Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1975, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.09.1975, Blaðsíða 65
stofnana, og einn húsgagna- arkitekt. INNHVERF MARKAÐSSTEFNA í niðurstöðum segir fyrst að á undanförnum árum hafi ekki verið knýjandi nauðsyn fyrir framleiðendur að stunda mark- legar aðgerðir og eru þeir því flestir fremur innhverfir í markaðstefnu og taka ákvarð- anir meira út frá framleiðslu- sjónarmiðum. Höfundar skýrslunnar telja að búast megi við hægum vexti á húsgagnamarkaði á ís- landi á næstunni og telja að framleiðendur geti gert meira af því, að velja ákveðna neyt- endahópa og þjóna þeirra þörf- um. Þá geta framleiðendur gert sér grein fyrir stærð markaðar fyrir vissar tegund- ir af húsgögnum og einnig val- ið sér ákveðin markaðssvæði. Markaðshlutdeild innlendu framleiðslunnar hefur verið mjög há, undanfarin ár, 90 til 98 prósent, en fer nú lækkandi. Þetta hefur stafað af innflutn- ingshömlum og háum tollum. Eins og fyr.r segir er mikið af smáfyrirtækjum í húsgagna- iðnaði og hjá 71 prósent fyrir- tækjanna vinna færri en fimm starfsmenn. Á landinu öllu eru 38 fyrirtæki í þessari iðngrein, með 5 starfsmenn eða fleiri og 29 þeirra eru í Reykjavík og nágrenni. Hvert þeirra 38 fyr- irtækja hefur því svigrúm á markaðnum sem nemur 5.553 mönnum, en hliðstæð tala í Noregi er 12.468 menn. ÍSLENZK GÆÐAVARA fslenzk húsgögn eru talin hafa þann kost helstan að þau séu gæðavara og jafnari að gæðum en innflutt húsgögn. Verðlag er talið sambærilegt við erlendar vörur. Helstu ó- kostir íslenzkra húsgagna eru taldir þeir, að vö.ruval er tak- markað og of lítið gert af því að skipta um vörutegundir. Þá er talið að lokafrágangi sé á- bótavant. Húsgagnasalar höfðu orð á límgöllum, og að lakká- ferð væri óbótavant. Framleiðendur óttast vax- andi innflutning, er toliar lækka og innflutningshömlur hverfa. Húsgagnasalar vilja gera minna úr þeirri hættu. íslenzkir ihúsgagnaframleið- endur hafa flestir reynt að starfa með húsgagnaarkitekt- um, en hafa fæstir starfað ná- ið með þeim og sækja hug- myndir sínar oftast til er- lendra fyrirmynda. Hefur oft skort samstarfsvilja og þolin- mæði hjá báðum aðilum. Of lítið er gert af því að skapa vöru fyrir ákveðinn hóp not- enda og ákveðinn verðflokk, heldur er reynt að gefa henni almennt gildi og síðan athugað hvað hún kostar. Þá er talinn skortur á ýmsum sérhæfðum húsgögnum, svo sem barna- húsgögnum. TENGSL FRAMLEIÐENDA OG SELJANDA. í skýrsiunni kemur fram að skortur sé á tengslum milli húsgagnasala og framleiðenda, þó að engir milliliðir séu þar á milli. Afleiðing gagnkvæmr- ar tortryggni hefur orðið sú, að húsgagnasalar vilja ekki selja undir merkjum framleið- enda og framleiðendur fara í vaxandi mæli út í verzlunar- rekstur. Á landinu eru skráð- ir 74 aðilar, sem selja húsgögn en framleiðendur eru 38, eða um helmingi færri. Sölustarfsemi húsgagnafram- leiðenda er yfirleitt mjög ó- fullkomin og auglýsingar og kynningarstarfsemi lítið notuð tæki. Húsgagnaverslanir miða yfirleitt starfsemi sína ekki við ákveðna hópa neytenda, en þó bendir margt til að verzlanir hafi ákveðinn hóp viðskipta- manna, svo sem það, að hús- gögn sem eru hætt að seljast í einni verslun, geta selst vel í annarri. Húsgagnasalar halda því fram að þeir haldi erlend- um húsgögnum ekki meira fram en íslenskum en ein- hverra efasemda gætir um þetta atriði hjá framleiðendum. SAMSTARF UM SÖLU. Lagt er til í skýrslunni að framleiðendur, sem ekki eru í beinni samkeppni, myndi með sér sölusamstarf, sem í raun yrði söludeild fleiri en eins framleiðenda. Með því móti getur einn maður einbeitt sér að sölustarfi og haldið miklu nánara sambandi við markað- inn. Nú eru sölustörf gjarnan unnin í frístundum forstjór- ans. Höfundar leggja til að meira mið verði tekið af þörfum markaðarins, ákveðnir neyt- endahópar hafðir í huga og kynningarstarfseini beitt í meira mæli. Þá verði fjöl- breytni aukin, til að mæta vaxandi samkeppni og gæða- eftirlit gert skipulegra. Leit- að verði í ríkara mæli til sér- fræðinga utan fyrirtækisins og þá sérstaklega til húsgagna- arkitekta. Sölusamstarf gerir kröfur til þess að samræmi sé í hönnun framleiðenda og stærri rekstrarhópar ráða bet- ur við þann kostnað, sem skipulegri hönnunarstarfsemi fylgir. Án hennar get.ur aldrei orðið um útflutning á hús- gögnum að ræða. Lagt er til að samstarf hús- gagnasala og framleiðenda verði miklu nánara og talið að verslunarrekstur geti orðið framleiðanda fjötur um fót, þegar horft er til langs tíma sökum óhagkvæms sölumagns og óhagkvæmrar framleiðslu. UPPLÝSINGAR SKORTIR. Loks benda þeir Guðmundur og Þráinn á það, að þörf sé miklu meiri upplýsingasöfnun- ar, þar sem f.ram kæmi fram- leiðsla og sala á einstökum vörutegundum. Slíkar upplýs- ingar eru nauðsynlegar til að geta áttað sig á markaðnum. Þá er nauðsynlegt að sams- konar skýrslur séu haldnar yf- ir innflutning og útflutning. í lok skýrslunnar eru þrír kaflar, þar sem fjallað er um einkenni íslenska markaðarins, einkenni íslenska húsgagnaiðn- aðarins, og núverandi aðferðir við markaðssetningu húsgagna á innlendum markaði. Loks eru í bókinni 17 töflur og 11 viðaukar með ýmsum upplýs- ingum. Hér hefur verið unnin mik- il grunnvinna, sem getur kom- ið að notum við frekari að- gerðir á þessu sviði. FV 9 1975 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.