Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1973, Page 47

Frjáls verslun - 01.01.1973, Page 47
isins, sjúkrasamlög o. fl. stofn- anir sem fólk á samskipti við. Þá þarf ríkið að koma laga- breytingum og nýjum lögum betur á framfæri með því að birta kafla úr þeim á læsilegan og aðgengilegan hátt í auglýs- ingaformi. Á Norðurlöndum rík- ir víðtækari upplýsingaskylda gagnvart almenningi. sem náð hefur tilgangi sínum. — Hvað finnst þér um aug- lýsingarnar gegn tóbaksnotk- un? Framkvæmd þess máls er frá upphafi þannig, að slembi- lukka ein ræður, hvort her- ferðin skilar einhverjum ár- angri eða ekki. Blaðaauglýs- ingarnar, sem eru illa unnar, mér liggur við að segja óunn- ar, hafa á þessum stutta tíma, síðan herferðin fór af stað, ver- ið af mörgum mismunandi gerðum, án nokkurs sýnilegs samhengis, ekki er heldur um að ræða tengingu við þær sjón- varpsauglýsingar, sem notaðar hafa verið. Þá er mér hulin ráðgáta, hvað lagt er til grund- vallar í dreifingu auglýsing- anna og skiptingu þeirra milli miðla. Svo hefur verið að sjá, að hvaða blað sem er, eigi rétt á birtingu auglýsinga gegn reykingum, hversu ómerkilegt sem það annars er. Ég vil vekja athygli á þessari staðreynd, að hér er verið að ráðstafa al- mannafé, mínum peningum, þínum — sameign okkar allra. Fólki þætti sjálfsagt illt til þess að vita, og myndi mót- mæla, ef skolað væri niður um salerni svo og svo miklu úr sameiginlegum sjóði lands- manna. Ég sé ekki, að þarna sé eðlismunur á, heldur fyrst og fremst spurning um aðferð við að sóa peningum. Fyrst verið var að setja lög um bann við tóbaksauglýsingum, þá á að fylgja því eftir, það er ekki gert. Og úr því að einnig var lögfest, að verja ákveðnum hluta af tekjum tóbakssölunn- ar gegn reykingum, þá bar þeim aðilum, sem falið var að annast framkvæmdina, að gera allt, sem mögulegt væri til þess að fjármagnið nýttist í baráttunni gegn reykingum. Þetta var hiklaust verkefni fyrir auglýsingastofur, sem þurfti að vinna að í fullri al- vöru, en þess í stað var starfs- manni við opinbera stofnun falið verkefnið. — Hvers vegna var ekki auglýsingastofu falið verk- efnið? Ástæðan fyrir því, að verk- efnið fór aldrei inn á auglýs- ingastofu til vinnslu, var sú, að pólitíkusar máttu ekki til þess hugsa, að dreifing auglýsing- anna yrði í höndum auglýs- ingastofu, því þar með yrði útséð um, að ekki yrði hægt að skipta ráðstöfunarfénu bróð- urlega á milli sín. — Hver sér um framkvæmd- ina af hálfu hins opinbera? Framkvæmdin er í höndum Hvað mundir þú gera, ef þú ynnlr milljón í Happdrætti SfBS? .ÖlflSHí Við fjölgum í ár þeim vinningum sem koma sér bezt, ekki fáum svimandi háum. Vinningsupphæðin hækkar um 25 milljónir, sem fara mest í 500 og 200 og 100 þúsund kr. vinninga. Og 10 þúsund kr. vinningum fjölgar um helming. Vinningslíkur eru hvergi meiri. Miðaverð 150 kr. Verið með og gerið 1973 að happaári. Happdrætti SfBS — vinningur margra, ávinningur allra. BORGA/ ffúsBH FV 1 1973 47

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.