Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1975, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.06.1975, Blaðsíða 25
framleiðslumagn, vörugæði og söluverð. Á hinn bóginn getur ákvörðunarvald í flestum eða öllum þessum málum einnig safnast í fárra hendur og legið hjá einhvers konar miðstjórn. Áður en nánar er vikið að því, sem skilur að hagkerfi þjóða, er rétt að geta þess, sem þeim er öllum sammerkt. Óhætt er að segja, að endanlegt markmið allrar efnahagsstarfsemi sé neysla í nútíð og í framtíð í þeim víðtæka skilningi, sem það orð er notað í hagfræði, en helztu viðfangsefni þjóðarbú- skaparins eru framleiðsla og dreifing. Alkunna er, að lífs- gæðakröfur eru margfalt meiri en nemur framleiðslugetu þeirra hagkerfa, sem til þekkj- ast — engin þjóð lifir enn í alls- nægtum. Mikil þörf er því á, að vinnuafl, atvinnutæki og auð- lindir séu nýttar af ýtrustu hagkvæmni, en þá er tvenns að gæta: Annars vegar að ákveða, hvaða vörur skuli framleiða og handa 'hverjum, en hins vegar að velja afkastamestu fram- leiðsluaðferðir. Takist hið síð- arnefnda fyllilega á ekki að vera unnt með nokkru móti að auka magn einnar vörutegund- ar án þess að draga úr annarri framleiðslu. Augljóst er, að réttar ákvarðanir í þessum mál- um verða ekki teknar, nema leitað sé yfirgripsmikilla upp- lýsinga, sem eru á dreif um allt hagkerfið, hjá frumeindum þess, heimilum og fyrirtækjum. í einn stað er að afla vitneskju um óskir neytenda og viðhorf til þeirra ótal kosta í fram- leiðslu, sem til greina koma. Sá vandi verður þó allur minni, ef lítill hópur stjórnenda velur fyrir hönd alþjóðar, en eftir sem áður verður ekki hjá því komist að taka ákvarðanir um framleiðslu og dreifingu hjá öll- um fyrirtækjum landsins. Þetta má að vísu einfalda með því að hafa framleiðslueiningarnar stórar, en á hverjum stað verð- ur að velja bestu framleiðslu- tækni og þá nýtingu fram- leiðsluþátta, sem mestum af- köstum skilar. Gagnasöfnun er því undirstaða hagkvæmrar framleiðslu og dreifingar, en jafnframt verður að samræma upplýsingar, sem berast, og koma boðum til heimila og fyr- irtækja, sem þau breyta eftir. Þetta flókna verkefni er aðeins unnt að leysa á tvo vegu, með áætlanabúskapi miðstjórnar eða markaðsbúskapi og svo með blandi beggja. ÁÆTLANABÚSKAPUR MIÐSTJÓRNAR Áætlanabúskapur miðstjórn- ar hefur oft gefið góða raun, þegar á skammri stundu hefur þurft að sameina alla krafta að einu marki, svo sem að styrj- aldarrekstri. Einnig hefur ár- angur verið talinn góður, þegar markmiðið er að umbylta aldar- gömlum þjóðfélagsháttum á nokkrum árum, og breyta t. d. bændasamfélagi í iðnaðarland. Ofsögum fer hins vegar af ár- angri slíkra kerfa í atvinnu- og verðlagsmálum. Greinileg merki um vannýtingu vinnu- afls í miðstýrðum hagkerfum Austur-Evrópu hafa gert vart við sig, og fleiri sjá nú, að verð- bólga og samsvarandi kaup- máttarlækkun er að vissu marki hliðstæða við stöðugt verðlag og vaxandi vöruskort. Fræðilega séð ætti að vera afar auðvelt að útrýma mengun í miðstjórnarkerfi, ef valdhöfum er það áhugamál, en svo þarf ekki að vera. Frumkvöðull þessa skipulags, Ráðstjórnar- ríkin, sem fundu reyndar einn- ig upp hagvaxtarkapphlaupið, hafa t. d. látið umhverfismál sitja á hakanum, og er mengun að verða stórfellt vandamál þar í landi. Meginókostir miðstjórnar- kerfisins eru þó, hversu óhag- kvæm aðferð það er til að safna gögnum um efnahagslífið og senda frumeindum þess boð. Vex vandinn eftir því, sem at- vinnulífið verður fjölbreyttara, uns hann virðist verða því nær óviðráðanlegur, og þjóðir, sem í hlut eiga, fikra sig áfram að einhvers konar markaðsbú- skapi. Áhrifasvæði miðstjórnar og markaða geta verið mjög Markmið er ncyzla í nútíð og framtíð. Viðfangsefni eru fram- leiðsla og dreifing. FV 6 1975 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.