Frjáls verslun - 01.09.1972, Blaðsíða 23
til sín. Hins vegar eru vanda-
mál fjöldans farin að segja til
sín, þó fáir veiti þeim enn at-
hygli, nema þá helzt er menn
sitja fastir í umferðarkösinni.
BYGGÐAVANDAMÁLIÐ
Á „ÞRIÐJA SVÆÐI“.
Næsta svæði er Vesturland
og Suðurland, víðáttumiklir og
gjöfulir landshlutar og matar-
búr Reykjanessins. Báðir þess-
ir landshlutar eru nú að tengj-
ast höfuðborginni svo vel með
úrvalsvegum, að íbúar þeirra
geta í vaxandi mæli notið
beint hvers konar þjónustu
höfuðborgarinnar og aðgangur-
inn að markaði borgarsvæðis-
ins batnar að sama skapi.
Það er þjóðarheildinni tví-
mælalaust fyrir beztu að á
Reykjanesi verði ekki meiri
fjölgun en sú, sem á sér nátt-
úrulegar orsakir innan héraðs.
Engin hætta er á langvarandi
fólksfækkun eða hnignun ?
Suður- og Vesturlandi, og er
full ástæða til að búast við
því gagnstæða, án nokkurra
sérstakra aðgerða ríkisvalds-
ins. Aðgerðir á þessu svæði
hljóta fyrst og fremst að verða
á sviði samgöngumála, eftir
því sem umferðarhagkvæmni
krefst, og á sviði skipulags.
Hið raunverulega byggöa-
vandamál á íslandi hlýtur því
nær eingöngu að snúast um
þriðja svæðið, þá landshluta,
sem ótaldir eru enn, Vestfirði,
Norðurland og Austurland.
HNIGNUN OG AFTURFÖR
VERÐI EKKERT AÐ GERT.
í þessum landshlutum búa
samtals um 53 þúsund manns,
eða um 26% þjóðarinnar.
Vegna fjarlægðar fær þetta
fólk ekki notið beinna þjón-
ustukaupa í Reykjavík. Og
víðátta svæðisins er slík og
strjálbýli, að ekki er hægt að
gera úr því eina heild. Ef und-
an er skilið miðbik Norður-
lands eru íbúar þessa svæðit'
dæmdir til að búa í tiltölulega
fámennum byggðum við ein-
hæft úrval atvinnu og þjón-
ustu. og verði ekkert að gert,
við hnignun og afturfarir þeg-
ar fram í sækir.
ÓVENJULEG
ALDURSSKIPTIN G.
Vegna hárrar fæðingartölu á
sjötta áratugnum en lágrar a
þeim sjöunda er aldursskipting
þjóðarinnar mjög óvenjuleg
um þessar mundir. Áttundi
áratugurinn °r áratugur unga
fólksins, því nær 40 þúsund
íslendingar vc-rða tvítugir á
þessum tíu árum, 1971 til 1980.
Síðan fer þjóðin aftur að eld-
ast. íslenzkt þjóðfélag mnn
vitaskuld breytast mikið á
þessum árum vegna breyttra
styrkleikahlutfalla æsku og
elli, menntunarkos+r.aðuiinn
verður mikill og byggja þarf
yfir nær tuttugu þúsund fjöl-
skyldur. En það, hvar þetta
fólk sezt að, mun ráða úrslit-
um um hvernig ísland lít-
ur út að áratugnum liðnum
og hver þróun landsins verður
síðan um fyrirsjáanlega fram-
tíð. Stærri hluti þessa fólks
mun ganga menntavegi en
tíðkaðist meðal eldri árganga,
og fari svo scm verið hefur,
að slíku fólki bjóðist atvinna
nær eingöngu á höfuðborgar-
svæðinu sjá allir hvernig fer.
En það grátlega -<'ið þetta er,
að hlutfallslegur meirihluti
þessa fólks býr eins og er úti
á landi, svo hér er fyrirsjáan-
leg stórkostleg blóðtaka hinna
dreifðu byggða, verði ekki að
gert.
ÞRÓUN ATVINNUVEGANNA.
Það, sem enn eykur á þá
hættu, sem stafar af aldurs-
skiptingu þjóðarinnoi er eðli
og samsetning atvinnuvega
strjálbýlisins. Ekki er sjáanlegt
annað en, að framleiðniþróun
frumframleiðslugreinanna
verði í það minnsta jafnör a
komandi árum og verið hefur
að undanförnu. Það sama gild-
ir um úrvinnslugreinarnar.
Hið aukna vinnuafl, sem fram
kemur á næstu árum mun fara
annars vegar í nýjar úr-
vinnslugreinar og að litlu leyti
í byggingastarfsemi en hins-
vegar, og aðallega, í þjónustu-
greinar, hvort sem mönnum
líkar betur eða ver.
Ég get nefnt fáein dæmi til
nánari skýringar. Til skamms
tíma hefur Útgerðarfélag Ak-
ureyringa gert út fjóra gamla
síðutogara með samtals um 120
manna áhöfn. Gert er ráð fyr-
ir að fyrirtækið muni gera út
fimm rkuttogara, þegar floti
þess hefur verið enuurnýjaður
með sennilega 106 manns um
borð. Þessi skip em° að veiða
10—20% meira en eldri skipin.
Miðað við óbreytt gæði fiski-
miða getur heildaraflaaukning-
in orðið allt að 50% og afla-
aukningin á mann orðið allt
að 60—70%. Og fiskiðjuverið
mun ráða við þessa aflaaukn-
ingu án þess að bæta við fólki
svo nokkru nemi.
í landbúnaðinum eiga nú sér
einnig stað áþekkar breyting-
ar. I gömlu fjósunum hefur
þótt kappnóg fyrir einyrkja
að anna 20—25 mjólkandi
kúm, en nú er víða um land
verið að byggja fjós og hlöður,
sem eru svo vel útbúin og
skipulögð, að sagt er, að ein-
yrkinn muni ráða við 40 og
jafnvel 60 mjólkandi kýr. Og
til þess að sjá það sama gerast
í iðnaðinum er nóg að skreppa
út í Gefjun og sjá hve fram-
leiðslan þar hefur aukizt stór-
kostlega með nýjum vélum en
á sama gólffleti og með ó-
breyttum mannafla.
Framleiðniaukning slík sem
ég hef nú nefnt dæmi um er
undirstaða bættra lífskjara. En
vandinn er sá, að þjónustu-
greinarnar sem munu bæta við
sig íólki, eru að mestu á
Reykjanessvæðinu, og þar er
einnig líklegast að stóriðjufyr-
irtæki verði sett niður að öllu
óbreyttu. En landsbyggðin, og
þá sér í lagi Vestfirðir, Norð-
urland og Austurland, byggja
afkomu sína á þeim atvinnu-
vegum fyrst og fremst, sem
munu hafa mesta framleiðni-
aukningu, þar sem mannafli
mun standa í stað eða minnka.
ATGERVISFLÓTTINN FRÁ
LANDSBYGGÐINNI.
Ég þarf ekki að fjölyrða um
síðari tvö atriðin, sem ég
nefndi áðan. Skortur atvinnu
fyrir menntað fólk úti á landi
er aðalorsök þess atgervisflótta
frá landsbyggðinni, sem oft
hefur verið rætt um, því ekki
er hægt að koma í veg fyrir,
að unga fólkið þar gangi
menntaveginn. Reyndar er ver-
ið að auðvelda því þá göngu
með byggingu menntaskóla á
Vestfjörðum og á Austurlandi,
og máske víðar á næstu árum.
Við það mun stúdentum utan
af landi fjölga, sem enn eykur
nauðsyn þess að skapa slíku
fólki möguleika á atvinnu i
heimabyggðum. Annars geta
menntaskólarnir orðið bana-
bitinn. Hið rýra þjónustuval
og félagsleg fábreytni er öll-
um auðsæ. Einn landshluti,
sem byggir afkomu sína ein-
vörðungu á fiskveiðum, land-
búnaði og tilheyrandi þjón-
ustugreinum, hlýtur sem fé-
lagslegt umhverfi að vera ó-
fullkominn. Er það ekki ein-
FV 9 1972
21