Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1972, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.09.1972, Blaðsíða 27
Meðaltekjur í Reykjavík 10,967 kr. hærri á íbúa en landsmeðaltal Búsetutilfærsla frá IVorfturlandi 9®/q af núverandi íbúafjölda síftasta áratug Samstarfsnefnd Alþýðusam- bands Norðurlands og Fjórð- ungssambands Norðlendinga ákvað á síðasta hausti að koma á allsherjarráðstefnu um at- vinnumál Norðurlands. Til ráð- stefnunnar voru boðaðir full- trúar sveitarstjórna og verka- lýðsfélaga á Norðurlandi. Fyr- ir þessa ráðstefnu var safnað skýrslum um atvinnuástandið í þéttbýlisstöðum á Norður- landi, upplýsingum um at- vinnuleysi, búsetuþróun o. fb Með þessum hætti fékkst í einu lagi yfirgripsmikið yfir- lit um atvinnumálin á Norður- landi. Fyrir áskorun þessarar ráðstefnu hefur ríkisstjórnin skipað nýja atvinnumálanefnd fyrir Norðurland, með' tveim- ur fulltrúum frá Fjórðungs- sambandi Norðlendinga og tveimur fulltrúum frá Alþýðu- sambandi Norðurlands. For- maður nefndarinnar er Stefán Guðmundsson framkvæmda- stjóri, Sauðárkróki, sem skip- aður er af ríkisstjóminni. Á þessari ráðstefnu komu fram t.illögur um stofnun sér- stakrar iðnþróunarnefndar. Iðn- þróunarstofnunin hefur nú heitið því að gangast fyrir sérstökum iðnkönnunarfundum í samráði við Fjórðungssam- bandið á nokkrum stöðum á Norðurlandi. Jafnframt má bú- ast við því að gerð verði eins konar landshlutaáætlun um iðnþróun fyrir Norðurland innan heildar iðnþróunaráætl- unar fyrir landið. STAÐA BYGGÐAÞRÓUNAK. Komu þessar upplýsingar fram í skýrslu framkvæmda- stjóra Fjórðungssambands Norðlendinga, Áskels Einars- sonar, er hann flutti á þingi sambandsins á Akureyri. í skýrslu sinni vék fram- kvæmdastjórinn einnig að stöðu byggðaþróunarinnar á Norðurlandi og gat nokkurra áhugaverðra upplýsinga í því sambandi: „Meðal þeirra upplýsinga, sem lagðar voru fyrir atvinnu- málaráðstefnuna í vetur, voru gagnmerkar upplýsingar um atvinnuþróun á Norðurlandi. Samkvæmt þessum upplýs- ingum áætlunardeildar er bú- setu tilfærsla frá Norðurlandi á síðasta áratug um 9% af nú- verandi íbúafjölda þess. Um 82 % þeirra sem yfirgáfu Norður- land eru á vinnufærum aldri. Ungt fólk á aldrinum 15—30 ára er 52% af því fólki, sem yfirgaf Norðurland. Áætlunar- deildin spáir því að til 1985 muni Norðlendingum aðeins fjölga , um 0,7% á ári, þótt gert sé ráð fyrir 1,9% meðal- fjölgun á ári í landinu. Þetta þýðir það að gert er ráð fyrir að aðeins 36% af fjölgun á Norðurlandi hafi þar framtíðar- búsetu. Þessar tölur sýna á skýlausan hátt að Norðurland á langt í land að búa við eðli- lega byggðarþróun. í frum- drögum til hagskýrslna fyrir Norðurland má finna tölfræði- legar upplýsingar, sem varpa gleggra ljósi á þróunina, en hér er rúm til að gera. Megin skýringin er því sú, að öll íbúaaukningin, ásamt tilfærslu frumgreinanna leitar úrvinnslu og þjónustugreina. Þessar at- vinnugreinar í Norðurlandi eru ekki nógu öflugar til að taka við aukningunni, og tilfærsl- unni. TEKJUTILFÆRSLAN TIL FAXAFLÓASVÆÐANNA. Þeirri skoðun er stundum haldið fram, að tekjur fólks á Faxaílóasvæðunum séu ekki hærri en úti á landi. Vafa- laust má finna byggðalög, þar sem tekjustigið er álíka hátt. En til þess að átta sig á raun- verulegu kjarastigi landsvæðis er eðlilegar að miða við íbúa- tekjur, en tekjur á framtelj- anda. Framtaldar einstaklingstekj- ur á landinu 1971 voru 25,652 millj. kr. sem svarar til 125,- 391 kr. á íbúa. í Reykjavík voru ineðaltekjur á íbúa um 10.967 kr. hærri en landsmeðal- tal og á Reykjanesi 563 kr. hærra. Reykjavík hefur 3,5% hærri hlutdeild í heildartekj- um en íbúahlutfall sitt og Reykjanes 0,1% hærra hlut- fall. Tilfærslan er 3,6% eða 880 milij. króna. Þetta þýðir að í öðrum landshlutum vant- ar 10.387 kr. á íbúa til að ná þjóðarmeðaltali í tekjum. Þetta munar vísitölufjölskylduna um 40 þúsund kr., og er 8,28% kjaraskerðing miðað við þjóð- armeðaltal. Tekjutilfærslan frá öðrum landshlutum er þannig: 43% kemur frá Norð- urlandi um 21% frá Vestur- landi, 21% frá Austurlandi, 7,5% frá Vestfjörðum og 7,5% frá Suðurlandi. Á Austurlandi vantar 13,1% 'á meðaltekjur á íbúa, til þess að ná landsmeðaltali, á Vesturlandi 9,7%, Norðurlandi 9,5%, Vestfjörðum 7,0% og Suðurlandi 4,7%. Það þarf eng- an að undra þótt fólk sem býr við allt að 13% lakari íbúatekjur hyggi á búsetutil- færslu ef það á kost á betri kjörum annars staðar og lífsað- stöðu. Það er því augljóst að ungt fólk, sem aflað hefur sér undirbúnings og menntunar velji sér búsetu á þeim svæð- um þar sem þess bíður at- vinna við þess hæfi, og betri lífskjör. Sé litið á það á Norðurlandi hvermg tekjutilfærslan á sér stað er Ijóst að meðaltekjur á íbúa í íjórðungnum í úrvinnslu og þjónustugreinum er undir landsmeðaltali um 23,622 kr. á íbúa. Þetta hlutfall er vafa- laust ekki betra í öðrum lanas- hlutum utan Faxaflóasvæðis- ins. En þetta sýnir ljóslega að beina verður til Norðurlands þjónustufyrirtækjum og stói- efla iðnaðinn. Þetta er stór- tækasta leiðin til að halda við í horfinu og rétta aðeins við búseturöskunina. Hér er þó um slíkt þjóðarátak að ræða og röskun á núverandi skipu- lagi viðskipta- og atvinnuhátta í landinu að það nálgast byít- ingu.“ FV 9 1972 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.