Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1975, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.09.1975, Blaðsíða 47
Á skrifstofu Gísla Ólafssonar. I glerkassa er líkan af Hofsjökli, frystiskipi Jökla hf., sem Gísli er framkvæmdastjóri fyrir. Á hillunni eru gripir til viðurkenningar fyrir þátt Tryggingamið- stöðvarinnar í firmakeppni íþróttafélaga. hefur jafnan leitazt við að styðja við fiskiskipaútgsrðina og fiskverkunina í landittu og fimm árum eftir stofnun fé- lagsins var sú stefna upp tekin að aðstoða við hráefnisöflun fiskvinnslunnar með því að veita viðskiptamönnum félags- ins lán til skipakaupa. Þessi lán hafa farið um allt land og þó að upphæðirnar hafi kannski ekki verið stórar, veit ég, að þessi fyrirgreiðsla hefur samt riðið baggamuninn í mörgum tilfellum, einkanlega varðandi kaup á stærri skipun- um í fiskiskipaflotanum. Tvær byltingar hafa orðið í útgerð- armálum síðan Tryggingamið- stöðin hóf þessa lánastarfsemi, fyrst endurnýjun síldveiðiflot- ans og svo skuttogarakaupin. í seinna tilvikinu var þó lána- fyrirgreiðsla okkar miklu minni m. a. vegna þess að árið 1973 var erfitt tjónaár. Á því ári varð mest tjón á fiskiskip- um og fleiri sjómenn fórust en á nokkru einu ári síðan ég hóf störf að tryggingamálum. FV.: — Tryggingarstarfsem- in og þessi sérstaka fyrir- greiðsla við viðskiptamennina hlýtur að gera tengslin við þá af hálfu fyrirtækisins allnáin. Hvernig eru þau í fram- kvæmd? Gísli: — Tryggingamiðstöðin hefur verið sérstaklega heppin með starfsmenn og jafnan haft náið samband við viðskipta- mennina um land allt og fylgzt með hag þeirra. Áherzla hefur verið lögð á að heimsækja hvern viðskiptamann einu sinni til tvisvar á ári og þeir nota líka margir tækifærið til að koma við á skrifstofunni hjá okkur, þegar þeir eiga leið í bæinn. Þetta gildir ekki bara um frstihúsaeigendur heldur alla viðskiptamennina og þá burtséð frá því, hvort þeir eru hluthafar í félaginu eða ekki. FV.: — Hve margar tegund- ir trygginga koma við sögu hjá frystihúsi eða fiskvinnslu, sem jafnframt stundar útgerð? Gísli: — Það er nokkuð löng upptalning. Það mætti byrja á brunatryggingunni. Síðan er sérstök „break-down“-trygg- ing, svonefnd, sem t. d. bætir tjón af völdum sprungu í ammóníakleiðslu. Þá eru á- byrgðartryggingar, slysatrygg- ingar launþega, trygging skips, afla, sjómanna, veiðarfæra og farmtx-yggingar sjávarafurða. í því sambandi höfum við um- boðsmenn viða í stærstu við- skiptalöndum okkar. FV.: — Hver hefur útkoman orðið í einstökum tryggingar- greinum undanfarið? Gísli: — Ég get ekki svarað til um niðurstöður tryggingar- félaganna almennt nema hvað bifreiðatryggingar eru reknar með miklu tapi og er mikil ó- vissa ríkjandi um reksturs- grundvöll þeirra nú. Trygg- ingamiðstöðin er ekki stór að- ili í ökutækjatryggingum en fiskiskipatryggingar, sem eru mjög veigamikill þáttur í okkar starfsemi hafa verið reknar með tapi tvö síðastliðin ár. Augljóst er þó, að félagið verður að geta mætt veruleg- um skakkaföllum eins og varð á tjónaárinu 1973. Um afkomuna hjá Trygg- ingamiðstöðinni í öllum trygg- ingagreinum má til frekari skýringar nefna, að árið 1973 námu tjón ársins 530 millj. króna en brúttóiðgjöld 360 millj. í fyrra námu tjónin hins vegar 551 milljón en brúttéið- gjöld 571 millj. FV.: — Hvaða aðferð'um er beitt við ákvörðun iðgjald- anna? Gísli: — Það er sameiginleg nefnd fuiltrúa tryggingarfélag- anna, útgerðarmanna og sjáv- arútvegsráðuneytis, sem á- kvarða iðgjöld af fiskiskipa- tryggingunum. Þá er miðað við reynslu síðustu fjögui’ra ára um partskaða en síðustu 10 ára um alskaða og ennfremur gerð tilraun til að spá fyrir um vei-ðlagsþróun. Iðgjöld fiskiskipatrygginganna hafa alltaf verið ákveðin með fullu samþykki allra þessara aðila. Hins vegar hafa verðlagsyf- irvöld ekki leyft hækkanir ökutækjati’ygginganna í sam- ræmi við framtíðarspár, sem gerðar eru um afkomu þeirra. í slíkum spám er meðal ann- ars gert ráð fyrir vei’ðhækk- unum á bílum, sem hafa í reynd komið fram í því, að bíll, sem kostaði um 500 þús. krónur í ársbyrjun var kominn upp í 1 milljón við árslok. Reynist of ríflega áætlað í þessum spám má taka tillit til þess síðar við ákvörðun ið- gjalda. Séu iðgjöldin í reynd of lág ei öllu erfiðara að fá FV 9 1975 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.