Frjáls verslun - 01.06.1975, Page 97
Þegar hreingerningarkonan
hafði verið 20 ár í þjónustu
bankans fór hún til banka-
stjórans:
„Eftir 20 ára starf þá ætl-
aði ég að athuga hvort ég gæti
ekki fengið lykilinn að pen-
ingageymslunni svo ég þurfi
ekki að vera að dýrka hann
upp á hverju kvöldi þegar ég
geri hreint.“
mis ROMA I 1 Da^RJEXsJCíl
J S | k 1 r r
— Hvað get ég gert, læknir,
til þess að nefið á mér sé ekki
alltaf svona rautt?
— Ef þetta er meðfætt, er
ekkert að gera við því, en ef
þetta er vegma drykkjuskapar,
skaltu bara drekka áfram.
— Getur það eitthvað hjálp-
að?
— Já, þá verður það bráðum
fjólublátt.
— ® —
Saga sögð árið 2000: Þegar
Glistrup dó fór hann til vítis
og baðst þar dvalar. Djöfl-
inum lcist strax vel á manninn
og bauð honum inn. Ekki var
liðinn nema hálfur mánuður
þegar knúð var dyra í himna-
ríki. Sankti Pétur kom til dyra
og þegar hann sjá sjálfan djöf-
ulinn þar spurði hann undrandi:
Hvað í ósköpun'um ert þú eig-
inlega að gera hér? Og djöf’ull-
inn svaraði alveg niðurbrotinn:
Ég er kominn hér til að biðjast
hælis sem pólitískur flóttamað-
ur.
— 9 —
íslendingur, Ameríkani og
arabískur olíukóngur hittust á
bar í London.
ísleradingurinn: Ég á 10 syni
svo mig vantar aðeins einn upp
á að eiga heilt fótboltalið.
Amerikaninn: Ég á 14 syni
svo mig vantar ekki nema einn
upp á að eiga heilt rúbbílið.
Arabinn: Ég á 17 konur svo
mig vantar ekki nema eina upp
á að eiga 18 holu golfvöll.
Sigga var að sækja um vinnu
og hafði lagt öll skjöl sín fyrir
vinnuveitandann.
— Ég sé hér að þú ert fædd
utan hjónabands.
— Já, að vissu marki, svaraði
Sigga, Pabbi var giftur en
mamma ekki.
Svíinn sjálfsánægður: Ég
reyki ekki, drekk ekki og
stunda ekki kvennafar, en
andsk.....hef ég nú rétt einu-
sinni gleymt pípunni minni á
kvennaklósettinu á barnum.
Amma horfði hugfangin á
dólturdóttur sína horfandi á
fallega mynd um endur í sjón-
varpinu.
Amman: Finnst þér endurnar
ekki dásamlcgar elsku vina?
Stúlkan: Amma mig langar í
kjúkling.
— Nú ligg ég aldeilis í því
vinur, sagði dap'ur maðurinn og
starði ofan í tómt glasið sitt á
barnum og átti ekki fyrir
meiru.
— í öll þessi ár hef ég af-
hent konunni minni launin mín
mónaðarlega, en um daginn
komst hún að því að ég er á
vikulaunum.
Þreytulegur maðurinn kom á-
samt konu sinni að miðasölu
kvikmyndahússins til að kaupa
miða á myndina: Ferðin til
tunglsins. Hann rétti fram pen-
inga og sagði: Tvo miða upp og
einn til baka.
FV G 1975
97