Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Page 33

Frjáls verslun - 01.06.1973, Page 33
og síðar Aðalverktökum var unnið að framkvæmdum fyrir alls um 5000 milljónir króna. — Einhver verkefni, sem fyrirhuguð voru á vegum varn- arliðsins, komust aldrei á framkvæmdastigið. Hver voru þau helztu? — Já. Það var t.d. um skeið talað um gerð flugvallar á Hellu, loftvarnabyssustæði á Suðurnesjum og höfn í Njarð- víkum. Hún var lengi til um- ræðu og gerðar um hana marg- ar kostnaðaráætlanir, fyrst upp a 23 millj. dollara en sú síðasta hljóðaði upp á 7 millj. dollara. Endanlega var svo hætt við allt saman 1956. Bandaríkjamenn höfðu líka á árunum 1955-57 uppi áform um að breikka Keflavíkur- veginn og malbika hann. Þá hugsuðu þeir sér að endurbæta gamla veginn og nota að mestu sama vegarstæðið. Ráðgert var að fullgera veginn til Reykja- víkur en hafa möguleika opna á gerð hans alla leið í Hval- fjörð. Meginástæðan fyrir því, að ekkert varð úr þessu var sú, að Bandaríkjamenn vildu flytja hingað sjálfir fram- kvæmdaherdeild, er vinna átti verkið á þremur mánuðum, enda vantaði herinn þá æfinga- verkefni. Deildin átti að hafa öll tæki með sér eins og hún væri í stríði og fara svo heim aftur með þau að verkinu loknu. Þó að íslenzk yfirvöld hafi hafnað þessum hugmynd- um er ekki fráleitt að ætla, að samningarviðræður hefðu getað leitt til þess, að islenzk- um aðilum hefði verið falið að gera þarna varanlegan fram- tíðarveg, sem Bandaríkjamenn kostuðu. — Svo kom að því, að þú stjórnaðir framkvæmdum við gerð' hins nýja Keflavíkur- vegar. — íslenzkir aðalverktakar buðust til að lána hluta af fjármagni til varanlegrar vegagerðar miðað við að henni yrði lokið í áföngum. Samið var um stutta áfanga, 10 kíló- metra í einu, og áttu ráðherr- arnir Ólafur Thors og Ingólfur Jónsson mestan þátt í að af þessu varð. Byrjað var 1960 við undirbúning en yfirlag steypt á tímabilinu 1962-65 og kostaði vegurinn 230-240 milljónir, ef vextir eru ekki reiknaðir með af þeim hlutum vegarins, sem byrjað var að Guðmundur ásamt Bandaríkjamönnum í fjarskiptastöð hersins, sem byggð var á Grænlandsjökli. Þarna var 25 stiga frost, er myndin var tekin. íbúðarhús í Holsteinsborg á Grænlandi, sem Guðmundur Einars- son reisti með lift-slab-tækjum í samvinnu við Svía. launia hér heima ekki nema þriðjungur af því sem í boði var vestan hafs. — Hvers konar framkvæmd- ir var þá unnið við á Velldn- um? — Sameinaðir verktakar sáu fyrst um margs konar bygg- ingarframkvæmdir, íbúðir, vöruhús og verkstæði, sem ætlað var að standa til mis- jafnlega langs tíma. í fyrstu voru eingöngu reist timburhús til íbúðar úr inn- fluttu efni frá Bandaríkjunum en fyrir atbeina Bjarna Bene- diktssonar, þáverandi utanrík- isráðherra var brugðið á það ráð að byggja úr innlendum byggingarefnum. Atvinna, sem af þessu hlauzt kom sér mjög vel fyrir þjóðar- búið, og voru menn ekk- ert að mikla fyrir sér pólitísk- ar skoðanir sínar þó að varnar- liðið ætti í hlut. Síldarleysi var fyrir norðan og minnist ég þess, að utanríkisráðherrann sendi fulla bíla með atvinnu- lausa menn frá Ólafsfirði og Siglufirði til starfa á Vellinum þegar ástandið var verst. Árið 1953 voru íslendingar í vinnu hjá Sameinuðum verk- tökum orðnir 1100 talsins og þar að auki nokkur hundruð hjá Hamilton-félaginu, sem var bandarískur verktaki þar. Á þeim 16 árum, sem ég starfaði hjá Sameinuðum verktökum FV 6 1973 33

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.