Frjáls verslun - 01.09.1972, Blaðsíða 38
Glerhallavík, nyrzt á Reykja-
strönd, er annar forvitnilegur
staður, sem nálgast má frá
Sauðárkróki. Þar getur að líta
hvítar og grænar holufyllingar
úr Tindastóli, sem bezt er að
skoða á fjöru.
Góð silungsveiði er víða í
nágrenni Sauðárkróks og má
iðulega sjá 40 eða 50 manns
með stengur meðfram sjávar-
síðunni að veiða sjóbirting.
Stangaveiðifélag Sauðárkróks
hefur byrjað laxeldi og er lax-
veiði stunduð í ýmsum ám eins
og Hiiseyjarkvísl fyrir neðan
Reykjafoss, Hofsá í Vesturdal,
Norðurá, og nú er verið að
rækta vatnasvæði Hjaltadals-
ár og Kolbeinsstaðaár.
Á Sauðárkróki er mjög góð
sundlaug og geta tiðindamenn
FV trútí um talað eftir að hafa
laugað sig í 'henni. Er allur
frágangur fataklefa og bað-
klefa með sérstökum ágætum
og laugin sjálf prýðileg. Nú ev
fyrirhugað að skipuleggja tjald-
stæði á Sauðárkróki og um
leið og vart verður við auk-
inn ferðamannastraum er hægt
að koma á hestaleigu. Eru reið-
götur margar og skemmtilegar
við bæinn.
NÝR FLUGVÖLLUR.
Flugfélag íslands hóf reglu-
legar flugferðir til Sauðárkróks
í október 1949. Var þá full-
byggðiír 900 metra langur flug-
völlur þar. Um tíma kepptu
Flugfélag íslands og Loftleið-
ir um farþegaflutningana til
og frá Sauðárkróki og voru
þá stundum aðeins tíu mínút-
ur á milli ferða.
Árið 1950 var flugvöllurinn
við Sauðárkrók lengdur í 1500
metra og var hann þá orðinn
hæfilegur fyrir Skymaster-flug-
vélar og skráður varaflugvöil-
ur fyrir millilandaflugið. Nú er
í ráði að leggja flugvöllinn
niður, því að hann hindrar
eðlilegan uppvöxt Sauðár-
krókskaupstaðar, þar sem hann
stendur alveg við austurmörk
bæjarins. Hefur fundizt land
fyrir nýjan flugvöll skammt
austan við þann gamla. Þar
eru aðflugskilyrði með ágæt-
Loðfeldur:
Hvolpadauðinn í íslenzku
búunum óeðlilega mikili
Rætf við Adolf Björnsson á Sauðárkróki
— Það skal játað, að rekstur
íslenzku minkabúanna hefur
engan veginn gengið jafnvel
og menn vonuðu, þegar unnið
var að þeim lagabreytingum,
sem leyfðu minkarækt á nýjan
leik hérlendis. Þá var verðlag
á skinnum mun hærra en það
er nú, þó að það sé vissulega
á uppíeið og ekki ástæða til að
örvænta.
Þetta sagði Adolf Björnsson
á Sauðárkróki þegar FV leitaði
hjá honum upplýsinga um
rekstur minkabúsins á staðn-
um, sem er í eigu Loðfeldar hf.
Loðfeldur var þriðja loðdýra-
ræktarfélagið, af þeim átta,
sem stofnuð hafa verið hér-
lendis. Vann það fyrst að
kynningarmálum með það fyr-
ir augum að afla fylgis við
hugmyndir um lagabreytingar
til að heimila loðdýrarækt.
Þegar lagabreytingarnar höfðu
svo verið gerðar var hafizt
handa um undirbúning að
rekstri minkabús, og um ára-
mótin 1970—71 keypti félagið
lífdýr, að meginstofni 1000
læður. Stofnkostnaður vegna
fasteigna- og lífdýrakaupanna
nam hátt á elleftu milljón en
hlutafé er 2Vz milljón króna
og telur Adolf brýna nauðsyn
að auka við það, upp í 4V2 til
5 milljónir til þess að koma í
veg fyrir erfiðleika.
MISJÖFN GÆÐI SKINNA.
Fyrsta got hjá Loðfeldi var
í fyrra, en þá bættust 3300
um og liggur fyrir áætlun um
gerð 2000 metra langrar flug-
brautar í þremur áföngum. Til
byrjunarframkvæmda höfðu á
þessu ári verið áætlaðar 4—5
milljónir, en það var skorið
niður síðar. Er það von Skag-
firðinga, að þarna fái þeir góð-
an og öruggan flugvöll fyrir
innaníandssamgöngur.
VAXANDI FARÞEGAFJÖLDl.
Veðráttan í Skagafirði hefur
reynzt afar hagstæð fyrir flug-
ið og sagði Árni, að það
heyrði til undantekninga, ef
ekki væri hægt að fljúga til
Sauðárkróks vegna veðurs þar'
nyrðra. Flugfélag íslands hef-
ur í sumar haldið uppi fjórum
ferðum vikulega milli Reykja-
víkur og Sauðárkróks en í vetur
verða þær þrjár. Hefur far-
þegafjöldinn stöðugt vaxið á
þessari leið þrátt fyrir það, að
flugfélagið Vængir hefur tekið
upp ferðir til Siglufjarðar, og
flytur farþega beint þangað í
stað þess að áður þurftu þeir
að fljúga til Sauðárkróks og
aka þaðan með áætlunarbíl.
minka-
hvolpar í búið. Meðgöngutími
læðunnar er 8—9 vikur en
þær eru aðeins látnar gjóta
einu sinni á ári, í maí. Af þess-
um 3300 hvolpum, sem fædd-
ust í fyrra voru seld lífdýr
til Dalvíkur, 500 læður og 100
hvolpar, en til fróðleiks má
geta þess, að verð á lífdýrum
er 1700 kr. fyrir læðuna og
2800 kr. fyrir karldýr.
í nóvember í fyrra voru svo
2700 dýr pelsuð og fóru skinn-
in til sölu á uppboðum í jan-
úar. I Danmörku voru seld
2400 skinn en 300 skinn á upp-
boði hjá Hudson Bay í London.
Verðið á þessum skinnum
reyndist vera allt frá 200 kr.
°g upp í 2300 kr. fyrir þau
allra beztu. Meðalverðið var
36
FV 9 1972