Frjáls verslun - 01.09.1975, Blaðsíða 53
Fyrirtaeki, Iramlciðsla
Osta- og smförsalan:
Hefur lagt áherzlu á fjölbreytni,
vandaðar umbúðir
og öfluga fræðslustarfsemi
—■ Sala á ostum hérlendis hefur tvöfaldazt á fim m árum, úr þremur kílóum á mann á ári í sex kíló.
Einnig er athyglisvert að aukningin heldur áfram, er um 10% milli ára, þannig að við m'unum fljót-
lega ná sama marki í ostaneyzlu og nágrannaþj óðir okkar, sem neyta að meðaltali 9—10 kílóa á ári
á hvert mannsbarn.
Þetta sagði Óskar H. Gunn-
arsson, forstjóri Osta- og smjör-
sölunnar í viðtali við Frjálsa
verzlun fyrir nokkru. Hann
bætti því við, að ástæður fyrir
þessari auknimgu í sölu osta
væru fyrst og fremst meiri fjöl-
breytni í framleiðslu, vandaðar
umbúðir og öflug fræðslustarf-
semi um notkun osta við mat-
argerð og neyzlu þeirra al-
menmt.
1200—1300 TONN Á ÁRI
Það lætur nærri, að árleg
sala osta 'hér á landi sé milli
1200—1300 tonn. í samvin.nu
við Samband ísl. samvinnufé-
laga hefur Osta- og smjörsalan
stundað útflutning á ostum,
sem nam 1040 tonnum í fyrra,
en hann hefur dregizt saman
um 30—40% í ár vegna sölu-
aukningar innanlands.
Þar sem því hefur oft verið
ha'ldið fram, að lágt verð feng-
ist fyrir mjólkurafurðir okkar
á erlendum mörkuðum má
benda á, að með útflutning á
ostum fyrir augum hefur verið
lögð áherzla á framleiðslu dýr-
ari tegunda, sem gefa betra
verð á erlendum mörkuðum.
Óskar H. Gunnarsson, forstjóri
Osta- og smjörsölunnar, í skrif-
stofu sinni í bækistöðvum fyrir-
tækisins við Snorrabraut.
Þannig er svonefndur Óðals-
ostur frá þremur mjólkurbúum
norðanlands um 70% af innan-
landsverði útflutningsins, Þessi
þrjú bú eru á Hvammstanga,
Akureyri og Húsavík og hafa
þau efcki getað aukið fram-
leiðslu sína vegna húsnæðis-
örðugleika. Úr mun þó rætast
fljótlega og þá skapast jafn-
framt grundvöllur fyrir meiri
fjölbreytni í framleiðslu bú-
anna en nú er.
TIL BANDARÍKJANNA OG
SVÍÞJÓÐAR
íslenzkur ostur er aðallega
fluttur út til Bandaríkjanna og
Svíþjóðar. í Bandaríkjunum
höfum við kvóta fyrir 300 tonn
af mjólkurosti á ári en innflutn-
ingur á Óðalsostinum er frjáls
þar. Óðalsosturinn er settur í
umbúðir tiil útflutnings hér og
greinilega merktur sem íslenzk
vara en mjólkurosturinn er
seldur utan í heilu lagi og
pakkað í pökkunarstöð kaup-
anda vestan hafs, sem þó auð-
kennir vöruna sem íslenzka
framleiðslu. Hið sama gildir í
meginatriðum í Svíþjóð einnig.
FV 9 1975
53