Frjáls verslun - 01.06.1975, Blaðsíða 53
Dægrastytting: Setustofa með sjónvarpi er á
Hótel Akureyri og þar sem hótelið er í hjarta
bæjarins er stutt til allra helstu staða sem Akur-
eyri býður upp á. Sérstök fyrirgreiðsla er veitt
á hótelinu varðandi bílaleigu hjá Bílaleigu Ak-
ureyrar.
Hótelstjóri: Jóhannes Fossdal.
Hótel KEA,
Akureyri, sími 96-22200. Telex Kea 2195.
Gisting: Hótel Kea hefur opið allt árið. Her-
bergi eru 28. Þar af herbergi með baði eða
sturtu og sérsvölum. Svefnpokapláss er ekkert.
Verð á gistingu er frá kr. 1505 pr. manninn.
Morgunverður er hlaðborð og kostar kr. 450.
Hádegisverður kostar kr. 950—1280. Kvöldverð-
ur kostar kr. 1520.
Tilheyrandi hótelinu er einnig matstofa sem
selur mat og aðrar veitingar á lægsta fáanlegu
verði, eða t. d. morgunkaffi frá kr. 240. Hádegis
og kvöldverð frá kr. 415.
Dægrastytting: í setustofu hótelsins er sjón-
varp. Þá er einnig bar á hótelinu. Reynt er að
aðstoða gesti hótelsins sem óska eftir veiðileyf-
um. Á Akureyri eru mörg söfn, Minjasafn,
Nonnasafn, Davíðssafn og Matthíasarsafn. Þar
er einn fegursti og elsti lystigarður landsins og
gott úrval af verzlunum.
í nágrenni Akureyrar eru margir þjóðkunnir
staðir t. d. Vaglaskógur, Goðafoss, Mývatnssveit,
Dettifoss og Ásbyrgi. Hægt er að fara í dagsferð-
ir frá Akureyri til flestra þessara staða.
Á Akureyri eru bílaleigur.
Hótel Varðborg,
Geislagötu 7, Akureyri, sími 22600.
Gisting: 28 herbergi eru í hótelinu, sem opið
er allt áriðt Eins manns herbergi án baðs kostar
2110 kr. og 3160 með baði. Tveggja manna her-
bergi án baðs kr. 3010 og 4520 kr. með baði.
Morgunverður kostar 450 kr. og aðrar máltíðir
eftir matseðli.
Dægrastytting: Á hótelinu er setustofa með
sjónvarpi og stutt er til allra forvitnilegustu
staða á Akureyri. Reynt er að greiða úr óskum
gesta um veiði og jafnvel sjóveiði í Eyjafirði.
Hótelstjóri: Arnfinnur Arnfinnsson.
Hótel Edda,
Menntaskólanum Akureyri, sími 96-11055.
Gisting: 135 rúm eru í 68 herbergjum, en
svefnpokapláss er ekki fyrir hendi. Eins manns
herbergi kostar kr. 1875 og tveggja manna kr.
2520. Morgunverður kostar 415 kr., en aðrar
máltíðir eru ekki fáanlegar á hótelinu nema
kvöldkaffi. Opið er frá 17. júní til 31. ágúst.
Dægrastytting: Setustofa með sjónvarpi er í
hótelinu og skammt er til allra forvitnilegra
staða á Akureyri. Á Akureyri er sundlaug, tenn-
isvöllur, söfn og margt fleira athyglisvert.
Hótelstjóri: Rafn Kjartansson.
Hótel Húsavík
Gisting: Opið allt árið.
Herbergi 34, þar af 20 með baði.
Verð frá kr. 1.506 fyrir manninn.
Veitingabúð:
Venjulegur heimilismatur auk allskonar „grill-
rétta“ á verði við allra hæfi.
Opið kl. 08,00 til 23,30.
Veitingasalur, einkum ætlaður hópum 20 til 300
manna.
Aðstaða:
Útisundlaug, saunabaðstofa,
9 holu golfvöllur,
virkt hestamannafélag,
ákjósanlegir staðir til göngu og skoðunarferða,
Húsavík er miðsvæðis í einu mikilfenglegasta
héraði landsins, það er því hægt að dvelja
þar um nokkurn tíma, og fara í dagferðir
dag eftir dag án þess þó, að troða eigin slóð.
Hótelstjóri: Einar Olgeirsson.
Hótel Reynihlíð,
Mývatnssveit, sími um Reykjahlíð nr. 9 og 10.
Gisting: Á Hótel Reynihlíð eru 28 herbergi, en
ekkert svefnpokapláss. Opið frá 15. maí til 1.
október. Verð á herbergjum er sem hér segir:
Eins manns herbergi án baðs kr. 2.108, með baði
kr. 3.163. Verð á tveggja manna herbergjum án
baðs kr. 3.012, með sturtu kr. 4.518. Morgun-
verður kr. 390, hádegisverður 750 til 1.280,
kvöldverður kr. 950 til 1.500. Öll verð eru með
söluskatti og þjónustugjaldi.
Dægrastytting: í setustofu er sjónvarp og bar.
Útveguð eru veiðileyfi. Gönguferðir til náttúru-
skoðunar og fuglaskoðunar um nágrennið eru
mjög vinsælar. Einnig er boðið upp á langar eða
stuttar ferðir um næsta nágrenni.
Hótelstjóri: Arnþór Björnsson.
FV 6 1975
53