Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1975, Page 87

Frjáls verslun - 01.06.1975, Page 87
hefur verið tekið í notkun á árinu 1974 af íbúðum eða 244, sem er 10.6% af heildinni. Fjögur bagaleg atriði Gunnar S. Björnsson, for- maður Meistarasambandsins, hélt framsöguerindi á ráðstefn- unni og sagði hann m. a.: Ef litið er til baka má segja að það sem mest hefur bagað eðlilega og skynsamlega upp- byggingu íslenzkra byggingar- iðnaðarfyrirtækja megi skipta í fjóra meginþætti. í fyrsta lagi þær miklu sveiflur, sem orsakast hafa af ónógri stjórn í lóðamálum. f öðru lagi af afskiptum rík- isvalds af fjárveitingum til byggingarmála. í þriðja lagi sá þáttur, sem snýr að rannsóknum á sviði byggingarmála, en ekki hafa verið unnar upp neinar lang- tímarannsóknir eða plön að því leyti sem tryggt gæti heppi- legri byggingarmáta en verið hefur. í fjórða lagi þær álagningar- reglur, sem gilt hafa á vinnu byggingarmanna. Hjá lang- flestum greinum byggingar- iðnaðar er vinna langstærsti þátturinn í starfsemi fyrir- tækja, efnissala gegnir þar mjög litlu hlutverki. Þess vegna eru afkomu- og upp- byggingarmöguleikar slíkr? fyrirtækja að mestu bundnar þeim álagningarreglum, sem gildandi eru á hverjum tíma. Hækkanir allt upp í 354% á fimm árum Eftirfarandi upplýsingar komu fram í skýrslu formanns Meistarasambands bygginga- manna, fluttri á aðalí'undi sam- bandsins í vor, en þótt þær eigi ekki einungis við Norðurland, kunna þær að skýra nokkuð hversvegna byggingariðnaður- inn heldur ekki í við þöríina. A tímabilinu 1. október 1969 til 1. mars 1975 hefur efni og vinna hækkað sem hér segir: Timbur................. 354% Sement og steypa .... 253% Þakjárn & steypust. járn ............... 252% Trésmíði v/uppslátt utan- húss(ákvæðisv.) .... 230% Verkamannavinna .... 327% Heildarhækkun á rúm- unum er ............ 256% Hlutföll milli kostnaðar við vinnu og efni í fullgerðu húsi var: 1. júní 1973 1. mars 1975 Vinna 50,4% Vinna 43,6% Efni 49,4% Efni 56,4% Fram kom að hús í fokheldu ástandi væri aðeins um 27— 29% af heildarverði hússins. Fyrirkomulag lánveitinga óheppilegt? Einn framsegjenda á ráðr stefnunni var Bjarni Bragi Jónsson, forstöðumaður Áætl- anadeildar. Um fjármögnun byggingaiðnaðarins sagði hann orðrétt: Ekki verður fram hjá því gengið, þegar rætt er um fjár- mögnun byggingaiðnaðarins að vekja athygli á því mikla fjár- magni, sem ríkisvaldið veitir fyrir milligöngu Húsnæðismála- stjórnar til húsbygginga í land- inu. Sú spurning hlýtur að vera ofarlega í hugum þeirra, sem að þessum málum vinna, hvort annað fyrirkomulag á lánveit- ingum en verið hefur væri ekki heppilegra. Á þetta vil ég minnast hér vegna þess, að hlutverk bankanna í fjármögn- un þessa iðnaðar er nánast að brúa bil milli lána Húsnæðis- málastjórnar. Með slíku fyrir- komulagi, þar sem einstakir húsbyggjendur eru í reynd verktakar, hlýtur að vera ann- mörkum háð að mynda öflug verktakafélög, sem hagnýtt gætu kosti þá, sem stórar rekstrareiningar bjóða. Þótt ég hafi hér að framan rætt um lánamál byggingaiðnaðarins, vil ég að lokum leggja á það á- herzlu, að þau mál eru aðeins einn þáttur í þróun þessa iðn- aðar. Þar koma einnig aðrir þættir til ekki síður mikilvægir, eins og iðnmenntun, tækniþjón- usta, stjórnunarmál o. s. frv. Þess vegna er mjög nytsamlegt að menn ræði og skoði stöðu iðngreina frá víðum sjónarhóli eins og hér er gert. Vangeta lánakerfanna Loks er hér stuttur kafli úr framsöguræðu Sigurðar E. Guð- mundssonar, framkvæmda- stjóra Húsnæðismálastofnunar- innar, þar sem hann leitar skýr- ingar á fjármögnun bygginga nú: Athugavert er að á sl. ári hefur hlutur eigin fjármagns og annarra lána aukizt mjög frá því sem verið hefur síðustu ár- in. Á síðasta ári nemur hann 39.1% en nam t. d. 17.6% árið 1973 og 21.0% árið 1972. Senni- lega á þetta rætur sínaraðrekja til vangetu lánakerfanna til að fylgja til fulls eftir þeirri háu byggingaröldu, sem reis á árinu 1973 og 1974, þannig, að hlut- ur eigin fjármagns verður að aukast. Önnur skýring er senni- lega aukinn kaupmáttur al- mennings á þessum tima. Fleiri skýringar eru sjálfsagt til á þessu fyrirbæri. FV 6 1975 87

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.