Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1975, Qupperneq 21

Frjáls verslun - 01.06.1975, Qupperneq 21
Greinar os wiðlöl Smáskammtaiækningar — eftir dr. Guðmund IVIagnússon, professor Flestir ættu að geta orðið sammála um að tilgangslaust sé að setja reglur sem ekki er fylgt eða unnt að framkvæma af réttlæti og sanngirni. Sömuleiðis virðist augljóst, að hjákátleg fyrirmæli eru ein- ungis til að grafa undan virð- ingu borgaranna fyrir almenn- um reglum og brjóta niður lög- hlýðni. Mér detta í þessu sambandi í hug nokkrar reglur á hagsvið- inu. Flestar eru þær sennilega leifar haftakerfis en sumar hafa verið settar til þess að leysa alvarleganþjóðhagsvanda, eða svo er að skilja. Það bros- legasta er að bæði ýmsir stjórn- málamenn og fjölmargir kjós- endur þeirra hafa trú á smá- skammtalækningum — nema þetta séu þá vísvitandi sjón- hverfingar. FJÓRTÁN ÚTHALDSDAGAR Tökum tii dæmis regluna sem segir að ekki megi selja ferðir til sólarlanda til lengri dvalar en hálfs mánaðar. Segj- um að tilgangurinnn sé að spara gjaldeyri og setja undir þann leka að menn geti fengið meiri gjaldeyri en yfirfærslu nemur með því að kaupa ferð gegnum ferðaskrifstofu. Er þá reynt að ná í veslings ferða- langinn tvisvar, með því að skammta honum gjaldeyri; með því að skammta honum tíma. Hvað sparast með þessu móti? Þeir efnameiri geta farið á hverju ári og bætt sér þetta upp sem að sjálfsögðu getur þýtt meiri gjaldeyriseyðslu, bæði beint í yfirfærslu og ó- beint í eldsneytiseyðslu loft- fákanna. Hinum ráðdeildar- sömu er meinað að láta yfir- færsluna endast í þrjár vikur fremur en tvær og jafna flug- farinu niður á fleiri sólardaga. Jafnframt veldur gjaldeyris- skömmtunin ferðamanni stund- um aukakostnaði, þ. e. ef hann gæti t. d. borðað á ódýrari stöð- um en innifaldir eru í seldri ferð. Á hinn bóginn er yfir- færsla orðin það knöpp, að vart er unnt að komast af í borg eins og London nema í viku. Þar hrekkur því tíminn styttra en yfirfærslan. Þetta ætti að öðru jöfnu að ýta undir það að menn keyptu heldur ferðir til ódýrari landa en þá eru sett á tímamörk, ef ske kynni að gjaldeyririnn entist lengur en fjórtán daga. Á sama tíma getur maður keypt fargjald sem þýðir marg- falda fjárhæð í gjaldeyri og ferðast kringum hnöttinn (á skemmri tíma en 14 dögum vonandi). Hagstætt verður fyr- ir suma að ferðast með erlend- um ferðafélögum eða verða veikir síðasta daginn suður á Spáni. Auðvitað er reglan fáránleg og sá gjaldeyrissparnaður sem verður má vera mikill til að vega upp það velferðartap sem hlýst af því að fá ekki að ráða hvernig og hvar frístundum er varið innan marka pyngjunnar. Og hve margir ætli hafi lengra sumarleyfi en þrjár vikur eða þá löngun eða úthald til þess að vera lengur í sólbaði? Væri ekki miklu einfaldara (þótt það sé jafnfráleitt) fyrir stjórnvöld að ákveða hve margar flugvél- ar af fólki mættu fara til Suð- urlanda á ári hverju? Þýða reglur af þessu tagi nokkuð annað en að gengið er ekki rétt skráð? VERÐLAGSEFTIRLITIÐ Flestum er ljóst að verðlags- eftirlitið fylgir reglum sem eru orðnar úreltar og óframkvæm- anlegar á mörgum sviðum. Um- búðir breytast og stærð pakn- inga. Hvernig á að bera saman verðið? Hvað hækka kjólarnir mikið við að styttast? Hvað hækka stólarnir mikið frá því að vera úr tveimur kílóum af tré í eitt kíló af plasti? Hvað er mikill sykur í vínarbrauð- inu? TYGGIGÚMMÍ OG KÚSTAR Í RÍKISSTJÓRN OG SEÐLABANKA Enn eitt dæmi rakst ég á við að fletta nýlegum Stjórnartíð- indum. Ég hef sennilega verið orðinn eitthvað heilaþveginn, þar sem ég var búinn að gleyma því, að slíkir fegurðar- blettir væru til á viðskipta- frelsi íslendinga. Auglýsingin er svohljóðandi: FV 6 1975 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.