Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1973, Side 27

Frjáls verslun - 01.01.1973, Side 27
BOÐMIÐLUN Auglýsingar eru ein tegund upplýsinga eða boða, sem fyr- irtæki sendir á markaðinn. Sendandi boðanna vill yfirleitt fá vitneskju um, hvort boðin hafa komizt til skila og hvern- ig þeim hefur verið tekið. Þetta má með nokkurri ein- földun útskýra með eftirfar- andi hætti: hlítar, en varðandi tímasetn- ingu og tíðni auglýsinga má benda á, að auglýsingar hafa hnignandi áhrif vegna gleymsku manna, en hins veg- ar að unnt er að yfirauglýsa. Við val miðla þarf ekki að vera um einn kost að ræða. Þannig getur auglýsing í blaði eða sjónvarpi gert starf sölu- mannsins auðveldara, ef hann Sendandi Seljandi Miðlun Auglýsingar Sölumenn Hvatningarleiðir Óbein eftirtekt Móttakandi Hópur kaupenda Auglýsingar eru því ein tek- und söluörvunar og söluörvun er hluti af boðmiðlun. Fyrir- tækið leitar eftir margs kon- ar upplýsingum utan (sem inn- an) fyrirtækisins og sendir frá sér önnur boð, t.d. í sam- bandi við innkaup, milliliði og markmið fyrirtækisins. Þess vegna hefur þróazt sérstakt svið á síðari árum, sem kallað er boðmiðlun (kommunika- tionsteori). HÖNNUN AUGLÝSINGA O.FL. Eins og um önnur skilaboð, er æskilegt, að auglýsingar full- nægi eftirtöldum skilyrðum: 1. Skilaboðin séu þannig úr garði gerð og send, að þau komist á leiðarenda og veki athygli. 2. Notuð séu skiljanleg tákn, sem ekki leiði til rangtúlk- unar. 3. Skilaboðin eiga að „vekja upp“ þarfir hjá móttakanda og benda honum jafnframt á leið til að fullnægja þeim. 4. Boðin þurfa að vísa móttak- anda veginn á réttum tíma, þegar hann tekur við sér. Mjög er mismunandi, hve miklu fyrirtæki verja til aug- lýsinga og hvernig þau ákveða það. Miðlaval þeirra getur og verið breytilegt. En fyrirtæki þarf ekki aðeins að ákveða, hve miklu á að verja til auglýsinga, heldur einnig, hvernig á að auglýsa, hvaða miðil á að nota, hvernig á að dreifa auglýsing- um yfir tímann og hvernig mæla á árangurinn. Ekki er unnt að ræða þessi atriði hér til Endurfærsla upplýsinga getur skirskotað til hennar. Kynning í hljóðvarpi, sem fylgt er eftir í sjónvarpi, get- ur verið afar áhrifarík. Oft er erfitt að mæla árang- ur auglýsinga með nákvæmum hætti, en það hlýtur að vera æskilegt fyrir fyrirtækið að fá samanburð við aðrar söluörv- unarleiðir og vitneskju um arðsemi þess að verja fé til auglýsinga. Þetta er þó oft erfitt. eins og um aðrar mæl- ingar á hagsviðinu, því að yf- irleitt hafa fyrirtækin beitt öðrum sölutækjum samtímis, eða þá aðstæður á markaðnum hafa breytzt. Til gamans má geta þess, að í Bandaríkjunum er starfandi sérstakur iðnaður „the ratings industry“. Hann mælir vin- sældir þátta í sjónvarpi (við misjafnan orðstír), og eru sýn- ingar þátta miðaðar við niður- stöðurnar, svo og greiðslur til skemmtikrafta og auglýsinga- taxtar. ERU AUGLÝSINGAR ÓNAUÐSYNLEGAR? Þeir, sem foirdæma auglýs- ingar skilyrðislaust, bera ekki skynbragð á innviði efnahags- lífsins og þær breytingar, sem orðið hafa á því á undanförn- um áratugum. Þetta sést bezt með því að velta því fyrir sér, hvað fyrirtækin mundu gera, að auglýsingum slepptum. Þau mundu áreiðanlega verja meiru í aðra söluöörvunar- leiðir, sölumenn og hvatningu. Ef gert er ráð fyrir, að þau eyddu jafnmiklu í heild og áður í söluörvun, en salan ím UTGARÐUR VEITINGASALA ÁLFHEIMUM 74 SÍMI 85660 sr-r; ,w..iwas« b GRILLRÉTTIR KJÚKUNGAR HAMBORGARAR O.FL. TÍBONSTEIK ~ TORNEDO & FILLE „RÉTTUR DAGSINS“ •Á HAGKVÆMU VERÐÍ ÚRVALS KÖKUR FRÁ EIGIN KONDITORI wm SENDUM HEIM „KÖLD BORГ & HEITA RÉTTI PANTIÐ VEIZLUMATINN HJÁ OKKUR KOMIÐ OG BORÐIÐ Á RÓLEGUM STAÐ SÉRSTÖK „FJÖLSKYLDUMÁLTlÐ" ÁSUNNUDÖGUM AFGREIÐUM FAST FÆÐI TIL VINNUHÓPA NESTI FYRIR FERÐAHÓPA OG EINSTAKLINGA UTGARÐUR VEITINGASALA ÁLFHEIMUM 7í SÍMI 85660 FV 1 1973 27

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.