Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1975, Side 96

Frjáls verslun - 01.06.1975, Side 96
Ilm hcima 05 scima „Heyrið þér, leigubilstjóri, tengdamóðir mín þarf að ná flugvélinni norður, svo þér megið til að aka eins hratt eins og þér getið“. Bílstjórinn leit á tengdamóð- urina: „Já herra, eins og hún væri mín eigin.“ Hollenski ulanríkisráðherr- ann var að þvi spurður á ferða- lagi í Svíþjóð hvers vegna Hollendingar þyrftu tvo ulan- ríkisráðherra á meðan Svíþjóð hefði bara einn. „Það er auðskiljanlegt“, svaraði utanríkisráðherrann. „Því minna sem landið er því stærri er heimurinn fyrir utan það.“ í rútunni: Nokkuð illa á sig kominn og óþverralegur settist maðurinn i aftursætið í rútunni. Eftir nokkra stund snéri hann sér til hægri og spurði: „Hafið þér einhverja pen- inga á yður?“ „Nei“. Litlu síðar snéri hann sér til vinstri og spurði unga stúlku hvort hún væri með einhverja peninga á sér. — „Nei“. Litlu síðar kom bílstjórinn og bað um fargjaldið. Réttir þá sá óþrifalegi fram hendina og segir: „Ég vil gjarnan borga fyrir alla. Þau eru nefnilega blönk“. Frúin talar við nýgifta dóttur sína: „Já, það kann nú aö vera aö þú verðir mamma eftir níu mánuði... “? „Það er nú meiri sannlcikur í því að þú verðir anima eftir sex mánuði.“ Á meðan á yfirheyrslum stóð blaðaði rannsóknarlögreglu- maðurinn í skýrslu um hinn ákærða. „Ég sé hér að þú hefur komið víða við góði, verið handtekinn fynr rán, innbrot og nauðgun." „Já, herra,“ svaraði sak- borningurinn næversklega, „Það hefur tekið mig nokkurn tíma að finna út í hverju ég er beztur“. — ® — „Heldur þú að páfinn leyfi prestum að kvænast,“ spurði prestur annan prest. „Það gerist ekki á okkar tím- um, ef til vill á tímum barn- anna okkar.“ Tvær konur voru að tala um hjónaband þeirra. „Getur þú séð hvenær mað- urinn þinn er að ljuga?" „Já, ef hann hreyfir varirn- — • Eiginmaðurinn liafði verið nokkurn tíma erlendis. Þegar kona hans var spurð, livort hún væri ekki farin að sakna hans, svaraði hún: „Nei, alls ekki, ég kann svo Ijómandi við að hafa bílinn al- veg útaf fyrir mig! 96 FV 6 1975

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.