Frjáls verslun - 01.06.1975, Qupperneq 79
F.V.: — Hvaða verkefni ern
það sem eru mest aðkallandi?
Heimir: — Ég er búinn
að nefna hafnargerðina, en auk
hennar held ég að telja megi
endurbætur á vatnsveitukerfi
og holræsum brýnustu verkefn-
in. Ég sagði áðan að staðurinn
hefði byggst upp í skorpum.
Vatnsveitu- og holræsakerfið
ber þess merki og horfir til
stórvandræða ef ekki verður
eitthvað að gert hið allra fyrsta.
Allar lagnir í þorpinu eru illa
unnar og án verkfræðilegs und-
irbúnings. Verksmiðjan býr við
vatnsskort og mörg íbúðarhús
eru vatnslaus mikinn hluta
dagsins. Fyrir skömmu var
verkfræðingur hér til þess að
athuga málin. Hann telur að
ekkert af því kerfi sem fyrir
er sé nýtilegt. Það þýðir að við
þurfum að endurbyggja allt
kerfið í bænum, en allra fyrst
verður að ná holræsunum burt
úr höfninni, en þau liggja út i
sjó alveg við frystihúsið. Ef vel
hefði átt að vera hefði verk-
fræðingur þurft að grípa inn í
fyrir 15 árum. Við vonumst til
að geta hafið endurbygginguna
á þessu sumri, en þarna horf-
um við fram á margra ára verk.
Verkfræðiskrifstofa Stefáns Ól-
afssonar, er að undirbúa verk-
ið fyrir okkur en samkvæmt
áætlun frá ársbyrjun 1975, áttu
framkvæmdir við vatnsveitu-
kerfið eitt að kosta 12V2 milljón
króna. Til fróðleiks má geta
þess að heildartekjur Raufar-
hafnar í fyrra voru um 17
milljónir og má af því sjá að
hér er um mikið átak að ræða
fyrir staðinn.
F.V.: — Getur Raufarhöfn
boðið aðkomufólki upp á við-
unandi húsnæði, ef það vili
koma og setjast hér að?
Heimir: — íbúum á Raufar-
höfn hefur fjölgað verulega frá
því 1973 og hefur það orðið til
þess að húsnæðisskortur fór að
gera vart við sig. En nú eru
húsbyggingar hafnar hér eftir
margra ára stöðnun á því sviði
og hvorki meira né minna en 12
hús eru nú í smíðum. Það sem
meira er þá eru húsin sem er
verið að byrja á staðsett við
götu, sem er hin fyrsta hér sem
er unnin eftir viðurkenndum
aðferðum, þ. e. það eru settar í
hana lagnir og skipt um jarð-
veg. Hún er hugsuð þannig að
hægt verði að setja á hana var-
anlegt slitlag eins og það er
kallað. Annars hefur verið
mjög erfitt að standa í hús-
byggingum á Raufarhöfn. Hér
vantar ótrúlega margt og þjón-
usta er í lágmarki. Núna erum
við að koma okkur upp véla-
kosti sem ætti að gera okkur
léttara fyrir. Við eigum jarð-
ýtu, krana og nýkeypt er loft-
pressa og traktorsskurðkrafa og
fl. að ógleymdum steypubíl,
sem er nýkominn hingað. Þá
er ætlunin að koma líka upp
steypustöð hér. Við teljum að
slík stöð sé nauðsynleg og ætti
hún að geta þjónað norðaustur-
hluta landsins. En þó að hrepp-
urinn sé að verða sæmilega vel
búinn tækjum þá eru ýmis
önnur þjónustusvið langt á
eftir. Trésmíðaþjónusta hér er
léleg, vélaviðgerðir takmark-
aðar og verslunarþjónusta í al-
gjöru lágmarki. Hér fást naum-
ast brýnustu nauðsynjar. Allt
þetta þarf að bæta sem allra
fyrst.
F.V.: — En verður húshygg-
ing á Raufarhöfn ekki alltaf
vafasöm fjárfesting þó svo að
þessir þjónustuþættir verði
bættir?
Heimir: — Fyrir skömmu
var gerð byggðaþróunaráætlun
fyrir Norður-Þingeyjarsýslu. Þó
við höfum margt við hana að
athuga þá gefur hún okkur
samt tilefni til þess að halda að
hér eigi ýmislegt jákvætt eftir
að gerast á næstu árum. í
skýrslunni er gert ráð fyrir að
á næstu tveimur árum verði
unnið að uppbyggingu niður-
suðu hér, trésmíðaverkstæðis,
alhliða vélaverkstæðis og gerð
fiskmóttöku fyrir frystihúsið.
Þá er einnig gert ráð fyrir
sjúkramóttöku og íþróttamann-
virkjum auk þess sem 3—4 í-
búðarhús verði byggð árlega.
Ef þessi áform verða að raun-
veruleika og við höldum áfram
að horfast í augu við staðreynd-
ir, þá er ég sannfærður um að
Raufarhöfn eigi sér bjarta
framtíð.
Mörg ný
hús eru nú í
byggingu
og húsnæðis-
skortur
gerir varf
við sig.
FV 6 1975
79