Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1972, Qupperneq 25

Frjáls verslun - 01.09.1972, Qupperneq 25
Fjórðungssamband IVorðlendinga: Vilja aukið umsagnarvald og vissa umdæmisstjórnsýslui Spjallað við Áskel Einarsson framkv. stj. Fjórðungssamband Norð- lendinga er um 14 ára gam- alt. Aðild að því eiga kaup- staðirnir, sýslufélögin og hreppar á Norðurlandi, og er höfuðmarkmið þess að sameina sýslu- og sveitar- félög í fjórðungnum um hagsmuna- og menningarmál sín og stuðla að því, að þau komi fram sem ein heild út á við, hvort heldur um er að ræða sameiginleg hagsmunamál fjórðungsins alls eða einstakra sveitar- félaga og byggðarlaga. Framkvæmdastjóri Fjórð- ungssambands Norðlendinga er Áskell Einarsson. Við spurðum hann, hvort starf fjórðungssambandsins og annarra landshlutasamtaka væri beinlínis liður í þeirri þróun að skipta landinu í fylki með ákveðnu sjálfs- forræði. — Ég persónulega er þeirrar skoðunar, að það ætti að taka upp gömlu ömt- in aftur, sagði Áskell. En það sem landshlutasamtökin stefna að, er að fá aukið umsagnarvald og vissa um- dæmisstjómsýslu 1 hendur. Náið samstarf hefur þegar tekizt við þingmenn Norð- urlands og þeir sitja liér fjórðungsþing okkar sem gestir og hlýða á fulltrúa fjalla um helztu hagsmuna- mál fjórðungsins. En þcgar talað er um stjórnsýsluna eigum við einkanlega við það, að komið verði á fót sjálfstæðum stofnuniun í fjórðungnum, sem fari með yfirstjórn t.d. fræðslumála, vegamála og hafnarmála fyrir hann. — Er hægt að benda á einhver mál, sem nýlega hafa verið á döfinni, og sýna það og sanna,, að starf fjóðungssambandsins sé ein- hvers virði? — Já. Við teljum, að tals- verður árangur hafi náðst í sambandi við meðferð raf- orkumálanna, því að á fjórð- ungsþinginu nú í byrjun september var fallizt á á- lyktun, sem gerir ráð fyrir Norðurlandsvirkjun með að- ild ríkis og sveitarfélaga til hclminga, að hagkvæmasti möguleiki verði valinn og heimastjórn verði á raf- magnsveitum ríkisins. Þá hafa á vegum fjórð- ungssambandsins verið gerð- ar ákveðnar tillögur í flug- vallamálum. Þær eru á þá leið, að Akureyrarflugvöll- ur verði lengdur í 2300 metra en í Aðaldal og Skagafirði verði gerðir flug- vellir fyrir fullhlaðnar Fokk er-Friendship-flugvélar með möguleika á enn frekarí stækkun. Áskell Einarsson. — Verður vart ágreinings milli fulltrúa þeirra tveggja kjördæma, sem fjórðungs- sambandið samanstendur af? — Nei, og samstarfið við þingmennina hefur verið mjög gott eins og ég vék að áður. Hér er staða sýsln- anna sem slíkra veigamikil. Þær hafa staðið að ýmsum framfaramálum, eins og í sjúkrahúsamálum, í sam- vinnu við kaupstaðina. Þess vegna er gert ráð fyrir að- ild sýslufélaganna að sam- bandinu umfram það, sem tíðkast í öðrum landshluta- samtökiun. j * ljsleiidiiigur - Isafold er blað IVorðlcmlinga Kemur iil vikulcga og íhiiir nýjiisbi fréitir lir fídrðiiiigiiiim Ájskriftarsímar: Akureyri 21.» 00 Keykjavík 31183 FV 9 1972 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.