Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1975, Qupperneq 33

Frjáls verslun - 01.06.1975, Qupperneq 33
M.S. BALDUR fer frá Stykkishólmi til Brjánslækjar með viðkomu í Flatey: mánudaga, fimmtudaga, föstudaga, laugardaga. Afgreiðsla í Stykkishólmi: Sími 93-8120. 1 Reykjavík: Skipaútgerð ríkisins, sími 17650. Frá Brjánslæk: Hjá Ragnari Guðmundssyni, Brjánslæk, símstöð: Hagi. staði, sem hann taldi þess virði að heimsækja og skoða. — Ef við höfum Húsavík sem miðpunkt í ferðum okkar, þá er best að taka Húsavíkurfjall- ið fyrst. Það er hægt að aka upp á það og njóta þar fagurs útsýnis, sagði Hjörtur. — í næsta nágrenni Húsavíkur eru Þeystareykir, en það er litauð- ugt hitasvæði með sérkennileg- um gróðri. A Þeystareykjum er gangnamannaskáli, sem rúmar 30 manns og er hann opinn öll- um ferðamönnum til gistingar. — Norðan við Húsavík er Hall- bjarnarstaðarkambur, sem er frægur staður fyrir forn skelja- lög, sem hafa risið úr sæ, 60— 70 metra yfir sjávarmál. Þegar ekið er lengra austur, er komið að Ásbyrgi, sem allir kannast við. Þar skammt frá eru Hljóða- klettar, Hólmatungur og Detti- foss, en allt eru þetta staðir sem hver ferðamaður þarf að sjá. Við Ásbyrgi hefur verið komið upp nokkurri aðstöðu fyrir ferðamenn. Þar er gott að tjalda og hægt að fá keypt kaffi og fleira smávegis. Vegurinn að Hljóðaklettum og Hólmatungu er aðeins fær jeppum. Þegar ek- ið er yfir Jökulsá skammt frá Dettifossi er hægt að aka í átt- ina að öræfunum. Þarna er landslagið hrikalegt og gróður- lítið, en sé ekið út af alfaraleið má komast að Eiriksvötnum. Það er fallegt vatn með góðri silungsveiði, en leiðin að vatn- inu er einungis fær jeppum. JÖKULSÁRSVÆÐIÐ OG MÝVATN Síðan vék Hjörtur að því að Jökulsársvæðið almennt fæli í sér merkilega jarðfræðilega sögu og svæðið allt byði upp á marga fagra staði. Nefndi hann m. a. Forvöð, Vígabergsfoss, og Hafragilsfoss. En þegar haldið er áfram eftir aðalveginum er brátt komið að Grímsstöðium á Fjöllum. Þar er bensínsala og hægt að kaupa öl og sælgæti. Margar perlur eru innar á ör- æfunum en þar má nefna Hvannalindir, Kverkfjöll og fl. en ef við höldum okkur við að- alleiðina og stefnum í átt að Mývatnssveit, þá blasir Herðu- breið við á vinstri hönd. Hún freistar margra sem eru á jepp- um og kunna að meta kyrrð fjallanna. Áður en ferðamaður- inn kemur niður í Mývatns- sveit er ekið í gegnum Náma- skarð. Norðan við skarðið er hin margumtalaða Krafla. í Mývatnssveit sjálfri er ótal- margt að sjá og góð gistiað- staða, bæði í heimavistum skóla og eins í Reynihlíð og Reykja- hlíð. Að öðru leyti taldi Hjört- ur það óþarfa að kynna Mý- vatnssveitina nánar þar sem það hefði verið gert svo ræki- lega á undanförnum árum. Vestan Húsavíkur eru svæði sem eru ekki síður athyglisverð en þau sem að framan eru talin. Þar má nefna Naustavík og Flateyjardal, en ef ekið er inn eftir „Kinninni" er komið að Goðafossi og þar tekur Bárðar- dalur við, en það er dalur sem fáir ferðamenn hafa enn upp- götvað. í Bárðardal er margt að sjá að dómi Hjartar, t. d. Ald- eyjarfoss. Þá er einnig hægt að komast úr Bárðardal á jeppum yfir Mývatnsöræfin að Græna- vatni og eins að Dyngjufjöllum og Öskju. En að lokum nefndi Hjörtur Vaglaskóg, sem væri skemmti- legur áningarstaður fyrir ferða- menn, sem ættu leið um sýsl- urnar. Sá staður er fagur og fjölbreytilegur og góð aðstaða þar til gistingar í tjöldum, en auk þess eru þar orlofsheimili, sem njóta mikilla vinsælda. Það er alltaf eitthvað um að vera við höfnina á Húsavík. FV 6 1975 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.