Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1975, Page 59

Frjáls verslun - 01.06.1975, Page 59
En verð á lausum mátíðum er frá kr. 750 og morgunverður kostar kr. 380. Hótelstjóri: Tryggvi Guðmundsson. Hótel Þóristún, Þóristúni 1, Selfossi, sími 99-1633. Gisting: Hótel Þóristún, sem er eina gistihúsið á Selfossi hefur yfir að ráða 17 eins, tveggja og þriggja manna herbergjum. Átta herbergjum fylgir bað, en þar sem það er ekki, er bað á hverjum gangi. Svefnpokapláss er ekkert. Verð á eins manns herbergi án baðs er kr. 1500, en með baði kr. 2200. Verð á tveggja manna her- bergi án baðs er kr. 2500, en með baði kr. 3300. Á hótelinu er veitingastofa, en þar er framreidd- ur morgunverður á kr. 450. Aðrar máltíðir eru ekki fáanlegar á hótelinu. Hótel Þóristún hefur opið allan sólarhringinn allt árið. Dægrastytting: Ýmsir þeir gestir, sem dvelj- ast á hótelum kjósa að fara í dagferðir um næsta nágrenni. Frá Selfossi er stutt að aka til Heklu, í Þjórsárdal, undir Eyjafjöll eða að Stokkseyri eða Eyrarbakka. Einnig er hægt að velja ýmsar skemmtilegar gönguleiðir út frá Selfossi m. a. upp með Ölfusbökkum. Þá er í bænum sundlaug með gufubaði svo og ýmis söfn m. a. nýtt safn- hús. Á hótel Þóristúni er setustofa með sjónvarpi og útvarpi. Hótelstjóri: Steinunn Hafstað. Hótel Selfoss, Eyrarvegi 2, Selfossi, sími 99-1230. Veitingar: Veitingasalur er opinn frá kl. 8,00 til 23,30 daglega og er opið allt árið. Heitur matur er framreiddur frá kl. 11,30 til 21,30. Morgunverður er hlaðborð. Um helgar er úrval ýmis konar smárétta á boðstólum og óski gestir þess, geta þeir fengið útbúna nestispakka. Dægrastytting: Selfoss er miðsvæðis á Suður- landi og stutt til staða svo sem Eyrarbakka, Stokkseyrar, Hveragerðis og fleiri staða. Um- hverfi árinnar er fallegt til gönguferða og á Sel- fcssi er sundlaug, iþróttavöllur, golfvöllur, byggðasafn o. fl. Hótelstjóri: Ingveldur Sigurðardóttir. HÓtel Edda, Menntaskólanum Laugarvatni. Gisting: 114 rúm eru í 73 herbergjum og svefn- pokapláss eru í skólastofum, rúm með dýnum. Eins manns herbergi kostar kr. 1875 og tveggja manna kr. 2520. Morgunverður kostar kr. 415, hlaðborð, en aðrar máltíðir eru skv. matseðli. Opið er frá 17. júní til 7. sept. Dægrastytting: Setustofa með sjónvarpi er á hótelinu og á kvöldin gefst einnig tækifæri á að sjá íslenskar kvikmyndir. Sundlaug, gufubað, hestaleiga og bátaleiga eru á Laugarvatni auk þess sem staðurinn er miðsvæðis gagnvart mörg- um þekktum stöðum svo sem Heklu, Gullfossi, Geysi, Þingvöllum o. fl. Hólelstjóri: Erna Þórarinsdóttir. Hótel Edda, Húsmæðraskólanum Laugarvatni. Árnessýslu, sími 99-6154. Gisting: í Hótelinu eru 27 tveggja manna her- bergi. Verð fyrir einn í herbergi með baði er kr. 3225, en fyrir tvo kr. 4260. Hótelið hefur opið frá 14. júní til 31. ágúst. Morgunverðurinn kostar 415 kr. en verð á hádegis- og kvöldverði, er skv. matseðli. Dægrastytting: Á hótelinu er m. a. setustofa með sjónvarpi og bar. Einnig er þar saunabað. Fundarsalur með hátalarakerfi er í hótelinu, en sá salur rúmar 80 manns. Einnig eru tvö minni fundaherbergi. Veitingasalirnir eru opnir dag- lega frá kl. 8.00 til 23.00. Hótelstjóri: Huld Göethe. Gistihúsið Héraðsskólanum Laugarvatni, Gisting: Gistihúsið býður upp á 40 tveggja manna herbergi, en einnig er hægt að fá þau sem eins manns. Verð á tveggja manna herbergi er 1500 kr. Opið er frá 21. júní fram í miðjan ágúst. Morgunverðarhlaðborði er í gistihúsinu og aðrar máltíðir eftir matseðli. Dægrastytting: í Gistihúsinu er setustofa með sjónvarpi. Sundlaug og gufubað er á staðnum í umsjón Héraðsskólans. Frá gistitúsinu er stutt til Þingvalla, Hveravalla, Þórisóss, Hagavatns, Gullfoss, Geysis, Skálholts, Heklu og í Þjórsár- dal. Hestaleiga er á Laugavatni og sömuleiðis bátaleiga. Hótelstjóri: Bergsteinn Kristjónsson. FV 6 1975 59

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.