Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1975, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.09.1975, Blaðsíða 49
leiðréttingu og bæta mismun- inn upp eftir á. FV.: — Ber á því, að menn trassi mjög að greiða iðgjöld^ af skyldutryggingum af öku- tækjum sínum? Gísli: — Þó að okkar fyrir- tæki stundi ekki þessa tegund trygginga nema í litlum mæli, er mér kunnugt um, að al- mennt hjá félögunum i þessari ákveðnu grein eru vanskil nokkuð áberandi og verða fé- lögin oft að grípa til sérstakra aðgerða, ef ekkert annað dug- ar og fá lögreglu hreinlega í lið með sér og fá númer tekin af bílum, þar sem þeir standa, ef öll önnur ráð hafa reynzt árangurslaus. Lögum sam- kvæmt er tryggingarfélagið á- byrgt fyrir því tjóni, sem af viðkomandi bifreið hlýzt, þó svo að iðgjaldið sé í vanskilum. Hækkun iðgjalda ökutækja- trygginga hygg ég að hafi leitt til þess, að menn kaupa ekki húftryggingu á nýjar bifreiðir í jafnríkum mæli og áður. Eins er líka algengara en áður að þessum tryggingum, séu þær teknar á annað borð, sé sagt upp þegar bíllinn er orð- inn tveggja eða þriggja ára. FV.: — Hlýzt oft mikil reki- stefna vegna tjónauppgjöra og er það algengt, að dómstólar þurfi að kveða upp úr í ágrein- ingsmálum tryggingarfélag- anna og viðskiptavina þeirra? Gísli: — Stundum leiðir ein- hver tímabundin hugaræsing til þess að menn fara í mál. Þó er mjög lítið um þetta ef litið er á heildina. Deilurnar standa kannski fyrst og fremst um fjárhæðir í slysamálum en ekki hvort tryggingarfélagið sé bótaskylt. Það héfur oftast borgað þær bætur, sem það telur rétt að til komi, en síðan er það sá tryggði sem vill láta á það reyna, hvort hann fái sér dæmdar meiri bætur. Um ökutækjatryggingar er það að segja, að mjög oft rísa deilur um sakarskiptingu manna. Við- skiptamönnunum finnst starfs- menn tryggingarfélaganna oft vera í sæti dómarans, þegar verið er að meta skiptingu sakar í umferðarslysum. Þarna finnst mér þörf mikilvægrar breytingar og að stofnaður verði í því skyni opinber dóm- stóll til að annast afgreiðslu þessara mála. FV.: — Leggja tryggingarfé- lögin nægilega áherzlu á að koma í veg fyrir slys og tjón með því að beita sér fyrir upp- lýsinga- og áróðursstarfi fólki til viðvörunar? Gísli: — Það má sennilega alltaf gera meira í fyrirbyggj- andi starfi. Við hjá Trygginga- miðstöðinni reynum að halda uppi sem beztu eftirliti með þeim tækjum og mannvirkjum sem hjá okkur eru tryggð. Þannig fara skoðunarmenn fé- lagsins á vettvang, þegar skip eru til viðgerðar og gera á þeim athugun. Við höfum líka dreift bókum um öryggisráð- stafanir vegna eldhættu og eldsvoða í skipum. Sjóslysa- nefnd birtir nú orðið opinber- lega niðurstöður af rannsókn- um sínum. Það starf hennar mun tvímælalaust hafa mikil áhrif í framtíðinni og orka fyr- irbyggjandi, þó að það taki sinn tíma. Satt bezt að segja hefur of lítið verið gert af þvi að senda sjóslysamál fyrir siglingadóm og oft hafa skip- stjórnarmenn virzt sleppa bet- ur en ökumenn við vægustu umferðarlagabrot. Eftirlitið í landi hjá okkur er með þeim hætti, að við sendum eftirlitsmann einu sinni á ári á staði, þar sem á- hætta er mest. Opinberar stofnanir eins og öryggiseftir- lit rikisins, rafmagnseftirlit og brunamálastofnun vinna mjög þarft verk og við þær stofnanir höfum við gott samstarf. Fyrstu árin eftir stofnun Tryggingamiðstöðvarinnar leið vart sú stórhátíð ársins, að við fulltrúar félagsins vær- um ekki að heiman að kanna tjón af völdum stórbruna. En með sameinuðu átaki stjórn- enda fyrirtækjanna, tilkomu brunamálastofnunarinnar og eftirliti af hálfu félagsins hef- ur ástandið gjörbreytzt. Bruna- tryggingarfélögin greiða á- kveðinn hluta af iðgjöldum sínum til starfsemi brunamála- stofnunar og hún hefur m. a. beitt sér fyrir því að keyptir hafa verið slökkvibílar til ým- issa byggðarlaga, þar sem slík tæki voru ekki fyrir áður. Af þeim er mikið öryggi, þó að sums staðar áður fyrr 'hafi Gísli Marinósson sölustjóri Líftrygg- ingamið- stöðvar- innar ásamt íþróttaliði starfsmanna fyrir- tækisins. FV 9 1975 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.