Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1974, Page 35

Frjáls verslun - 01.09.1974, Page 35
Viðskiptaferðir til Bandaríkjanna: Margþætt þjónusta og fyrirgreiðsla við erlenda gesti Viðskiptaráðuneytið og viðskiptafulltrúar í sendiráðum Bandaríkjanna skipuleggja ferðir kaupsýslumanna Þeim fjölgar alltaf kaupstefnunum og vörusýningunum í Bandaríkjunum, sem eru að fá á sig alþjóðlegan blæ, og um leið verða erlendir kaupendur og sýnendur meira áberandi í gesta- og þátttökuhópi. Bandaríska viðskiptaráðuneyt ið hefur í samvinnu við sendiráð Bandaríkj- anna erlendis, veitt útlendum kaupsýslumönnu m aðstoð við að skipuleggja þátttöku í vöru- sýningum og koma á beinum kynnum við starfsbræður þeirra vestan hafs. Skrifstofa viðskiptafulltrúa bandaríska sendiráðsins í Reykjavík gefur íslenzkum kaupsýslumönnum upplýsing- ar um sýningardaga, staði og framleiðslutegundir, sem sýnd- ar eru á öllum meiriháttar vörusýningum bandarískum. Viðskiptafulltrúinn getur gefið leiðbeiningar um hverjar þess- ara sýninga myndu reynast á- hugaverðastar fyrir kaupsýslu- menn á íslandi með tilliti til sérsviða þeirra. Hann mun ennfremur aðstoða við að koma á viðskiptasamböndum við framleiðendur og seljendur í Bandaríkjunum. KYNNIN G ARÞ J ÓNUST A. Af þeim 150 þýðingarmestu vörusýningum og kaupstefn- um, sem reglulega fara fram í Bandaríkjunum, hafa allmarg- ar komið á samstarfi sín á milli í kynningarmálum, svo- kallaðri V.I.P.-þjónustu, (visit, investigate, purchase). Var henni sérstaklega komið á fót fyrir erlenda viðskiptaaðila. Einn þáttur hennar er að skipuleggja ferðalög fyrir V.I.P.-gesti um Bandaríkin. Þeir hljóta sérstakar móttökur í skrifstofum vörusýningarhall- anna og fá þar meðal annars upplýsingarit með ítarlegri greinargerð um alla hugsan- lega hluti í sambandi við sýninguna. Öllum sýnendum hefur fyr- irfram verið gert viðvart um komu gestanna og þeir hvatt- ir til að bjóða þá velkomna og veita _ þeim alla fyrir- greiðslu. Á þessum sýningum eru líka fulltrúar viðskipta- ráðuneytisins og starfsmenn fjármálastofnana, sem eru þar til að veita ráðleggingar og að- stoð í sambandi við viðskipta- mál. Túlkar eru líka oft útveg- aðir fyrir fjölmenna hópa er- lendra gesta á sýningunum. Sumt af þessari þjónustu er einnig á boðstólum á öðrum sýningum en þeim, sem V.I.P.- kerfið tekur til. ÞÁTTUB VIÐSKIPTA- RÁÐUNEYTISINS. Viðskiptaráðuneytið banda- ríska getur líka, samkvæmt tilmælum viðskiptafulltrúans í sendiráðinu, skipulagt fundi erlendra kaupsýslumanna með mönnum vestan hafs. Þegar ferðaáætlunin er fullgerð ættu kaupsýslumenn að hafa sam- band við skrifstofu viðskipta- fulltrúans í bandaríska sendi- ráðinu til að fá ferðaáætlunina og stutt yfirlit yfir tilgang ferðarinnar er birt í „Comm- erce Today“, sem er tímarit ráðuneytisins. Það kemur út hálfsmánaðarlega og er sent til meira en 10.000 fyrirtækja og samtaka í Bandaríkjunum. Mörg þúsund forystumanna í viðskiptaheiminum vestan hafs lesa tímaritið reglulega, einkanlega þeir, sem áhuga hafa á viðskiptum við útlönd. Þá getur viðskiptafulltrúinn líka komið mönnum í sam- band við samtök verzlunar, viðskipta og iðnaðar. SKRIFSTOFUR í 43 BORGUM. Ef ferðinni er heitið til ein- hverra þeirra 43ja borga, þar sem skrifstofur á vegum bandaríska viðskiptaráðuneyt- isins eru starfræktar, ættu er- lendir kaupsýslumenn að heimsækja þær og hafa tal af sérfræðingum um erlend við- skipta- og verzlunarmál. Full- trúar á þessum skrifstofum geta líka kynnt erlendu gest- ina fyrir bankamönnum á staðnum, framleiðendum, dreifingaraðilum, starfsmönn- um verzlunarráðsins og öðrum, sem ætla mætti, að hefðu á- huga á milliríkjaviðskiptum. Á skrifstofum viðskiptaráðu- neytisins er ennfremur unnt að fá aðgang að mikilvævum, opinberum skýrslum, bækling- um og uppsláttarskrám. VIÐSKIPTARÁÐGJAFAR í WASHINGTON. íslenzkir gestir, sem koma til Washington D. C. geta haft samband við viðskiptaráðgjafa, sem hafa aðsetur í „Bureau of Domestic Commerce" í við- skiptaráðuneytinu. Heimilis- fangið er: 14th Street and Constitution Avenue. N. W., sími 967-2734. Sérfræðingar ráðuneytisins munu veita allar upplýsingar um sín sérsvið. Sé þess óskað, munu þeir koma mönnum í samband við starfsmenn stjórnarskrifstofa í höfuðborginni og ekki síður hjá verzlunarráði eða öðrum FV 9 1974 35

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.