Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1975, Side 67

Frjáls verslun - 01.06.1975, Side 67
vilja lýsa niegiiiniðurstöðum þingsins? Gísli: — Megin niðurstaða þingsins er tvímælalaust, að út frá þjóðhagslegu sjónarmiði sé frjálst markaðskerfi það fyrir- komulag, sem ákjósanlegast verði að teljast fyrir þjóðfélag- ið í heild og í rauninni það eina hagkerfi sem , samrýmzt getur því lýðræði og frelsi sem þjóðin vill tileinka sér á sem flestum sviðum. En hitt kom einnig fram á þinginu, að ef nauðsyn krefur, þá getur verzl- unarstéttin sjálf mætavel að- lagað sig miðstýrðu markaðs- kerfi og fengið þannig engu verri kjör, en slíkt krefðist breyttra þjóðfélagshátta og breyttrar siðferðisvitundar. FV.: — I>að væri fróðlegt að fræðast lítið eitt um hlutverk Verzlunarráðsins og hvernig það er skipað? Gísli: — Hlutverk Verzlun- arráðsins er að gæta hagsmuna félaga sinna og efla frjálsa verzlun og frjálst framtak, til hagsbóta fyrir þjóðarheildina. Það fellur því undir hlutverk þess að efla álit og áhrif við- skipta sem atvinnugreinar, gagnvart stjórnvöldum og landsmönnum. Beita áhrifum sínum til að viðskiptalegum hagsmunum og rekstursgrund- velli einstakra atvinnugreina sé ekki mismunað í löggjöf eða at- höfnum stjórnvalda, og að láta viðskiptalífinu í té forystu, þekkingu og þjónustu í sem flestum efnum og viðhalda sem nánustu sambandi og samstarfi við erlend verzlunarráð. Verzlunarráðið eru frjáls samtök yfir 400 fyrirtækja, banka, tryggingafélaga, verzl- ana, flugfélaga, iðnfyrirtækja, ferðaskrifstofa o. fl. Félags- menn kjósa 19 manna stjórn, sem aftur kýs fimm manna framkvæmdastjórn. Stjórnin ræður framkvæmdastjóra og er hann og framkvæmdastjórnin háður samþykki aðalstjórnar um öll störf. FV.: — Hve ítarlegar upplýs- ingar getur Verzlunarráð veitt erlendum fyrirtækjum um stöðu viðskiptafyrirtækis hér á íslandi, ef þeirra er óskað, og gefur Verzlunarráð innlendum aðilum slíkar upplýsingar um innlend fyrirtæki? Gísli: — Á. s. 1. ári veitti upplýsingaskrifstofa Verziunar- ráðs íslands erlendum aðilum 2143 sinnum upplýsingar um lánstraust íslenzkra fyrirtækja og upplýsingar til innlendra að- ila voru á þriðja tug. Efni þess- ara upplýsinga er tvíþætt. í fyrsta lagi fjalla þær um þá menn, sem stjórna fyrirtækjun- um, og í öðru lagi fjalla upp- lýsingarnar um afkomu og efna- hag fyrirtækjanna. Þetta er mjög með sama sniði eins og er- lendar stofnanir, s. s. Dun & Bradstreet, haga þjónustu sinni. Verzlunarráðið hefur ekki gef- ið innlendum aðilum slíkar upplýsingar um aðra innlenda aðila, þó það aðstoði gjarnan félagsmenn sína við að meta viðskiptaáhættu þeirra. FV.: — Á hvaða heimildum Gísli V. Einarsson, fæddur 14. júní 1931. Foreldrar: Einar M. Erlendsson (f. 18.4 1904) og Halldóra Pálsdóttir (f. 28.5 1893). Kvæntist 2.3 1957, Eddu I. Eggertsdóttur (f. 28.12. 1931). Börn: Guðný Edda (f. 9.5 1958), Eggert Árni (f. 24.7. 1961), Halldór Páll (f. 28.4. 1964) og Gunnar Þör (f. 18.11. 1965). Menntun: Stúdent frá Verzlunarskóla íslands 1952. Cand. oecon. frá Háskóla íslands 1956. Framhaldsnám í Danmörku og Banda- ríkjunum 1956 og 1957. Störf: Fulltrúi hjá Verzlunarráði íslands og framkv.stj. félagsins Sölutækni 1957—1961. Skrifstofustjóri hjá Kassagerð Reykjavík- ur hf. 1961—1966. Iframkv. stjóri hjá Eggert Kristjánsson & Co. hf. frá 1966. Stundakennari við viðskiptadeild Háskóia íslands 1965—1970. Félagsstörf: Formaður Félags viðskiptafræðinema 1954—1955. 1 stjórn Stjórnunarfélags íslands 1961-—1970. í stjórn Félags ísl. stórkaupmanna 1968—1970. í skólanefnd Verzlunarskóla íslands frá 1967-—1974, þar af formaður skólanefndar frá 1971—1974. í stjórn Verzlunarráðs Íslands frá 1972 og kjörinn formaður Verzlunarráðs íslands í maí 1974. FV 6 1975 67

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.