Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1975, Blaðsíða 90

Frjáls verslun - 01.06.1975, Blaðsíða 90
Fyrirlaeki, framleiðsla Byggingariðjan hf.: Sfórfelld framleiðsluaukning húseininga í undirhúningi Tímamót eru framundan hjá Byggingariðjunni hf. við Breið- höfða í Reykjavík, og kemur þar tvennt til að sögn Helga H. Árnasonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Annarsvegar er fyrirtækið búið að festa kaup á nýrri steypustöð, en sú sem fyrir er, er of litil fyrir fram- leiðslumöguleika verksmiðj- unnar og hefur háð starfsem- inni nokkuð. Hitt er svo sam- starf við sænskt fyrirtæki um hönnun og framleiðslu veggja- cininga í fjölbýlishús og telst Helga til að með því móti verði unnt að lækka byggingarkostn- að fjölbýlishúsa um 20 til 25%. Félagið um Byggingariðjuna var stofnað 1959 og í upphafi var reiknað með að framleiða einingar til íbúðarhúsabygg- inga. Fljótlega þróaðist starf- semin þó nær eingöngu út í framleiðslu eininga í stærri hús, svo sem vörugeymslur, verslun- arhús, frystihús, iðnaðarhús o. fl. Árið 1968, þegar Breiðholts- framkvæmdirnar hófust, var byggt við verksmiðjuna og keypt mót til veggjaframleiðslu og framleiddar útveggjaeining- ar í 300 íbúðir. Meðan á þeirri framleiðslu stóð, jókst eftir- spurnin ef-tir einingum í stór- hýsi svo verulega, að útveggja- framleiðslunni til íbúðahúsa var svo til hætt að verkefninu loknu til að anna eftirspurn í stórhýsi. Of lítil steypustöð var þess m. a. valdandi að ekki var unnt að sinna báðum verkefn- unum í einu, sem skyldi. Nú leggur fyrirtækið aftur aukna áherslu á einingaframleiðslu í íbúðabyggingar og nú er t. d. verið að ljúka við byggingu fjögurra einbýlishúsa í Foss- vogi úr einingum frá Bygging- ariðjunni. Ekki er það vegna þess að dregið hafi úr eftir- spurmnni eftir stærri eining- um, því afgreiðslufrestur eftir þeim hefur stundum verið upp í ár. Nýja steypustöðin kemst væntanlega í gagnið í ár og taldi Helgi þá mögulegt að framleiða 50 einbýlishús á ári. Annars framleiðir verksmiðjan um 60 þúsund fermetra af rifja- plötum árlega, en þær eru not- aðar í gólf, veggi og loft. Þá eru framleiddar tvær gerðir bita upp á sex til sjö þúsund metra á ári. Stálið, sem notað er í strengjasteypuna í bita- framleiðslunni, er strengt en það þýðir að steypan springur síður og nýtist betur þar sem hún er stöðugt undir þrýstingi, sem eykur burðargildi hennar. Þá er stálið fjórum til fimm sinnum sterkara en venjulegt steypustyrktarjárn, en aðeins tvöfalt dýrara. Varðandi sænska samstarfið, sem áður er nefnt vilja Svíarnir veita tæknilega aðstoð við að gera byggingariðnaðinn hag- kvæmari, og jafnvel enn frek- ari aðstoð við framkvæmdir, en það síðastnefnda er háð sam- þykki yfirvalda. Með aðferð Svianna fara fjórar vinnustund- ir að meðaltali í hvern fer- metra, en með því að kanna út- reikninga Hagstofu íslands á visitöluhúsinu, virðast fara 15 vinnustundir í hvern fermetra hér, miðað við hefðbundnar að- ferðir. Byggingariðjan bíður nú eftir lánafyrirgreiðslu til þess að geta stækkað verksmiðjuna svo unnt verði að hefjast handa á þessu verkefni og reiknaði Helgi með að starfsmenn gætu orðið allt að 60, ef til kæmi, en þeir eru jafnan 20—30. Helgi H. Árnason, fram- kvæmda- stjóri. f baksýn má sjá tilbúnar einingar. 90 FV 6 1975
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.