Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1977, Page 9

Frjáls verslun - 01.01.1977, Page 9
Innan Stjórnarráðsins gengur sú saga að Guð- mundur í. sendiherra í Svíþjóð verði senn sendi- herra íslands hjá NATO í Briissel. Hann á að vera þar í tvö, þrjú ár, eða þar til sendiherrann verð- ur sjötugur. Mörgum em- bættismanninum finnst að betur hæfði að senda ungan og fullfrískan mann til Briissel bæði vegna Atlantshafsbanda- lagsins og Efnahags- ba.ndalags Evrópu. Tóm- as Tómasson, sendiherra í Briissel, fer víst til Sam- einuðu þjóðanna. Athygli vakti þegar rússneskir sendiráðs- starfsmenn. sem flytja áttu ,diplómatapóst“ frá Kaupmannahöfn til Is- lands neituðu að fara í gegnum vopnaleitartæki eins og allir flugfarþegar eiga að gera. Rússarnir ku enn streitast við og munu nokkrir flugstjórar Flugleiða hafa neitað 'þessum diplómötum um flutning nema þeir færu eftir settum reglum á Kastrupflugvelli. Þessu taka Rússar með stóískri ró og bíða bara eftir annarri vél eða öllu heldur öðrum flugstjóra, sem vill taka þá með þó vopnaleitinni sé sleppt. Það mun vera skoðun forystumanna Sambands- ins að nú sé orðið nauð- synlegt, að forstjórarnir verði tveir, vegna þess hve fyrirtækið er risa- vaxið. Erlendur Einars- son er víst þreyttur á sínu hlutverki og vill fá annað starf. Hann mun hafa beðið Einar Agústs- son um sendiherrastöðu en utanríkisráðherra ekki talið slíkt starf liggja á lausu. Þá er bara seðla- bankastjórastarf eftir, ef það þá fæst. Bílaskip bílainnflytj- enda á að hefja siglingar í marzmánuði eftir því sem síðustu fréttir herma. Enn hefur ekki verið ákveðið hver eigi að veita nýja skipafélag- inu forstöðu. Sagt er að einn aðalhvatamaðurinn að stofnun félagsins, Þór- ir Jónsson hafi mikinn áhuga á að fá Sigurð Njálsson, fyrrum for- stjóra Hafskips, til að taka að sér forstjórastarf- ið hjá nýja útgerðarfyrir- tækinu. Annar stórforstjórinn á í erfiðleikum um þess- ar mundir. Stjórn Eim- skips er sögð óánægð með 200—300 milljón króna fjárfestingu Othars Möll- er í ryðvarnarstöð félags- ins. Bílainnflytjendur eru u.þ.b. að hætta að flytja bíla með Fossun- um vegna þess hve flutn- ingsgjöld eru óeðlilega há. Þá eru aðrir innflytj- endur einnig óánægðir og segjast þeir greiða nið- u.r aðrar vörur, sem flutt- ar eru með skipum félags- ins, svo sem fisk og ann- an útflutning. Eimskip 'hefur t.d. reynt að ná til sín saltfiskútflutningnum frá litlu skipafélögunum með undirboðum. Cargolux, vöruflutn- ingaflugfélag Flugleiða í Luxemburg, gengur ekki eins vel og til skamms tíma. Það stafar af auk- inni samkeppni flugfé- laga eins og t.d. Luft- hansa sem notar Jumbo- þotur til vöruflutninga milli meginlands Evrópu og Hong Kong. Félagið hefur þannig náð í góðan bita af varningi sem Cargolux hefur til þessa flutt. Yfirvöld í Hong Kong og víðar þar austur frá eru ekki allt of ánægð með aukið fraktflug stóru félaganna og kanna möguleika á að vernda sín eigin félög, en Cargo- lux mun njóta góðs af því. FV 1 77 9

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.