Frjáls verslun - 01.06.1975, Síða 39
Akureyri og nágrenni bjóða upp á
marga forvitnilega og fallega staði
Margir tengja Akureyri við, skíðaíþróttina. Það er vissulega eðlilegt þar sem staðurinn hefur liasl-
að sér völl sem miðstöð vetraríþrótta á síðustu árum. En Akureyri er ekki síður staður sumarsins.
Náttúrufegurð á Akureyri og nágrenni er mikil og veðráttan oft mjög góð samanborið við aðra
staði á landinu. Þetta tvennt ásamt því að bæri nn er í tiltölulega góðu sambandi við aðra lands-
hluta bæði í lofti, á láði og legi hcfur orðið til þ ess að ferðamenn setja sinn svip á bæinn yfir sum-
arið ekki síður en að vetrarlagi
Aðstaða fyrir ferðamenn á
Akureyri er orðin nokkuð góð.
Á staðnum eru tvö hótel, sem
eru rekin allt árið um kring.
Það eru Hótel KEA og Hótel
Varðborg, sem bæði eru með
um 30 herbergi hvort. Auk þess
rekur Ferðaskrifstofa ríkisins
Edduhótel í heimavist MA með
70 herbergi og þá er farfugla-
heimili á Akureyri með 17 her-
bergjum. Fyrir þá sem kjósa
sér ódýrari gistiaðstöðu er þægi-
legt tjaldstæði með allri nauð-
synlegri hreinlætisaðstöðu.
Tjaldstæðið er staðsett fyrir
sunnan sundlaugina, en þangað
leggja einmitt margir ferða-
menn leið sína á góðviðrisdög-
um. Ætti þetta sambýli því
ekki að verða til þess að rýra
gildi tjaldstæðisins. A þeim ár-
um sem tjaldstæðið hefur verið
rekið í núverandi mynd, hefur
aðsókn að því verið mikil og
setur tjaldborgin oft skemmti-
legan svip á bæinn.
• Söfn og gróður
Akureyri er gróðursæll bær
og trjágróður er þar mikiil. En
perlan í gróðurríki bæjarins er
tvímælalaust Lystigarðurinn.
Þar hefur verið unnið mikið
starf í sambandi við blóma- og
trjárækt og ýmislegt gert til
þess að gera garðinn þannig að
bæði börn og fullorðnir geti
haft ánægju af að heimsækja
hann.
Ýmis söfn eru á Akureyri
sem er fróðlegt að skoða. Þar
má nefna Minjasafnið, Nonna-
hús, Davíðshús og Sigurhæðir,
en fyrir þá sem vilja létta sér
upp að kvöldi dags er Sjálf-
stæðishúsið kjörinn staður. —
En það eru ekki allir sem vilja
eyða sumarkvöldi á Akureyri
innan dyra og fyrir þá eru ýmis
tækifæri. Rétt ofan við bæinn
er níu hola golfvöllur, og í út-
jaðri bæjarins er hestaleiga. Þá
býður Pollurinn fyrir framan
bæinn upp á ótal möguleika,
bæði í sambandi við siglingar,
dorg og sjóskíði.
Eins og áður segir er náttúru-
fegurðin ekki bundin bæjar-
mörkum Akureyrar heldur eru
sveitirnar í nágrenninu ekki
síður fallegar. Eyjafjörður inn-
helst að frétta að á síðastliðnu
sumri var unnið að vegagerð
frá Hólsgerði fram úr Eyjafirði
og upp að Nýjabæ og er ætlun-
in að tengja veginn Sprengi-
sandsleið. Má gera ráð fyrir að
vegurinn verði tekinn í notkun
í sumar og á hann að verða fær
öllum bílum að sumarlagi.
• (Jt með Eyjafirði
Utar í Eyjafirði að austan eru
ýmsir staðir sem gaman er að
sjá. Þar er Svalbarðseyri, en
það er staður sem hefur tekið
Ungir
gestir
í
Nonnahúsi
á
Akureyri.
an Akureyrar er mjög gróður-
sæll og þar er búsæld mikil. Ef
ferðamenn vilja skoða ná-
grennið, en hafa ekki eigin bíl
til afnota þá eru þrjár bílaleig-
ur á Akureyri sem ættu að geta
leyst vandann. — Þegar ekið
er inn frá Akureyri þá er hægt
að fara skemmtilega hringleið
í Eyjafirði og er leiðin um 50
km löng. Þá fær ferðamaður-
inn góða heildai'mynd af svæð-
inu og búskapnum sem þar er
stundaður. Einnig er hægt að
heimsækja ýmsa sögustaði á
leiðinni, t. d. Saurbæ og Munka-
þverá. Úr Fram-Eyjafirði er það
snöggan vaxtarkipp og ætlar
sér stórt hlutverk í framtíðinni.
sem er prestssetur. Þar er einn-
ig forvitnilegt minjasafn. —
Skammt frá Svalbarðseyri er
stórbúið Sveinbjarnargerði, þar
sem bændurnir Haukur og Jón-
as Halldórssynir reka hænsna-
bú og kúabú af óvenjulegri
stærð á ísl. mælikvarða. Ef ekið
er lengra út með firðinum kem-
ur ferðamaðurinn að Laufási
Nokkru utar er minnkabú Grá-
vöru og Grenivík er skammt
þaðan. Grenivík er staður
byggður duglegu athafnafólki.
Staðurinn byggir afkomu sína
FV 6 1975
39