Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1973, Síða 54

Frjáls verslun - 01.01.1973, Síða 54
Olafur Stephensen, framkvæmdastjórt Argusar: Það má ekki gutla á neinum „Nútímaauglýsingar leitast við að leiðbeina almenningi við val á vörum, hugmyndum eða þjónustu, — fremur en að selja ákveðnar vörutegundir.“ Þannig hljóðaði vígorð eins helzta auglýsingafyrirtækis Bandaríkjanna fyrir tuttugu ár- um. Tímarnir hafa breytzt. í dag er auglýsingin, sem birt- ist í fjölmiðlum, aðeins einn hluti nauðsynlegs kostnaðar við markaðssetningu vörunnar —■ ásamt sölumanninum, akstri, vörugeymslu, tryggingum, fjár- mögnun, o.s.frv. Þjóðfélag, sem býr við heilbrigt álagningar- og verðlagskerfi, gerir ráð fyr- ir auglýsingakostnaði í sam- bandi við sölu og dreifingu vör- unnar, enda stuðli auglýsingin að aukinni veltu, og þar með lækkun neytendaverðs. Auglýsingahættir hafa einn- ig breytzt. Sérmenntað auglýsingafólk. Árangursríkustu auglýsinga- herferðirnar eru nú unnar af sérmenntuðu auglýsingafólki, hugmyndasmiðum, teiknurum, textahöfundum, dreifingarfólki, o. s. frv., sem reynir að leysa vandamál sölu og vörukynn- ingar í samstarfi við sölustjóra framleiðandans eða innflytjand- ans. Þannig er sérþekking aug- lýsingafólksins, og þekking sölustjórans á vöru sinni, nýtt sameiginlega til hins ýtrasta. Hugmyndir í sambandi við aug- lýsingamál byggjast ekki lengur á ritleikni textahöfundar eða dráttleikni teiknarans einvörð- ungu. Flestar hugmyndir sjá dagsins ljós í vinnuhópum; hug- myndir, sem síðan eru nýttar til að koma vörunni á réttan markað; til að kynna vöruna og kosti hennar; til að selja hana til þess að starfshóp- arnir, vanalega 2 til 6 menn, geti unnið starf sitt á sem bezt- an hátt, styðjast þeir við sölu- skýrslur, framleiðslutölur, og upplýsingar um markaðsmögu- leika. Oft eru gerðar minni háttar markaðsathuganir, en við umfangsmeiri markaðs- kannanir leitar Argus til Hag- vangs h.f., sem hefur á að skipa sérmenntuðum markaðsfræð- ingi. Ef þörf krefur leitar Arg- us til erlendra auglýsingafyrir- Ólaíur: ,,Auglýsingaíyrirtceki er smiður hugverksins." tækja, svo sem Leo Burnett International, eða Ogilvy Ben- son & Mather Limited. Margþætt starfsemi. Starfsfólk auglýsingastofu starfar því ekki aðeins að teikn- un og uppsetningu blaðaauglýs- inga. Starfið er ekki síður fólg- ið í ráðgjöf, úrvinnslu hug- mynda, kvikmyndagerð, hönn- un útlits umbúða, samstarfi við blaðafulltrúa fyrirtækja varð- andi „andlit fyrirtækisins“ og endurnýjun þess hluta fyrir- tækisins, sem snýr að hinum al- menna neytanda. En þar leik- ur upplýsingamiðlun, umbúðir og vöruheiti ósjaldan stórt hlut- verk. Til þess að auglýsingafyrir- tæki geti veitt viðskiptavinum sínum fullkomna auglýsinga- þjónustu, þarf það að hafa í þjónustu sinni sérmenntað starfslið í auglýsingagerð, ráð- gjöf um ráðstöfun auglýsinga- fjár, nýtingu auglýsinga, og í almenningstengslum. Það á að vera skilyrðislaus krafa í við- skiptalífinu, að auglýsingafyr- irtæki geti skýrt stöðu fjöl- miðlanna á hverjum tíma, gef- ið ráðleggingar um byggingu auglýsingaherferða, stærðir auglýsinga og staðsetningu þeirra, lit, birtingafjölda, um- brot, myndskreytingar, fyrir- sagnir, leturgerð og meginmál, svarmiða, fyrirspurnatexta, o. s. frv. Nauðsynlegur liður í sölu og dreifingu. Það er dýrt að verzla við auglýsingafyrirtæki. Því neitar enginn. En flestir, ef ekki allir, sem notfæra sér fyllilega þjón- ustu auglýsingafyrirtækis, hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að auglýsingafyrirtæki myndi nauðsynlegan lið í sölu og dreif- ingu vörunnar. Jafnframt því geta auglýsingafyrirtæki sparað viðskiptavinum sínum ótrúlega mikið fé með gerð fjárhagsáætl- ana, sem miða að nýtingu aug- lýsingafjármagnsins á sem hag- kvæmastan hátt. Argus h.f. tekur að sér að gera auglýsingaáætlanir fyrir einstakar framleiðsluvörur eða fyrirtæki í heild. Er þá um að ræða gerð og útfærslu áætlun- arinnar og framkvæmd hennar. Þegar gerður er samningur um auglýsingaáætlun, er vana- legt að auglýsingafyrirtækið skuldbindi sig til að taka ekki að sér verkefni fyrir aðra aðila, sem talizt gætu í samkeppni við starfsemi viðskiptavinarins. Auglýsingaáætlun er oftast skipt í ákveðin tímabil, sem á- kvarðast af sölu, eftirspurn, dreifingarmöguleikum, o. fl. 54 FV 1 1973
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.