Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1972, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.09.1972, Blaðsíða 44
legt, að heita vatnið muni nægja hátt í tíu ár. —• Hér er líka verið að byggja skólamannvirki, sagði Hákon. Bygging gagnfræða- skóla hófst 1966 og er verið að auka við kennslurýmið. Nemendur í skólanum eru 150, margir unglingar úr sveitun- um, sem búa hér á einkaheim- ilum yfir skólatímanna. Nú er hins vegar í bígerð að koms upp heimavist við skólann. SKUTTOGARAÚTGERÐIN HEFUR GENGIÐ BÆRILEGA. — Sauárkrókur er orðinn meir en nógu stór sem þjón- ustustaður, heldur Hákon á- fram. Það er því brýnt mál, að hlúð verði betur að fram- leiðsluíyrirtækjunum eins og frystihúsunum og jafnframt skapaðir möguleikar fyrir nýj- an atvinnurekstur. Þegar ég fluttist hingað 1966 voru að- eins gerðir smáir bátar út héð- an og frystihúsin var ekki hægt að reka nema þegar gaf og þeir fengu einhvern afla. Mikill afli barst á land 1969— 70 og þá lögðu hér upp ýmsir aðkomubátar. Nú höfum við eignazt skuttogara, Hegranesið, sem er 380 tonn. Togarinn var keyptur frá Frakklandi og hef- ur nú verið gerður út í tæp tvö ár. Hefur gengið bærilega, þó að fiskurinn í sjónum sé minni en hann var áður. Tog- arinn er eign Útgerðarfélags Skagfirðinga með þátttöku bæjarfélagsins og frystihús- anna tveggja, húss kaupfélags- ins og hins, sem er í eigu hlutafélagsins Skjaldar. FÓLKI FJÖLGAR í BÆNUM. íbúar á Sauðárkróki eru nú 1649. Til samanburðar má geta þess, að áiið 1967 voru íbúar þar 1404 cg árið 1969 voru þeir 1507. Þessi fjölgun á með- al annars rót sína að rekja til þess, að fólk hefur flutt úr sveit- unum til Sauðárkróks, eink- anlega eldra fólkið, sem þang- að leitar ti] að geta notið heil- brigðisþjónustunnar. Til þess að mæta þessari þörf betur er einmitt nú verið að byggja á sjúkrahússlóðinni húsnæði íyr- ir aldrað fólk, sem njóta þarf heilsugæzlu. Það er Skaga- fjarðarsýsla og Sauðárkroks- bær, er að þessu standa ásamt kirkjusamtökunum í Skaga- firði. Verða reistar fjórar litlar íbúðir til að byrja með. Ólafsfjörður: Undirbúa stofnun spóna- verksmiðju Samtal við Ásgrím Hartmannsson, bæjarstjóra Asgnmur Hartmannsson í Ólafsfirði er búinn að gegna embætti bæjarstjóra lengur en nokkur annar, er því starfi gegnir á íslandi. Hann tók við bæjarstjórastöðunni árið 1946 og hefur í henni verið ó- slitið síðan. FV verzlun ræddi við Ás- grím á dögunum og spurði hann um atvinnuástandið í bænum og hvort einhverjar nýjungar væru fyrirhugaðar í atvinnurekstrinum. Ásgrímur Hartmannsson. TVEIR NÝIR SKUTTOGARAR. — í Ólafsfirði hefur verið tímabundið atvinnuleysi, sagði Ásgrímur. eða frá nóvember fram í febrúar. Var það með meira móti á s.l. ári, en þá var mikill aflaskortur hjá minni bátunum og þrír bátar seldir burtu. Voru um 80 manns á atvinnuleysisskrá. Nú ætti hins vegar úr að rætast, því að verið er að smíða skuttogara fyrir Ólafsfirðinga í Japan. Sá verður 500 tonn og kostar 120 milljónir. Það er Hraðfrystihús Ólafsfjarðar, Hraðfrystihús Magnúsar Gamalíelssonar og bærinn, sem togarann kaupa en hann á að verða tilbúinn á næsta ári. Kaup á öðrum skuttogara hafa verið afráðin. Það er hlutafélagið Sæberg, sem ætlar að kaupa franskan togara, sem verður nokkru stærri en sá japanski. SPÓNAVERKSMIÐJA í UNDIRBÚNINGI. Af öðrum áformum má nefna, að verið er að undirbúa stofn- un spónaverksmiðju í Ólafs- firði og er það verkfræðiskrif- stofa Guðmundar Óskarssonar í Reykjavík, sem vinnur að athugunum í því sambandi. Er ráðgert að stofna um verk- smiðjuna hlutafélag en leitað hefur verið eftir lánum, fyrst og fremst hjá iðnþróunarsjóði. Hefur dráttur orðið á fyrir- greiðslu en áætlað er að verk- smiðjan kosti um 60 milljónir. Gera menn sér vonir um að spónaverksmiðjan gæti veitt 30—40 manns atvinnu, ef henni tækist að ná 30% af spónamarkaðinum hér innan- lands eins og stefnt mun vera að. Hefur bæjarstjórnin haft forgöngu um athugun á þess- um málum. HÚSNÆÐISSKORTUR. Ásgrímur sagði töluvert á- berandi, að fólk úr Reykjavík vildi flytjast til Ólafsfjarðar en það strandaði á því, að hörgull er á húsnæði þar nyrðra. íbúar á Ólafsfirði eru um 1100 og hefur fólksfjölgun verið mjög hægfara hin síð- ustu ár. Mikið er þó byggt en þrátt fyrir það er skortur á húsnæði. Er flutt í 5—10 nýj- ar íbúðir á ári og er það eink- um ungt fólk á staðnum sem í þær flyzt. 42 FV 9 1972
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.