Frjáls verslun - 01.09.1974, Page 39
fyrirgreiðslan, sem þær veita
nær langt út fyrir ramma við-
skipta í beinum tengslum við
flugreksturinn. Að vísu eru oft
óskýr mörk þarna á milli en
flugfélögin hafa lagt mikla á-
herzlu á að vinna aði kynningu
á íslenzkum útflutningsvör-
um og samstarfið við Carson
Pirie Scott er einn þáttur í
þeirri viðleitni. Þá kvaðst Tom
hafa aðstoðað allmarga ís-
lenzka aðdla, sem vildu kom-
ast í viðskiptasambönd við
fyrirtæki í Chicago, m. a. í
sambandi við útflutning á
frystum sjávarafurðum með
flugvélum.
SVIÐ OG
HARÐFISKUR.
Áður en Tom Loughery hóf
störf fyrir Loftleiðir var
hann starfsmaður SAS og Air
Canada. Hann játaði, að sér
hefði ekkert litizt á blikuna,
þegar hann kom fyrst til
starfa með íslendingum úti á
Kennedy-flugvelli í New York.
Þar var allt starfsliðið að
háma í sig harðfisk og lyktin
í hlýjum og þröngum húsa-
kynnunum í samræmi við það.
Skömmu seinna kom flugvél
frá íslandi og einn farþeganna
var mjög flóttalegur, þegar
hann kom í afgreiðslusalinn
og áleit Tom að maðurinn
væri að smygla einhverju inn
í landið. Skömmu síðar sá
hann sama farþega sitja hinn
rólegasta í biðsal flugstöðvar-
innar og gæða sér á vænum
sviðakjamma.
Þetta voru sem sagt fyrstu
kynnin af íslendingum, en þau
eru nú orðin áragömul og
kvaðst Tom kunna því mjög
vel að starfa fyrir íslenzka að-
ila og hann ætti ekki nema
beztu minningar frá ferðum
sínum til íslands og viðkynn-
ingu við fólk þar.
CHICAGO
MEÐ 20%.
Tom sagði, að um 20% af
öllum flutningum Loftleiða
milli Evrópu og Bandaríkj-
anna færu um Chicago og
hefðu farþegaflutningar félags-
ins í heild aukizt, þegar Chi-
cago-flug var hafið fyrir rúmu
ári, en úr þeim hafði dregið
áberandi mikið fram að þeim
tíma. í fyrra vetur voru tvær
ferðir í viku til Chicago og
sætanýting um 50%, sem var
ágæt útkoma miðað við önnur
flugfélög á sömu leið. í sumar
voru hins vegar felldar niður
allmargar áætlaðar ferðir
vegna þess að samdráttur
varð í flutningum, en yfirleitt
voru þær þó fimm í viku.
Kvað Tom greinilegt, að al-
menningur vestanhafs hefði
dregið úr ferðalögum og
margir, sem ætluðu til Evrópu,
hreinlega hætt við það.
AUGLÝSA A
„STRÆTÓ'.
Loftleiðir hafa ekki haft
peninga til að auglýsa á jafn-
breiðum vettvangi og stærri
flugfélög, eins og t. d. Pan
Am., eða hollenzka félagið
KLM, sem leggur mikla á-
herzlu á að kynna ferðir sínar
frá Chicago til Evrópu. Þessi
félög nota sjónvarpið óspart
þrátt fyrir geysilegan kostnað,
sem fylgir því. Loftleiðamenn
hafa að vísu keypt auglýsing-
Lítil og snot'ur Loftleiðaskrif-
stofan Iætur ekki mikið yfir
sér.
ar á nokkrum hluta strætis-
vagna í Chicago en mest á-
herzla er lögð á að hafa gott
samband við ferðaskrifstofur
og auglýsa í ferðamálatímarit-
um eða málgögnum vissra á-
hugamannahópa, sem líklegir
eru til að ferðast landa í milli.
Þannig sækjast Loftleiða-
menn eftir að ná viðskiptum
við þá, sem ákveðið hafa að
ferðast en eyða ekki pening-
um í að hvetja fólk til um-
hugsunar um, hvort það ætti
nú ekki að leggja land undir
fót.
MIKILVÆG SAMBÖND.
Öll ferðarit um Evrópu
'birta nú góðar greinar um
Loftleiðir og ísland og sölu-
menn eru á stöðugum ferða-
lögum frá skrifstofunni í Chi-
cago til ferðaskrifstofa víðs-
vegar um norður- og miðríki
Bandaríkjanna. Það kemur í
hlut þessara manna að kenna
starfsliði ferðaskrifstofanna að
finna ódýrustu ferðamöguleik-
ana fyrir viðskiptavini skrif-
stofanna og sagði Tom, að
þetta væri ærið verkefni, því
að miklar breytingar yrðu
jafnan á starfsmannahaldi hjá
ferðaskrifstofunum. Loftleiðir
hafa líka boðið allstórum hóp-
um þessa starfsfólks til kynn-
isferðar til íslands og Evrópu-
landa með sérstökum kjörum,
og taldi hann þær hafa borið
góðan árangur. Nú er einnig
lagt mikið kapp á að komast
í tengsl við hópa séráhuga-
manna. Var í því sambandi
unnið að skipulagningu á ferðr
um bandarískra bænda til Ev-
rópu í sumar. En segja má, að
flugfélögin sitji um þessar ver-
ur eins og gráðugir úlfar og
samkeppnin um flutninga er
geysihörð. Beita sum stærri fé-
lögin þá ýmsum ráðum, sem
ekki myndu beinlínis geta tal-
izt eðlilegir viðskiptahættir.
NÝIR MÖGULEIKAR.
Tom Loughery sagði, að
flugið til Chicago hefði opnað
Loftleiðum nýja möguieika og
væri það að öðru jöfnu arð-
bærara en New York-ferðirn-
ar. Fólk úr miðríkjum og vest-
urríkjunum vildi frekar skipta
um flugvélar í Chicago en
New York og það væri hag-
kvæmara fyrir Loftleiðir að
geta sjálfar flutt farþegana
lengri vegalengdir inn í land
en að greiða öðrum flugfélög-
um fyrir þann flutning út frá
endastöð í New York.
Þá sagðist Tom Loughery að
lokum vona, að flug til Chi-
cago myndi reynast auðveld
söluvara í Evrópu enda væri
reynt að kynna fljót og fyrir-
hafnarlítil skipti milli flug-
véla á O’Hareflugvelli og þá
miklu möguleika á öðrum
framhaldsferðum, sem boðið er
upp á frá þeirri miðstöð sam-
gangna sem Chicago óneitan-
lega er.
FV 9 1974
39