
— Ráðstefnan leiðir athygli að
því, að frumskilyrði iðnþróun-
leggur áherzlu á, að aukinni
raforkuþörf Norðurlands verði
mætt með virkjun orkulinda i
fjórðungnum og samtengingu
orkuveita. I því sambandi
verði undirbúnar stóriðjufram-
kvæmdir á Norðurlandi. Bend-
ir ráðstefnan á, að raunhæfur
undirbúningur slíkra fram-
kvæmda gæti haft jákvæð á-
hrif á búsetuval manna og eflt
trú þeirra á atvinnumöguleika
norðanlands.
— Ráðstefnan telur nauðsyn
aukinnar iðnmenntunar og
bendir á, að almenn verkþeKk-
ing sé undirstaða iðnvæðingar.
— Ráöstefnan álítur það ekki
rétta stefnu að leggja niðui
iðnskóla, þar sem þeir eru,
heldur beri að færa iðnmennt-
unina heim í enn ríkara mæli,
a.m.k. meðan núverandi iðn-
fræðslukerfi er, sem þó þyrlti
gagngerðra umbóta við. Sam-
fara aukinni iðnþróun þarf að
koma á endurhæfingarnám-
skeiðum og auka verkþjálfun.
Þá undirstrikar ráðstefnan
þýðingu þess fyrir verkmenn-
ingu hér norðanlands, að
tækniskólinn verði á Akureyri.
— Lögð verði áherzla á sam-
starf íyrirtækja eins og t. d.
nú á sér stað með kápugerð á
Bandaríkjamarkað. A sama
hátt mætti hefja samstarf um
skipasmíði og á fleiri sviðum.
— Ráðstefnan leggur til, að
eftirtaldar iðngreinar verði
sérstaklega athugaðar með
hliðsjón af uppbyggingu létts
iðnaðar á Norðurlandi.
a) Máltíðaframleiðsla úr sjáv-
ar- og landbúnaðarafurðum,
svo og aukin vinnsla þess-
ara afurða.
b) Vefjar- og fatnaðariðnaður,
skinnaiðnaður, rafeindaiðn-
aður, súrefnis og gasfram-
leiðsla til logsuðu. Ýmis
konar samsetningariðnaður,
húsgagnagerð, plastiðnað-
ur. 9
29
Norðlendingar leggja áherzlu á að léttur iðnaður verði aukinn
í fjórðungnum.
L