Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1975, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.09.1975, Blaðsíða 25
eru á veginum. í þessurn efnum. Náttúruverndarmenn hafa t. d. lagst gegn virkjunum á stöðum, sem eru mikils virði frá sjónar- miði náttúruverndar. Nú er svo komið, að framundan er raf- orkuskortur í Noregi, en því hefðu menn ekki trúað til skamms tíma. Miðað við þá útreikninga sem nú liggja fyrir, en ársfram- leiðsla raforku er um 76.600 kílówattstundir, miðað við vatnsmagn í ám sem virkjaðar hafa verið. Ef öll hugsanleg vatnsföll verða beisluð má auka framleiðsluna um 72.900 kíló- wattstundir, en frá hagfræði- legu sjónarmiði borgar sig ekki að nýta nema um 38.400 kw- stundir af umræddu vatnsafli. Þegar því marki hefur verið náð, borgar sig fyrir Noreg að nýta aðrar orkulindir en vatns- afl, eins og t. d. gufuafl og kjarnorku. Umhverfisverndaraðilar hafa lagst gegn frekari nýtingu vatnsorkunnar í Noregi, eins og fyrr greindi, á þedm forsendum, að virkjunarframkvæmdir eyði- leggi umhverfið og ýmisa fal- lega staði úti í náttúrunni. Nofckrar vatnsmiklar ár, sem hægt væri að virkja og fram- leiða 10 millj. kw-stunda raf- orku með vatnsorku þeirra, hafa þegar verið friðaðar af náttúruverndaryfirvöldum. GAS OG OLÍA EKKI ÓÞRJÓTANDI EINS OG VATNIÐ Norsk stjórnvöld hafa gert sér ljóst, að olíu- og jarðgas- auður þjóðarinnar er ekki ó- þrjótandi, eins og vatnsaflið. Af þessum sö'kum hefur stjórn- in ákveðið að fara að öllu með gát hvað viðkemur nýtingu gas- og olíusvæðanna, sem fundist hafa við strendur lands- ins. Orkuframleiðsla Noregs nægir þess vegna efcki til að svara aukinni eftirspurn, miðað við gerðar áætlanir um upp- byggingu iðnaðarins. Árið 1973 var nettóraforkunotkun 60.835 kw-stundir og olíunotkunin 8,1 millj. tonna. Ef reiknað er með að orkuframieiðsla landsins aukist um 3,4% á tímabilinu 1974—80, miðað við 4,9% á ár- unum 1965—73, skapast 5.000 millj. kw-stunda orkuskortur í Noregi árið 1988 og í kringum 1990, verður hann kominn upp í 15.000 millj. kw-stundir, þ. e. a. s. ef vatnsaflið verður eina orkulindin sem nýtt verður til raforkuframleiðslu. Þessi fram- leiðsla nægir hvergi til að mæta raforkueftirspurn almennings og efna- og málmiðnaðarins. Stjórnvöld hafa viðurkennt, að búast megi við minnkandi framleiðslu þessara iðngreina í náinni framtíð, sem hefur að sjálfsögðu áhrif á hagvöxtinn og heildarþjóðarframleiðsluna. Einnig má búast við atvinnu- leysi í þessum iðngreinum, svo að stjórnin ætlar að beina fólk- inu yfir í olíuiðnaðinn, þar sem vinna er mikil. Reiknað er með að orkufrekur iðnaður reyni að mæta orkuskortinum með betri tækjum — og orkunýtingu, endurnýjun vélabúnaðar með nýtískulegri tækjum og vélum, enda er vitað að umræddar iðn- gneinar nota þegar mun meiri raforku en samkeppnisaðilar í öðrum löndum og stafar það af því hve ódýr raforka er í Nor- egi. HVERT Á AÐ STEFNA — HVAR ER JAFNVÆGIÐ Hin nýja orkustefna á að ná því takmarki, að jafnvægi sfcap- ist mi'lli orfcunýtingar, um- hverfisverndar og skynsamlegs hagvaxtar. Stjórnvöld ætla ekki að minnka orkunotkun al- mennings, en þó á að hækka smásöluverðið, til að fólk hugsi meira um hagkvæmari nýtingu raforkunnar í eigin þágu; þar að auki á að auka rannsóknir á sviði orkunotkun- ar og sparnaðar í þessu sam- bandi. Rífcisvaldið ætlar að nota raforkuverðið sem vopn í baráttunni fyrir orkusparnaði og aukinni hagnýtingu raf- magns almennt. Ríkisstjórnin hefur þegar lagt fram tillögu um 15% hækkun smásöluverðs rafmagns, en sérstök stjórn- skipuð nefnd vildi hækka verðið um 25%. Hækkað raf- orkuverð á m. a. að hvetja menn til að einangra hús sín betur og lækka hitastigið á heimilunum. Þá er almenningur hvattur til að nota raforku til húsahitunar en efcki olíu. KJARNORKA EÐA GUFU- AFL? Kannaðar hafa verið leiðir til að nota kjarnorku eða gufuafl til raforkuframleiðslu, — t. d. væri hægt að nota jarðgas Norðursjávarins til að fcnýja gufuaflsstöðvar á hagkvæman hátt. Mikil andstaða hefur kom- ið í Ijós gegn hugsanlegri nýt- ingu kjamorku í þessu sam- bandi, eins og víðar. Norska þingið hefur tekið þessi mál til meðferðar og skipað sérstaka orkunefnd til að kanna þau nánar. Ef kjarnorkuver verður byggt í Noregi, getur það tekið til starfa í fyrsta lagi árið 1987, en bygging þess er háð sam- þykki þingsins. GASI DÆLT A LAND í NOREGI? í samningum ríkisvaldsins og olíufélaganna, sem leyfi hafa til olíuvinnslu á Frigg-svæðinu við Noregsstrendur, er gert ráð fyrir að hægt verði að dæla jarðgasi á land í Noregi, ef stjórnvöld óska þess, en að svo komnu máli er hagkvæmara að dæla því til Bretlands eða meginlandsins. Gasleiðsla frá gasliíndum til Noregs yrði afar dýr. Kostnaðaráætlun í þessu sambandi nemur nú um 7.000 milljónum norskra fcróna. ALÞJÓÐASAMVINNA NAUÐSYNLEG Jafnvel þótt Norðmenn séu ein orkuauðugasta þjóð verald- ar, þá gera þeir sér fyllilega grein fyrir því, að alþjóðleg orkusamvinna er nauðsynleg. Norðmenn segja, að orkuskort- ur sé alþjóðlegt vandamál, sem leysa eigi með alþjóðlegum að- gerðum. Á næsta ári hafa þeir boðað til ráðstefnu í Noregi um þessi mál, sem á að heita „Energia ’76“, og samtímis henni á að halda mifcla sýningu um orkunotkun og orkusparn- að. FV 9 1975 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.