Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1975, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.09.1975, Blaðsíða 9
Mál Sölustofnunar lag- metis eru í mesta ólestri eins og fram hefur komið í fréttum. Við nánari rannsókn hefur komið í ljós að slæglega hefur verið gengið frá samn- ingum við erlenda kaup- endur víða um lönd og kom það m. a. síldarsölu- nefndinni, sem var ný- lega í Moskvu í koll og tafði fyrir samkomulagi. Vitnuðu Rússar þar í eldri samninga við Sölu- stofnun lagmetis, m. a. ákvæði 'um að mál, er upp kynnu að rísa út af ágreiningi um samning- inn skyldi reka fyrir sovézkum dómstólum! En nú er forstjórinn far- inn frá lagmetinu með þremur skilyrðum, sem hann ku hafa sett stjórn stofnunarinnar: að hann færi strax en fengi 6 mánaða laun, og að stjórnin héti því að segja ekkert við hlöðin um ó- fremdarástandið hjá stofnuninni! Foringjar bílainnflytj- enda standa enn í viðræð- um við Eimskipafélagið og vilja betri kjör í við- skiptum við það. Ekki er ljóst, hvernig samkomu- lagsumleitunum lyktar en allar horfur eru á því, að bílainnflytjendur kaupi sérstakt skip til sinna nota og geri það út í nafni félags, sem nefnist Nes- skip. Eims'kip hefur hins vegar boðið bílainnflytj- endum nýja þjónustu og bætta aðstöðu, m. a. standsetningaraðstöðu á athafnasvæðum félagsins. Margir forstöðumenn fyrirtækja, sem leitað hafa eftir þjónustu frá auglýsingastofum, hafa átt erfitt með að skilja reikningana, sem þær merku nútímastofnanir hafa sent frá sér. Þar er ýmislegt tínt til og næst- um óhjákvæmilegt er, að liðurinn AKSTUR hljóði upp á nokkur hundruð ef ekki þúsund krónur. Til viðbótar koma svo allir einstakir vinnuliðir og núna um daginn sást nýtt atriði á slíkum reikningi frá auglýsingastofu: HUGMYND .. 18.000 kr. Með tilkomu litasjón- varps á íslandi yrði veru- legur hluti af sjónvarps- tækjakosti landsmanna endurnýjaður. Aðflutn- ingsgjöld nýrra sjón- varpstækja myndu vænt- anlega renna til uppbygg- ingar litsjónvarpskerfis fyrir landið allt. Hins vegar hefur ríkisvaldið víst augastað á einhverju meiru en aðflutnings- gjöldum í þessu sam- bandi. Þannig hefur kom- ið alvarlega til athugunar hjá opinberum aðilum að endurvekja Viðtækja- verzlun rikisins til þess að ríkið fái nú líka umboðs- laun í sinn hlut. Nemendur .úr Fisk- vinnsluskólanum gerðu góða reisu til Leningrad í sumar, þar sem þeir sóttu sjávarútvegssýningu og skoðuðu sovézkar fisk- verkunarstöðvar. Þótti ferðin takast allvel en eitt skilyrði sett'u Rúss- arnir þó, sem sé að ein- staklingamir í hópnum gengju allir í MÍR, Menn- ingartengsl íslands og Ráðstjórnarríkjanna. Landhelgisgæzlan er nú að gera klárt fyrir hugsanleg átök vegna verndunar hinnar 200 mílna fiskveiðilögsögu. Varðskipsmenn kvarta sáran undan að byssurnar á skipunum séu fornald- arverkfæri, sem geti reynzt beinlínis hættuleg þeim sjálfum, með því að springa í loft upp sakir ellihrumleika. Patrónurn- ar eru sumar frá 1904 og eru sendar til fyllingar til Danmerkur. Ástæðan fyr- ir því að ekki eru fengn- ar nýjar fallbyssur er að- aðlega sú, að á þessar gömlu byssur þarf tvo menn, en á nýjar byssur þyrfti þrjá! Ýmsir hafa leitt getum að því, hverjir séu sterk- ustu aðstandendur Dag- blaðsins í fjármálalegu tilliti. Albert Guðmunds- son, alþingismaður, er þar efstur á blaði, en auk hans . hefur Emanucl Morthens, einn af máttar- stólp'um Alþýðuflokksins verið orðaður við nýja blaðið. Þá er staðhæft, að Gísli Sigurbjörnsson, for- stjóri Elliheimilisins Grundar, sé meðal at- kvæðamestu eigenda og ennfremur Páll nokkur Pálsson, forstjóri Háskóla- happdrættisins, en um- svif hans í kaupsýslu hafa farið áberandi vaxandi í seinni tíð, m. a. mun hann einn mesti innflytjandi hljóðfæra til landsins um þessar mundir. FV 9 1975 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.