Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1974, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.09.1974, Blaðsíða 35
Viðskiptaferðir til Bandaríkjanna: Margþætt þjónusta og fyrirgreiðsla við erlenda gesti Viðskiptaráðuneytið og viðskiptafulltrúar í sendiráðum Bandaríkjanna skipuleggja ferðir kaupsýslumanna Þeim fjölgar alltaf kaupstefnunum og vörusýningunum í Bandaríkjunum, sem eru að fá á sig alþjóðlegan blæ, og um leið verða erlendir kaupendur og sýnendur meira áberandi í gesta- og þátttökuhópi. Bandaríska viðskiptaráðuneyt ið hefur í samvinnu við sendiráð Bandaríkj- anna erlendis, veitt útlendum kaupsýslumönnu m aðstoð við að skipuleggja þátttöku í vöru- sýningum og koma á beinum kynnum við starfsbræður þeirra vestan hafs. Skrifstofa viðskiptafulltrúa bandaríska sendiráðsins í Reykjavík gefur íslenzkum kaupsýslumönnum upplýsing- ar um sýningardaga, staði og framleiðslutegundir, sem sýnd- ar eru á öllum meiriháttar vörusýningum bandarískum. Viðskiptafulltrúinn getur gefið leiðbeiningar um hverjar þess- ara sýninga myndu reynast á- hugaverðastar fyrir kaupsýslu- menn á íslandi með tilliti til sérsviða þeirra. Hann mun ennfremur aðstoða við að koma á viðskiptasamböndum við framleiðendur og seljendur í Bandaríkjunum. KYNNIN G ARÞ J ÓNUST A. Af þeim 150 þýðingarmestu vörusýningum og kaupstefn- um, sem reglulega fara fram í Bandaríkjunum, hafa allmarg- ar komið á samstarfi sín á milli í kynningarmálum, svo- kallaðri V.I.P.-þjónustu, (visit, investigate, purchase). Var henni sérstaklega komið á fót fyrir erlenda viðskiptaaðila. Einn þáttur hennar er að skipuleggja ferðalög fyrir V.I.P.-gesti um Bandaríkin. Þeir hljóta sérstakar móttökur í skrifstofum vörusýningarhall- anna og fá þar meðal annars upplýsingarit með ítarlegri greinargerð um alla hugsan- lega hluti í sambandi við sýninguna. Öllum sýnendum hefur fyr- irfram verið gert viðvart um komu gestanna og þeir hvatt- ir til að bjóða þá velkomna og veita _ þeim alla fyrir- greiðslu. Á þessum sýningum eru líka fulltrúar viðskipta- ráðuneytisins og starfsmenn fjármálastofnana, sem eru þar til að veita ráðleggingar og að- stoð í sambandi við viðskipta- mál. Túlkar eru líka oft útveg- aðir fyrir fjölmenna hópa er- lendra gesta á sýningunum. Sumt af þessari þjónustu er einnig á boðstólum á öðrum sýningum en þeim, sem V.I.P.- kerfið tekur til. ÞÁTTUB VIÐSKIPTA- RÁÐUNEYTISINS. Viðskiptaráðuneytið banda- ríska getur líka, samkvæmt tilmælum viðskiptafulltrúans í sendiráðinu, skipulagt fundi erlendra kaupsýslumanna með mönnum vestan hafs. Þegar ferðaáætlunin er fullgerð ættu kaupsýslumenn að hafa sam- band við skrifstofu viðskipta- fulltrúans í bandaríska sendi- ráðinu til að fá ferðaáætlunina og stutt yfirlit yfir tilgang ferðarinnar er birt í „Comm- erce Today“, sem er tímarit ráðuneytisins. Það kemur út hálfsmánaðarlega og er sent til meira en 10.000 fyrirtækja og samtaka í Bandaríkjunum. Mörg þúsund forystumanna í viðskiptaheiminum vestan hafs lesa tímaritið reglulega, einkanlega þeir, sem áhuga hafa á viðskiptum við útlönd. Þá getur viðskiptafulltrúinn líka komið mönnum í sam- band við samtök verzlunar, viðskipta og iðnaðar. SKRIFSTOFUR í 43 BORGUM. Ef ferðinni er heitið til ein- hverra þeirra 43ja borga, þar sem skrifstofur á vegum bandaríska viðskiptaráðuneyt- isins eru starfræktar, ættu er- lendir kaupsýslumenn að heimsækja þær og hafa tal af sérfræðingum um erlend við- skipta- og verzlunarmál. Full- trúar á þessum skrifstofum geta líka kynnt erlendu gest- ina fyrir bankamönnum á staðnum, framleiðendum, dreifingaraðilum, starfsmönn- um verzlunarráðsins og öðrum, sem ætla mætti, að hefðu á- huga á milliríkjaviðskiptum. Á skrifstofum viðskiptaráðu- neytisins er ennfremur unnt að fá aðgang að mikilvævum, opinberum skýrslum, bækling- um og uppsláttarskrám. VIÐSKIPTARÁÐGJAFAR í WASHINGTON. íslenzkir gestir, sem koma til Washington D. C. geta haft samband við viðskiptaráðgjafa, sem hafa aðsetur í „Bureau of Domestic Commerce" í við- skiptaráðuneytinu. Heimilis- fangið er: 14th Street and Constitution Avenue. N. W., sími 967-2734. Sérfræðingar ráðuneytisins munu veita allar upplýsingar um sín sérsvið. Sé þess óskað, munu þeir koma mönnum í samband við starfsmenn stjórnarskrifstofa í höfuðborginni og ekki síður hjá verzlunarráði eða öðrum FV 9 1974 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.