Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1975, Page 89

Frjáls verslun - 01.06.1975, Page 89
um algjörlega. Tvisvar i mán- uði t. d. er Harry P. Letton, Jr. forstjóri Southern California Gas Co. ekki til viðtals. Þenn- an tíma notar hann til þess að lesa og fylgjast með. Þetta get- ur verið óþægilegt fyrir sam- starfsmenn en stjórnendur verða líka að gæta þess að vera ekki svo ómissandi að iþeir geti ekki verið frá hluta úr degi eða heilu dagana án þess að það komi sér verulega illa fyrir undirmenn þeirra. Annar algengur tímaþjófur eru fundir eða boð. Sé mikið um slíkt er rétt að forstjórinn ígrundi ævinlega hvort einmitt hann þurfi nauðsynlega að vera þar. Er ekki einhver annar í fyrirtækinu sem getur mætt í 'hans stað og ef þurfa þykir gefið honum stuttan úrdrátt frá fundinum? Margir stjórnendur mæta einnig hálftíma eða klukkutíma fyrr í vinnu til að geta unnið í næði smátíma og skipulagt verkefni dagsins, eða þeir loka sig af í hádegi til að sinna þeim hlutum. FRAMSELJIÐ VERKEFNI Oft er verkefnum skotið endalaust á frest vegna þess að stjórnandinn hefur ekki áhuga eða nægilega þekkingu á því. Stjórnandinn verður að reyna að meta hvort hann hafi nægi- lega þekkingu á verkefninu tii að geta leyst það á eðililegum tíma. Ef einhver annar getur leyst það á mun styttri tíma þá á stjórnandinn að framselja þeim verkið. Hér kemur að því erfiða hlutverki að ákveða hvað mað- ur á ekki að gera sjálfur. Oft verður það svo að stjórn- endur áætla sjálfum sér svo mikil verkefni, að þeir hafa engan tíma aflögu til hinna raunverulegu stjórnunarverka. Nokkrir af þeim þáttum, sem setja stjórnandann í þessa að- stöðu eru t. d. að stjórnandinn vill vera ómissandi — hann þarf að fylgjast með öllum verkefnum sjálfur og taka all- ar ákvarðanir eða eiga þátt í þeim — stjórnandinn getur ver- ið svo gagnrýninn á verk und- irmanna sinna að þeir verði ósjálfstæðir og þori ekki að taka nokkra ákvörðun án þess að bera þær fyrst undir hann, en slíkt er tímafrekt bæði fyrir stjórnandann og undirmenn, annað atriði, sem hér er þungt á metunum er að stjórnandinn vanmetur og vantreystir oft undirmönnum sínum um of, og þar með fara þeir á mis við að fá tækifæri til að reyna sig. Hæfileikinn til að nýta und- irmennina á árangursríkan hátt er og verður einn af stærstu kostum góðs stjórn- anda. Tíminn er peningar og þess vegna er ástæða til þess fyrir stjórnendur að gera góðar tímaáætlanir ekki síður en fjárhagsáætlanir. Hér h?fur því aðeins verið drepið á nokkur atriði sem þar mætti hafa í huga. Ref. MacKenzie, R. Alex, „The Time Trap“, AMACOM, New YORK, 1972 „Projectledelse“ NTNF, OSLO 1973 „Business Week“ Mareh 3, 1975, bls. 68. HÓTEL EGILSBÚÐ NESKAUPSTAÐ Ferðafólki á Austurlandi viljum við benda á þá stað- reynd, að við starfrækjum hótel allt árið í hinum nýju og glæsilegu húsakynnum félagsheimilisins. Bjóðum gistingu, svefnpokapláss, mat, kaffi og alla þá þjónustu, sem hægt er að veita. Verið velkomin til Neskaupstaðar. HÓTEL EGILSBÚÐ EGILSBRAUT 1 - SÍMI 97-7321 FV 6 1975 89

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.