Frjáls verslun - 01.09.1972, Page 27
Meðaltekjur í Reykjavík 10,967 kr.
hærri á íbúa en landsmeðaltal
Búsetutilfærsla frá IVorfturlandi 9®/q af núverandi
íbúafjölda síftasta áratug
Samstarfsnefnd Alþýðusam-
bands Norðurlands og Fjórð-
ungssambands Norðlendinga
ákvað á síðasta hausti að koma
á allsherjarráðstefnu um at-
vinnumál Norðurlands. Til ráð-
stefnunnar voru boðaðir full-
trúar sveitarstjórna og verka-
lýðsfélaga á Norðurlandi. Fyr-
ir þessa ráðstefnu var safnað
skýrslum um atvinnuástandið
í þéttbýlisstöðum á Norður-
landi, upplýsingum um at-
vinnuleysi, búsetuþróun o. fb
Með þessum hætti fékkst í
einu lagi yfirgripsmikið yfir-
lit um atvinnumálin á Norður-
landi. Fyrir áskorun þessarar
ráðstefnu hefur ríkisstjórnin
skipað nýja atvinnumálanefnd
fyrir Norðurland, með' tveim-
ur fulltrúum frá Fjórðungs-
sambandi Norðlendinga og
tveimur fulltrúum frá Alþýðu-
sambandi Norðurlands. For-
maður nefndarinnar er Stefán
Guðmundsson framkvæmda-
stjóri, Sauðárkróki, sem skip-
aður er af ríkisstjóminni.
Á þessari ráðstefnu komu
fram t.illögur um stofnun sér-
stakrar iðnþróunarnefndar. Iðn-
þróunarstofnunin hefur nú
heitið því að gangast fyrir
sérstökum iðnkönnunarfundum
í samráði við Fjórðungssam-
bandið á nokkrum stöðum á
Norðurlandi. Jafnframt má bú-
ast við því að gerð verði eins
konar landshlutaáætlun um
iðnþróun fyrir Norðurland
innan heildar iðnþróunaráætl-
unar fyrir landið.
STAÐA BYGGÐAÞRÓUNAK.
Komu þessar upplýsingar
fram í skýrslu framkvæmda-
stjóra Fjórðungssambands
Norðlendinga, Áskels Einars-
sonar, er hann flutti á þingi
sambandsins á Akureyri.
í skýrslu sinni vék fram-
kvæmdastjórinn einnig að
stöðu byggðaþróunarinnar á
Norðurlandi og gat nokkurra
áhugaverðra upplýsinga í því
sambandi:
„Meðal þeirra upplýsinga,
sem lagðar voru fyrir atvinnu-
málaráðstefnuna í vetur, voru
gagnmerkar upplýsingar um
atvinnuþróun á Norðurlandi.
Samkvæmt þessum upplýs-
ingum áætlunardeildar er bú-
setu tilfærsla frá Norðurlandi
á síðasta áratug um 9% af nú-
verandi íbúafjölda þess. Um 82
% þeirra sem yfirgáfu Norður-
land eru á vinnufærum aldri.
Ungt fólk á aldrinum 15—30
ára er 52% af því fólki, sem
yfirgaf Norðurland. Áætlunar-
deildin spáir því að til 1985
muni Norðlendingum aðeins
fjölga , um 0,7% á ári, þótt
gert sé ráð fyrir 1,9% meðal-
fjölgun á ári í landinu. Þetta
þýðir það að gert er ráð fyrir
að aðeins 36% af fjölgun á
Norðurlandi hafi þar framtíðar-
búsetu. Þessar tölur sýna á
skýlausan hátt að Norðurland
á langt í land að búa við eðli-
lega byggðarþróun. í frum-
drögum til hagskýrslna fyrir
Norðurland má finna tölfræði-
legar upplýsingar, sem varpa
gleggra ljósi á þróunina, en
hér er rúm til að gera. Megin
skýringin er því sú, að öll
íbúaaukningin, ásamt tilfærslu
frumgreinanna leitar úrvinnslu
og þjónustugreina. Þessar at-
vinnugreinar í Norðurlandi eru
ekki nógu öflugar til að taka
við aukningunni, og tilfærsl-
unni.
TEKJUTILFÆRSLAN TIL
FAXAFLÓASVÆÐANNA.
Þeirri skoðun er stundum
haldið fram, að tekjur fólks
á Faxaílóasvæðunum séu ekki
hærri en úti á landi. Vafa-
laust má finna byggðalög, þar
sem tekjustigið er álíka hátt.
En til þess að átta sig á raun-
verulegu kjarastigi landsvæðis
er eðlilegar að miða við íbúa-
tekjur, en tekjur á framtelj-
anda.
Framtaldar einstaklingstekj-
ur á landinu 1971 voru 25,652
millj. kr. sem svarar til 125,-
391 kr. á íbúa. í Reykjavík
voru ineðaltekjur á íbúa um
10.967 kr. hærri en landsmeðal-
tal og á Reykjanesi 563 kr.
hærra. Reykjavík hefur 3,5%
hærri hlutdeild í heildartekj-
um en íbúahlutfall sitt og
Reykjanes 0,1% hærra hlut-
fall. Tilfærslan er 3,6% eða
880 milij. króna. Þetta þýðir
að í öðrum landshlutum vant-
ar 10.387 kr. á íbúa til að ná
þjóðarmeðaltali í tekjum. Þetta
munar vísitölufjölskylduna um
40 þúsund kr., og er 8,28%
kjaraskerðing miðað við þjóð-
armeðaltal. Tekjutilfærslan
frá öðrum landshlutum er
þannig: 43% kemur frá Norð-
urlandi um 21% frá Vestur-
landi, 21% frá Austurlandi,
7,5% frá Vestfjörðum og 7,5%
frá Suðurlandi.
Á Austurlandi vantar 13,1%
'á meðaltekjur á íbúa, til
þess að ná landsmeðaltali, á
Vesturlandi 9,7%, Norðurlandi
9,5%, Vestfjörðum 7,0% og
Suðurlandi 4,7%. Það þarf eng-
an að undra þótt fólk sem
býr við allt að 13% lakari
íbúatekjur hyggi á búsetutil-
færslu ef það á kost á betri
kjörum annars staðar og lífsað-
stöðu. Það er því augljóst að
ungt fólk, sem aflað hefur sér
undirbúnings og menntunar
velji sér búsetu á þeim svæð-
um þar sem þess bíður at-
vinna við þess hæfi, og betri
lífskjör.
Sé litið á það á Norðurlandi
hvermg tekjutilfærslan á sér
stað er Ijóst að meðaltekjur á
íbúa í íjórðungnum í úrvinnslu
og þjónustugreinum er undir
landsmeðaltali um 23,622 kr.
á íbúa. Þetta hlutfall er vafa-
laust ekki betra í öðrum lanas-
hlutum utan Faxaflóasvæðis-
ins. En þetta sýnir ljóslega að
beina verður til Norðurlands
þjónustufyrirtækjum og stói-
efla iðnaðinn. Þetta er stór-
tækasta leiðin til að halda við
í horfinu og rétta aðeins við
búseturöskunina. Hér er þó
um slíkt þjóðarátak að ræða
og röskun á núverandi skipu-
lagi viðskipta- og atvinnuhátta
í landinu að það nálgast byít-
ingu.“
FV 9 1972
25