Frjáls verslun - 01.01.1977, Síða 12
Vöruflutningar á íslandi
Vfir 90% flutninganna með
bílum miðað við tonnkílómetra
Þroun undanfarinna ára hefur verid ■ átt til dýrari flutninga
f skýrslu milliþinganefndar Alþingis, sem fjallaði um leiðir til
að greiða niður flutningskostnað á vörum til dreifbýlisins, er
yfirlit yfir þróun vörufutninga og skipulag þeirra hér á landi.
Eru upplýsingarnar hér á eftir fengnar úr umræddri skýrslu,
sem birt var á sl. hausti.
Árið 1971 var áætlað að vöru-
flutningar innanlands hafi
skipst á milli flutningatækja á
eftirfarandi hátt miðað við
tonnkílómetra: Bílar 91%, skip
um 7% og flugvélar um 2%. Á
leiðum, sem eru 300 km eða
lengri, var áætlað að hlutdeild
bíla 'hafi verið 69% skipa 26%
og flugvéla 4—6%.
Ekki eru fyrir hendi upplýs-
ingar um samsvarandi skipt-
ingu síðar, en svo virðist sem
hún hafi ekki breyst mikið,
þannig að þessar tölur gefi all-
góða mynd af því sem er nú.
Þróun undanfarinna ára hef-
ur verið í átt til dýrari flutn-
ingsmáta, þ.e. hlutdeiid bíla og
flugvéla 'hefur aukist á kostn-
að skipa.
Helstu ástæður þessarar þró-
unar eru:
• Bættar samgöngur á landi
og í lofti, en mun minni
framfarir í flutningum á sjó,
svo sem í hraða og vörumeð-
ferð.
• Bætt þjónusta flutningsað-
ila á landi og í lofti (t.d.)
heimkeyrsla á vörum), en
léleg aðstaða Skipaútgerðar-
innar til vörumóttöku.
• Ósamræmi í skattlagningu
flutningatækja. Talið er að
öll gjöld til hins opinbera af
rekstri vöruflutningabíla
(þ.m.t. kílómetragjald, toll-
ar, söluskattur, gúmmígjald
o.fl.) nemi um % af til-
kostnaði hins opinbera við
þá vegna vegagerðar og
vegaviðhalds.
• Auknar kröfur flutnings-
kaupenda um hraða og fljóta
afgreiðsilu. Tilhneiging verð-
ur þá til að velja flutninga-
tæki sem fljótust eru í för-
um þótt dýrari séu en önnur.
VÖRUFLUTNINGAR Á
LANDI
Langmestir vöruflutningar á
landi eru flutningar frá Reykja-
vík til hinna ýmsu landshluta
og til baka. Flutningar þessir
eru Skipulagðir þannig, að í
Reykjavík eru þrjár vöruflutn-
ingamiðstöðvar. Vöruflutninga-
miðstöðin hf. Landflutningar
hf. og Vöruleiðir hf., auk þessa
eru svo olíuflutningar á vegum
olíufélaganna, flutningur á
landbúnaðarvörum, sements-
flutningur og fleira sem ekki
fer í gegnum þessar stöðvar.
Flutningabílar á vegum þessara
stöðva eru yfirleitt í eigu fyrir-
tækja úti á landi, þ.e.a.s. á þeim
stöðum sem flutningar þeirra
frá Reykjavík fara mest til. Er
vikulegur ferðafjöldi frá þess-
um miðstöðvum þannig, að frá
Vöruflutningamiðstöðinni eru
39 bílar sem fara 310 ferðir á
viku á sumrin, hjá Landflutn-
ingum eru vikulegar ferðir 44
—56 og hjá Vöruleiðum hf. eru
vikulegar ferðir 13—16 til
hinna ýmsu staða á landinu.
HLEÐSLUNÝTING HÁ FRÁ
REYKJAVÍK
Hleðslunýting í vöruflutning-
um með bílum er yfirleitt ná-
lægt 100% frá Reykjavík, ef
frá eru talin þau tímabil þegar
þungatakmarkanir eru í gildi.
Hleðslunýting til Reykjavikur
er hins vegar talsvert lægri eða
miilli 30 og 40%, þannig að
heildarnýting er talin vera um
eða yfir 60%. Hleðslunýtingin
í flutningum til Reykjavikur er
hins vegar mjög misjöfn, og til
eru dæmi um, að fiutningsgetan
sé nánast fullnýtt báðar leiðir,
og svo önnur dæmi, þar sem
12
FV 1 77