Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1975, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.06.1975, Blaðsíða 53
Dægrastytting: Setustofa með sjónvarpi er á Hótel Akureyri og þar sem hótelið er í hjarta bæjarins er stutt til allra helstu staða sem Akur- eyri býður upp á. Sérstök fyrirgreiðsla er veitt á hótelinu varðandi bílaleigu hjá Bílaleigu Ak- ureyrar. Hótelstjóri: Jóhannes Fossdal. Hótel KEA, Akureyri, sími 96-22200. Telex Kea 2195. Gisting: Hótel Kea hefur opið allt árið. Her- bergi eru 28. Þar af herbergi með baði eða sturtu og sérsvölum. Svefnpokapláss er ekkert. Verð á gistingu er frá kr. 1505 pr. manninn. Morgunverður er hlaðborð og kostar kr. 450. Hádegisverður kostar kr. 950—1280. Kvöldverð- ur kostar kr. 1520. Tilheyrandi hótelinu er einnig matstofa sem selur mat og aðrar veitingar á lægsta fáanlegu verði, eða t. d. morgunkaffi frá kr. 240. Hádegis og kvöldverð frá kr. 415. Dægrastytting: í setustofu hótelsins er sjón- varp. Þá er einnig bar á hótelinu. Reynt er að aðstoða gesti hótelsins sem óska eftir veiðileyf- um. Á Akureyri eru mörg söfn, Minjasafn, Nonnasafn, Davíðssafn og Matthíasarsafn. Þar er einn fegursti og elsti lystigarður landsins og gott úrval af verzlunum. í nágrenni Akureyrar eru margir þjóðkunnir staðir t. d. Vaglaskógur, Goðafoss, Mývatnssveit, Dettifoss og Ásbyrgi. Hægt er að fara í dagsferð- ir frá Akureyri til flestra þessara staða. Á Akureyri eru bílaleigur. Hótel Varðborg, Geislagötu 7, Akureyri, sími 22600. Gisting: 28 herbergi eru í hótelinu, sem opið er allt áriðt Eins manns herbergi án baðs kostar 2110 kr. og 3160 með baði. Tveggja manna her- bergi án baðs kr. 3010 og 4520 kr. með baði. Morgunverður kostar 450 kr. og aðrar máltíðir eftir matseðli. Dægrastytting: Á hótelinu er setustofa með sjónvarpi og stutt er til allra forvitnilegustu staða á Akureyri. Reynt er að greiða úr óskum gesta um veiði og jafnvel sjóveiði í Eyjafirði. Hótelstjóri: Arnfinnur Arnfinnsson. Hótel Edda, Menntaskólanum Akureyri, sími 96-11055. Gisting: 135 rúm eru í 68 herbergjum, en svefnpokapláss er ekki fyrir hendi. Eins manns herbergi kostar kr. 1875 og tveggja manna kr. 2520. Morgunverður kostar 415 kr., en aðrar máltíðir eru ekki fáanlegar á hótelinu nema kvöldkaffi. Opið er frá 17. júní til 31. ágúst. Dægrastytting: Setustofa með sjónvarpi er í hótelinu og skammt er til allra forvitnilegra staða á Akureyri. Á Akureyri er sundlaug, tenn- isvöllur, söfn og margt fleira athyglisvert. Hótelstjóri: Rafn Kjartansson. Hótel Húsavík Gisting: Opið allt árið. Herbergi 34, þar af 20 með baði. Verð frá kr. 1.506 fyrir manninn. Veitingabúð: Venjulegur heimilismatur auk allskonar „grill- rétta“ á verði við allra hæfi. Opið kl. 08,00 til 23,30. Veitingasalur, einkum ætlaður hópum 20 til 300 manna. Aðstaða: Útisundlaug, saunabaðstofa, 9 holu golfvöllur, virkt hestamannafélag, ákjósanlegir staðir til göngu og skoðunarferða, Húsavík er miðsvæðis í einu mikilfenglegasta héraði landsins, það er því hægt að dvelja þar um nokkurn tíma, og fara í dagferðir dag eftir dag án þess þó, að troða eigin slóð. Hótelstjóri: Einar Olgeirsson. Hótel Reynihlíð, Mývatnssveit, sími um Reykjahlíð nr. 9 og 10. Gisting: Á Hótel Reynihlíð eru 28 herbergi, en ekkert svefnpokapláss. Opið frá 15. maí til 1. október. Verð á herbergjum er sem hér segir: Eins manns herbergi án baðs kr. 2.108, með baði kr. 3.163. Verð á tveggja manna herbergjum án baðs kr. 3.012, með sturtu kr. 4.518. Morgun- verður kr. 390, hádegisverður 750 til 1.280, kvöldverður kr. 950 til 1.500. Öll verð eru með söluskatti og þjónustugjaldi. Dægrastytting: í setustofu er sjónvarp og bar. Útveguð eru veiðileyfi. Gönguferðir til náttúru- skoðunar og fuglaskoðunar um nágrennið eru mjög vinsælar. Einnig er boðið upp á langar eða stuttar ferðir um næsta nágrenni. Hótelstjóri: Arnþór Björnsson. FV 6 1975 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.