Frjáls verslun - 01.06.1975, Blaðsíða 45
Hótelið rekið í tengslum
við félagsheimilið
Hótel Húsavík:
Á Húsavík er rekið stórt og glæsilegt hótel með gistiaðstöðu fyrir
68 manns. Hótelið var opnað 1973 og hefur frá upphafi verið rekið
í nánum tengslum við félagsheimili staðarins sem er í hliðarálmu
við hótelið. Þetta er fyrsta tilraun hér á landi til þess að tengja
hótel og félagsheimili saman á þennan hátt og virðist margt benda
til þess að samstarfið gefist mjög vel.
Hin ýmsu félög á Húsavík
eiga auðveldan aðgang að veit-
ingasölum hótelsins þegar eitt-
hvað sérstakt er um að vera á
fundum hjá þeim og hótelið
nýtur svo aftur góðs af sölu
félagsheimilisins þegar það
hýsir ráðstefnugesti eða tekur
á móti stórum hópum í mat.
FULLBÓKAÐ FYRIR
SUMARIÐ
Um sl. áramót var Einar Ol-
geirsson ráðinn hótelstjóri á
Hótel Húsavík, en Einar er
gestum Hótel Sögu að góðu
kunnur eftir margra ára starf
þar. Frjáls verslun heimsótti
hótelið fyrir skömmu og rabb-
aði við hótelstjórann. Hann var
mjög bjartsýnn, enda full á-
stæða til, þar sem hótelið var
þegar fullbókað fyrir sumarið
og útlit fyrir að ferðamanna-
straumurinn entist lengra fram
á haustið en venjulega.
— Það virðist vera að ferða-
menn erlendis frá sæki meira
til landsins en undanfarin ár.
Trúlega má þakka það betur
skipulögðum ferðum hingað og
tiltölulega hagstæðara verði á
hótelum. Verð á herbergjum er
alltaf gefið upp í dollurum og
verðið í sumar er hið sama og i
fyrra. Gengisfellingin gerir það
hins vegar að verkum að er-
lendir ferðamenn koma nú ó-
dýrar út úr þessum kostnaðar-
lið, á meðan innlendir ferða-
menn súpa seiðið af gengisfell-
ingunni. En við erum nú að at-
huga möguleika á einhverjum
tilslökunum fyrir íslenska
ferðamenn, þannig að þeim
verði gert það auðveldara að
dvelja næturlangt á hótelum
en nú er, sagði Einar.
Hótel Húsavík er reis,uleg bygging.
KAFFITERÍA Á HÓTELINU
Eins og áður segir er gistiað-
staða fyrir 68 manns á hótelinu.
Herbergi eru ýmist eins eða
tveggja manna og eru þau hin
vistlegustu. Matur er seldur í
kaffiteríu, en þegar stærri hóp-
ar koma eða veislur haldmar, þá
er borinn fram matur í sal fé-
lagsheimilisins. Þá er á döfinni
að koma upp vistlegri setustofu
með allri aðstöðu. Einar sagði
að öll aðstaðan á staðnum hent-
aði mjög vel fyrir ráðstefnu-
hópa og væri þegar farið að
berast nokkuð af pöntunum
fyrir slíka hópa í sumar.
— Ég held að staðir eins og
Húsavík henti miklu betur fyrir
ráðstefnuhald en stærri staðir.
Hér er auðvelt að halda hópn-
um saman við störf, því hér er
fátt sem glepur hugann, sagði
Einar. Síðan vék hann að því
að um páskana í ár hefði verið
gerð tilraun með fjölskylduferð-
ir til Húsavíkur, sem hefðu
Einar Olgeirsson, hótelstjóri.
gefist mjög vel. Skíðaaðstaða í
fjailinu fyrir ofan bæinn er góð
og nú hefur ferðaskrifstofunni
Útsýn verið falið að sjá um
skipulagningu vetrarferða til
Húsavíkur á næsta ári, sem
menn binda miklar vonir við.
— En það er ekki bara skíða-
land og friðsæld sem við getum
auglýst upp, heldur náttúran
hér í kringum Húsavík. Það er
hægt að fara dagsferðir frá
Húsavík í heila viku og sjá
alltaf nýjar og heillandi hliðar
á íslenskri náttúru, sagði Einar
Olgeirsson að lokum.
FV 6 1975
45