Frjáls verslun - 01.09.1972, Blaðsíða 35
Vinnuaflsskort-
ur á Blönduósi
Talsverður iðnaður hefur
á síðustu árum risið upp á
Blönduósi. Þar eru nú rek-
in tvö trésmíðaverkstæði,
þrjú bílaverkstæði og vél-
smiðjur, tvö plastiðjufyrir-
tæki, naglaverksmið j a,
mjólkurstöð og prjónastofa.
Auk þess er þar starfrækt
bakarí, sem selur kringlur
og tvíbökur um land allt.
íbúar á Blönduósi eru nú
706 talsins. Þar eru á milli
30 og 40 íbúðir í smíðum
og barna- og unglingaskóli
er nýbyggður. í sumar var
ráðgert að steypa götur á
Blönduósi en tafir hafa orð-
ið á því þar eð sjálfvirk
steypuhrærivél, sem nota
átti, lokaðist inni í Bret-
landi vegna verkfalls hafn-
arverkamanna.
Blönduós er miðstöð ým-
issar þjónustustarfsemi. Til
viðbótar því að vera verzl-
unar- og iðnaðarbær er
Blönduós miðstöð heilbrigð-
is- og menntamála. Sjúkra-
húsið er stolt þeirra Blöndu-
ósbúa. Þar starfa að stað-
aldri tveir læknar. Kvenna-
skólinn er mikilvægur í því
tilliti að tilvist hans á staðn-
um hefur greinilega áhrif í
þá átt að halda ungu mönn-
unum hcima fyrir.
Atvinnumálanefnd á
staðnum hefur unnið að at-
hugunum á frekari mögu-
leikum til iðnaðar en það
mál strandar fyrst og
fremst á skorti á vinnuafli
á Blönduósi um þessar
mundir.
Trefjaplast:
Óþrjótandi möguleikar í
framleiðslunni
Unnið að gerð vaska íyrir mjólkurhús í fjósum.
í gömlu og þröngu húsrými
á Blönduósi hefur fyrirtækið
Trefjaplast starfað um 10 ára
skeið. Það voru 25 aðilar, scm
að stofnun þess stóðu og meiri-
hlutinn frá Blönduósi. Upphai
málsins var það, að rafvirkja-
meistari þurfti að fá framleidd
rör fyrir heimarafstöðvar og
taldi, að efnið polyester styrkt
með glertrefjum yrði lausnin.
Vegna tengsla sinna við
Blönduós gaf hann mönnum
þar kost á að framleiða rörin
úr þessari blöndu, sem nefnd
er trefjaplast.
Nokkru seinna sendi Trefja-
plast nienn utan til Þýzkalands
að læra þar á vélar, og þegar
laxeldisstöðin í Kollafirði tók
til starfa varð Trefjaplast ofan
á í samkeppni við danskt fyr-
irtæki um gerð kerja fyrir
hana. Síðan hefur Trefjaplast
framleitt allt milli himins og
jarðar, ef svo mætti segja.
Það úir og grúir af alls
konar steypumótum uppi á
háalofti í verksmiðjunni en
flest af því hefur aðeins verið
notað í tilraunaskyni. í þessu
safni getur að líta ýmis mót
sem notuð voru til fram-
leiðslu á ílátum fyrir síldar-
iðnaðinn, meðan hann var
enn stundaður á íslandi. Þá
var framleitt fyrir hann af
kappi hjá Trefjaplasti og
sumt að þreföldum styrkleika
erlends staðals til þess að
hlutirnir hæfðu fyrir þau
handtök, sem hér voru notuð
í síldinni.
FLOTBRYGGJUR GERÐAR
ÚR TREFJAPLASTI
Stærsta verkefni fyrirtækis-
ins til þessa er rafmagnsein-
angrun fyrir Álverið í
Straumsvík, Bátar, kör og
tunnur fyrir matvælaiðnaðinn,
brunnar fyrir hitaveitu og
vaskar fyrir fjós, — allt eru
þetta framleiðsluvörur frá
Trefjaplasti að ógleymdum
sundlaugum.
Árið 1966 smíðaði Trefja-
plast sundlaug fyrir Blöndu-
ósbúa og er FV heimsótti verk-
smiðjuna fyrir skömmu var
verið að móta aðra. laug og
FV 9 1972
33