Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1972, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.09.1972, Blaðsíða 15
Sveifluþjóðfélagið Eftir dr. Guðmund Magnússon, prófessor Eitt aðaleinkenni íslenzks efnahagslífs er sveiflurnar í þjóðartekjum. Á árunum fjór- um, 1969—1972, munu þær vaxa u.þ.b. þriðjung á föstu verðlagi. Árin 1967—68 minnk- uðu þær um 15%, en útflutn- ingstekjur um helming. Kaup- máttur launa hefur aukizt um 30—40% hjá þeim lægst laun- uðu á 2—3 árum. Á einstökum sviðum, eins og í fjánnuna- myndun í sjávarútvegi og byggingum eru árlegar sveifl- ur stundum meiri. Þessar sveiflur valda því, að ákaflega er hæpið að velja stutt viðmið- unartímabil. Reyndar kemur í Ijós, að þrátt fyrir allar bylgj- urnar, jókst þjóðarframleiðslan um 4Vi°/o jafnaði á ári, bæði á sjötta og sjöunda ára- tugnum, en þjóðarframleiðsla á mann jókst heldur meira á þeim seinni vegna minni fólks- fjölgunar. Engin ríkisstjórn á íslandi getur þakkað það ein- göngu sinni eigin stjórnvizku, þegar vel gengur, né heldur er hægt að áfellast stjórnina fyr- ir öll skakkaföll, þegar á móti blæs. Þetta held ég, að allir geri sér ljóst og finnist því margt af því léttmeti, sem er á borð borið í almennum um- ræðum um efnahagsmál. VILJUM VIÐ BÚA ÁFRAM VIÐ SVEIFLURNAR EÐA DRAGA ÚR ÞEIM. Nú eru viðhorf manna til áhættu einstaklingsbundin. Sumir vilja spila upp á stóra vinninginn, enda þótt líkurnar séu þeim andstæðar. Aðrir láta sig óvissuna litlu skipta, en þeir munu vera fleiri, sem heldur vilja einn fugl í hendi en tvo í skógi. Nægir að vísa til þess, að flestir kaupa trygg- ingar í einhverju formi af frjálsum vilja og störf, sem tryggja atvinnuöryggi, eru yf- irleitt lægra launuð en hin, sem ótryggari eru. Sveiflurnar í þjóðartekjum eiga rót sína að rekja til ein- hæfrar útflutningsframleiðslu, sem hefur verið mjög ábata- söm. Þetta er tiltölulega sér- stætt með lítt unnið hráefni, enda væri þá meiri velmegun í ýmsum þróunarlöndum ella. Vitaskuld kemur hér einnig til tæknibylting og dugnaður og útsjónasemi landsmanna sjálfra. í iönþróunaráformum, sem gefin voru út á vegum iðnaðar- ráðuneytisins vorið 1971, var það niðurstaða mín, að efla bæri bæði sjávarútveg og iðn- að — eins og flestir munu sammála um — en ekki reka annaðhvort eða stefnu. Er þetta að því gefnu, að megin- markmið þjóðfélagsins sé sem mestur hagvöxtur, að því til- skildu að tillit sé tekið til at- vinnuöryggis og sveiflujöfnun- ar. Enginn getur sagt með vissu, nákvæmlega í hvaða hlutföllum ber að efla sjávar- útveg og iðnað, en tilraunir til sveiflujöfnunar munu fyrst og fremst felast í frekari stóriðju, fullvinnslu sjávarafurða og út- flutningssókn í almennum léttaiðnaði, auk almennrar samkeppnishæfni á öllum svið- umum á heimamarkaði. Ljóst er, að skoðanir eru skiptar að þessu leyti og að verulegan tíma mun taka að minnka sveiflurnar að mun, eða 2—3 áratugi. Þess vegna verðum við að búa okkur undir að lifa við sveiflur og læra að hagnast á þeim og forðast skaðlegar af- leiðingar þeirra eftir mætti. HVAÐ HEFUR VERIÐ GERT í SVEIFLU- JÖFNUNARSKYNI? Langmikilvægustu skrefin til sveiflujöfnunar voru stigin með eflingu stóriðju, myndun gjaldeyrisforða og stofnun Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðar- ins. Verðjöfnunarsjóðurinn hef- ur dregið úr þenslu innan- lands. Hann gerir fyrr vart við raunverulegt ástand á mörkuð- um en ella, þar sem hann myndar fleyg milli brúttó- tekna og þess, sem framleið- andinn fær til ráðstöfunar. Menn eru fljótir að lita til slíkra sjóða, þegar fé vantar til einhverra hluta. Þeir, sem greiða í sjóðinn hafa ekki ver- ið á eitt sáttir um gildi hans. Stangast hér á annars vegar að minna fé verður handa í milli til skamms tíma en ella og hins vegar, að hann veitir meira öryggi seinna meir. Hér spinnst inn í grundvall- aratriði frá mínu sjónarmiði, en það er, að sjávarútvegur er undirstaða íslenzks atvinnulífs, öðrum atvinnugreinum frem- ur, og vitað er, að allar efna- hagsaðgerðir hljóta að miðast við að hann geti sýnt fram á sæmilega afkomu. Hagnaðinum í sjávarútvegi hefur verið deilt út jafnóðum til launþega og vinnuveitenda, þegar vel gengur, en þegar illa gengur, hefur það aftur verið sótt í sömu vasa, með öllum þeim óæskilegu afleiðingum, sem fylgt hafa í kjölfarið. Öfl- ugir verðjöfnunarsjóðir stemma stigu við þessu. Jafnmikilvæg sveiflujöfnun- araðgerð er söfnun gjaldeyris- forða í góðæri, og þarf varla að fara þar mörgum orðum um. Stóriðjan er líklegust til að geta jafnað sveiflur þjóð- artekna að verulegu marki, en öll vinnsluvirðisauknin í hvaða atvinnugrein sem er, hnígur einnig í þessa átt. Benda má á ýmsar aðgerðir, sem gripið hefur verið til, þegar draga hefur átt úr skaðlegum áhrif- um samdráttar. Hins vegar hefur oftast reynzt erfitt að hamla á móti ofþenslu, enda erfiðara að finna dæmi um einarðar aðgerðir í því sam- bandi. Til marks um aðgerðir til að vinna á móti atvinnuleysi og tekjurýrnun má nefna starf At- vinnumálanefndanna, Atvinnu- jöfnunarsjóðs, Atvinnuleysis- tryggingarsjóðs, tryggingakerf- ið og einstakar framkvæmdir ríkis og sveitarfélaga. Á hinn bóginn má vísa til þess, að fjárlög og framkvæmdaáætlan- ir miðast ekki nægilega við efnahagsástand hverju sinni og gengishækkunarleiðin virðist ekki eiga upp á pallborðið. FV 9 1972 13 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.