Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1975, Síða 16

Frjáls verslun - 01.06.1975, Síða 16
hvort fréttamenn NATO-ríkja fengju jafn frjálsan aðgang að fundum Varsjárbandalagsins. Fjöldi fréttamanna var frá Afr- íku, Asíu, Ástralíu og Suður- Ameríku. Þegar ég kom til Brussel fékk ég fréttamanna- passa No. 611 og gefur það hugmynd um fjöldann sem þarna var. Hin venjulega að- staða í aðalstöðvunum fyrir fréttamenn varð strax of lítil, svo að ritvélaborð voru sett á ganga og í sali, auk þess héldu fréttamenn, sem jafnan fylgja Bandaríkjaforseta, sig mest á Sheraton-hótelinu þar í borg. SAMHJÁLP EN SAMT SAMKEPPNI Á fundum sem þessum ríkir mikil samhjálp meðal frétta- manna, sem þreytast seint á að skiptast á upplýsingum og skýra hvor öðrum frá innihaldi viðræðna, sem þeir hafa kom- ist á snoðir um en samkeppnin er samt mikil. Það fer mestur tíminn í að finna út: hver talar við hvern, hvenær, hvar og um hvað er rætt hverju sinni. Stundum eru upplýsingarnar vafasamar eða í smá molum, en þá er reynt að finna út meira og fá fréttirnar staðfestar hjá viðkomandi aðilum. Þeir frétta- menn eru i lykilaðstöðu, sem eru svo ,,lánsamir“ að vera frá löndum, sem af einhverjum á- stæðum eru í sviðsljósinu i það skiptið. Ég man eftir þvi á utanríkisráðherrafundi NATO í Kaupmannahöfn 1973, gátum við íslenzku fréttamennirnir, sem þar vorum, ekki um frjálst höfuð strokið fyrir „kollegum“ okkar vegna þess, að þá voru islenzk stjórnvöld að hóta að reka Bandaríkjamenn frá Keflavík vegna þorskastríðs ís- lands og Bretlands. Nú voru tímarnir aðrir og fréttamenn Grikklands, Tyrklands og Port- úgals voru í sviðsljósinu af gefnu tilefni. SAMSPIL TRYGGIR BETRI FRÉTT AFLUTNIN G Það veldur okkur oft á tíð- um erfiðleikum, hve embættis- og stjórnmálamenn okkar eru ósamvinnuþýðir við frétta- menn. Á fundi sem þessum er áberandi hve fulltrúar annarra þjóða hafa mun betri samskipti við fréttamenn, en okkar menn við okkur. Það var áberandi í Brussel, eins og á öðrum sam- bærilegum fundum vestrænna manna, að talsmenn viðkorr andi sendinefnda komu með vissu millibili út úr fundar- salnum og skýrðu fréttamönn- um heimalanda sinna og öðrum fréttamönnum, sem þar voru nærstaddir, frá hinum og þess- um atburðum, viðræðum og innihaldi viðræðna, án þess þó að skýra frá leynilegum orða- skiptum eða viðkvæmum upp- lýsingum. í þessu sambandi naut ég til dæmis góðs af bresk- um fréttamönnum, sem sögðu mér t. d. frá því hvað fór á milli Geirs Hallgrímssonar, for- sætisráðherra og Gallaghans, utanríkisráðherra Breta. Þeir greindu einnig frá því, að Geir ætlaði að tala við Helmut Schmidt, kanslara Vestur- Þýzkalands og Harold Wilson, forsætisráðherra Breta, svo dæmi séu npfnd. Fyrrgreind samvinna milli fundarmanna og fréttamanna þjónar þeim meg- in tilgangi, að sá síðarnefndi ÞingeyLn.gar - Ferðafólk Notið ykkur góða þjónustu í hinu vandaða húsnæði okkar. • Almennar bifreiðaviðgerðir. • Varahlutasala. • Smurstöð. Sérstök þjónusta fyrir eigendur: VW bifreiða, LANDROVER bifreiða og G.M. bifreiða. FOSS HF. VÉLA- OG BIFREIÐAVERKSTÆÐI - SÍMI 41345 - HÚSAVÍK 16 FV 6 1975
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.