Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1973, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.01.1973, Blaðsíða 44
Opinberar stofnanir sinni upplýsingaskyldu sinni gagnvart almenningi * Alit Halldórs Guðmundssonar auglýsingastjóra hjá auglýsingastofu Gísla B. Björnssonar Flestar stærri auglýsinga- stofur landsins hafa í sinni þjónustu auglýsingastjóra, sem er tengiliður milli stof- unnar, auglýsandans og aug- lýsingamiðilsins. Einn af þessum mönnum er Halldór Guðmundsson, auglýsinga- stjóri hjá Gísla B. Björns- syni. FV ræddi við Halldór nýlega um störf auglýsinga- stjórans og auglýsingar al- mennt. — Hvað er þitt starf Halldór?^ — Mitt starf er m.a. fólgið í því að vera „kontaktmaður" við flesta þá aðila, sem skipta við auglýsingastofuna, þ. e. a. s. auglýsandann, fjölmiðlana, myndamótagerðir, prentsmiðjur og fleiri aðila, sem á einn eða annan hátt tengjast auglýsinga- gerð eða auglýsingastarfsemi. Höfuðþáttur starfsins eru sam- skiptin við fyrirtækin sem við önnumst auglýsingar fyrir. Þau samskipti eru fólgin í mótun auglýsingaáætlunar, þar sem fram kemur kostnaðarskipting, og hvernig verja eigi auglýs- ingafénu, fullvinnslu hennar og útfærslu, og eftirliti. Þegar gerð er auglýsingaáætl- un, og lagt á ráðin um gerð auglýsinga, hvort heldur sem er fyrir blöð, sjónvarp, eða ann- að, þá tengjast teiknararnir inn í dæmið, kvikmyndatökumaður- inn, textamaðurinn og fleiri, sem vinna sameiginlega að gerð auglýsingarinnar. Þess vegna er stór hluti starfsins einnig sam- tenging allra þessara þátta, sem til þarf til þess að augiýsing verði til. — Hefur þú oftar samband við miðlana en þeir við þig? — Auglýsingastjórar dagblað- anna sérstaklega, vita sem er, að ef ráð hefur verið fyrir þeim gert í plani, þá kemur pöntun á birtingu sjálfkrafa, ef hins vegar ekki, þá vita þeir að lítið gagnar að hringja. Ég vil að það verði venja, að pöntun á birtingu komi frá okkur, en menn hætti þessu betli um auglýsingar til birt- ingar í hvers kyns ritum, sem eru vita gagnslaus sem auglýs- ingamiðlar, oft á tíðum í 2—300 eintökum. Halldór: „Nauðsynlegt, að þeir, sem að auglýsingum vinna, séu meðvitandi um ábyrgð sína." — Mikil ásókn? Þetta er slík plága, að núna síðustu mánuð- ina hefur varla verið vinnufrið- ur fyrir þessum sníkjum, og það sem meira er, að þetta virðist fara stöðugt vaxandi. Það næg- ir ekki orðið lengur að hver skóli gefi út auglýsingablað, sem fylla þarf með auglýsing- um, heldur eru árgangarnir inn- an skólanna í sumum tilfellum farnir að gefa út hver sitt blað. Þá eru ótaldir stjórnmálaflokk- arnir, „stjórnmálafélög unga fólksins“, íþróttafélögin, og svo auðvitað sá aragrúi tímarita, sem kemur út misjafnlega reglulega yfir allt árið. Sem dæmi til að sýna hversu langt þetta gengur, og fyrirtæki eiga illt með að verjast þessari á- sókn, er fyrirtæki, sem nú er í viðskiptum við olckur, en það varði um 600 þús. kr. til aug- lýsinga 1970, og fór með stærst- an hluta þeirrar fjárhæðar í „miðla“ af þessu tagi, sem áður eru nefndir, og hafði þar af leiðandi sáralítinn árangur eft- ir. Nú er þetta vandamál hins vegar úr sögunni, hvað þennan aðila snertir og ef litið er á árangurinn þá er breytingin gíf- urleg. — Hvað með dreifbýlisblöð- in? — Þau flokkast einnig undir betliblöð, með þeirri undan- tekningu þó, að stundum kemur fyrir, að gott er að grípa til þeirra. Þegar við vorum með auglýsingaherferð fyrir Hótel Esju t.d., voru þau notuð, en yfirleitt er nóg að nota stærstu auglýsingamiðlana, þessir miðl- ar ná til alls landsins. — Halldór, hvað er auglýs- ing? — Auglýsing er tæki til þess að koma á framfæri t.d. vöru, þjónustu eða skoðunum. Tæki til þess að vekja athygli á ein- hverju þannig að áhrifin leiði til athafnar og/eða afstöðu- breytingar; sem þýðir að loka- tilgangur auglýsingar er ætíð salan, hvað svo sem verið er að selja, — vörur eða skoðanir. — Hvernig á auglýsingin að vera til þess að hún skili til- ætluðum árangri? — við Þessu er ekki til neitt algilt svar. Eg tek undir það sem sagt hefur verið, að sú ein auglýsing sé góð, sem selur; 44 FV 1 1973
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.