Frjáls verslun - 01.09.1975, Blaðsíða 41
kvæm atriði. Einnig geta kröf-
ur um leynd skipt máli í þessu
sambandi.
Símafundir eru því heppi-
legri sem fundarmenn þekkj-
ast betur. Ekki er talið æski-
legt að koma á persónulegum
kynnum með símafundum.
Líkurnar á því að símafund-
ur verði tekinn fram yfir ferða-
lag eru því meiri sem ferðalag
til fundarstaðar tekur lengri
tíma. Einkum virðist þetta á-
berandi, ef ferðin tekur meir
en tvær klukkustundir í hvora
átt. Áhrif þessa þáttar kunna þó
að vera mismunandi eftir stað-
háttum og því varhugavert að
nota erlendar kannanir á ís-
lenskar aðstæður.
Meginkostir símafunda mið-
að við hefðbundnia fundi augliti
til auglitis virðast vera þessir:
— minni ferðalög
— aukið aðhald á þátttakend-
um að setja hugsanir sínar
skýrt og skipulega fram
— unnt er að koma fundum á
með litlum fyrirvara
— aðgangur er að öllum gögn-
um á s'krifstofu sérhvers
þátttakanda
— þátttakendur eru neyddir
til þess að hlusta á hvern
annan.
Meginókostir eru hins vegar:
— ek'ki er unnt að sýna öðrum
þátttakendum gögn (reikn-
inga, skýrslur o. s. frv.)
— vandamál í sambandi við að
greina, hver talar
— engin sjónskynjun með sam-
fara upplýsingatapi
— ringulreið þegar tveir tala
samtímis
— erfiðleikar á stjórn umræð-
unnar
— takmörkun á óþvingaðri
rökræðu.
• Áhrif
kostnaðar
Áhrif kostnaðar við að koma
á símafundi annarsvegar og að
ferðast á fundarstað hins vegar
á val fundarmanns eru mjög
flókin. Þannig sýndi ákveðin
könnun, að yfirgnæfandi meiri-
hluti manna kaus heldur hefð-
bundinn fundarhátt, ef síma-
fundir væru dýrari, en hins
vegar var meir en helmingur
spurðra ekki reiðubúinn að
nota fundasíma, óháð því hve
miklu ódýrari þeir vænx en
hefðbundnir fundir.
Þýðingarmikið atriði í sam-
bandi við áhrif 'kostnaðar á val
fundarmanna á fundaraðferð,
þ. e. hvort velja skal símafund
eða hefðbundinn fund augliti
til auglitis, er sú spurning,
hvort kostnaðarmeðvitund þátt-
takenda sé slík, að þeir láti
raunverulegan kostnað hafa á-
hrif á val sitt. Þessi spurning á
rétt á sér vegna þess, að flestir
fundarmanna eru á launum hjá
fyrirtæki eða stofnun, sem
greiðir allan kostnað af fundar-
höldum hvort sem er, óháð því
hvort um símareikning er að
ræða eða reikning vegna ferða-
laga og uppihalds. í mörgum
tilfelium munu fundarmenn
skoða lengri ferðir, t. d. ferðir
til útlanda vegna fundarhalda,
sem hlunnindi. Þetta atriði
skiptir örugglega verulegu máli
í sambandi við að hve miklu
leyti símafundir geta komið í
stað ferðalaga, en jafnframt er
Ijóst, að mjög erfitt er að gera
sér nákvæma grein fyrir þess-
um áhrifum.
Niðurstöðurnar eru þær, að
símafundir eru valkostur, sem
stendur til boða við hlið hefð-
bundinna funda, en ekki er um
það að ræða, að símafundir geti
eða eigi að koma algerlega í
stað funda augliti til auglitis.*
Þörf samskipta er í raun svo
mikil, að símafundir geta fuil-
nægt henni að verulegu leyti
án þess að ferðalögum fækki.
Dæmi eru til um það, að síma-
álag hafi aukist milli tveggja
byggðarlaga með tilkomu nýrr-
ar brúar á milli þeirra. Sömu-
leiðis er dæmi þess að ferðalög-
* Auk þess er oft um það að
ræða að halda annað hvort
símafund eða alls engan fund?
um milli tveggja sjúkrahúsa
fækkaði samtímis því að beint
sjónvarpssamband á milli
þeirra var lagt niður!
# Tæknilegar
forsendur
símafunda
Hugtakið símafundur er hér
notað um það, ef þrír menn
eða fleiri eru tengdir saman í
gegnum símakerfið, þannig að
allir geti hlustað og talað við
alla. Venjulegt símtal einkenn-
ist hinsvegar af því, að aðeins
tveir aðilai' talast við, Til þess
að gera sér grein fyrir því,
hvaða tæknibúnaður er nauð-
synlegur til þess að 'koma á
símafundi, verður að gera grein-
armuni á tvennu, þ. e. símstöðv-
arbúnaði og notendabúnaði.
Símstöðvarbúnaður er háður
því á hve mörgum stöðum fund-
armenn eru: ef þeir eru aðeins
á tveimur mismunandi stöðum
er ekki þörf neins sérstaks sím-
stöðvarbúnaðar, heldur er um
hefðbundna tengingu tveggja
staða að ræða, á nákvæmlega
sama hátt og um venjulegt sím-
tal væri að ræða. Ef fundar-
menn hins vegar eru á þremur
eða fleiri stöðum, verður að
vera aðgangur að sérstökum
símstöðvarbúnaði, sem tengir
saman þrjá eða fleiri staði,
þannig að allir geta hlustað og
talað við alla hina. Temgingar-
búnaður þessi getur bæði verið
i almennri símstöð eða í einka-
símstöð stofnunar eða fyrirtæk-
is. Ef koma skal á símafundi
milli aðila, sem eru á þremur
eða fleiri stöðum verður að
panta afnot af nauðsynlegum
símstöðarbúnaði á ákveðnum
tíma. Nauðsynleg samtenging
getur síðan verið handvirk eða
sjálfvirk, eftir því hvers konar
búnaður er notaður.
Notendabúnað’ur er háður
fjölda fundarmanna á hverjum
stað. Ef aðeins einn fundarmað-
ur er á tilteknum stað, getur
hann að sjálfsögðu notað venju-
legt símatalfæri. Ef fundar-
menn á ákveðnum stað eru
FV 9 1975
41