Frjáls verslun - 01.01.1977, Síða 13
Meðal-
nýting
skipa
Skipaút-
gerðarinnar
hefur
verið um
20%.
Úti fyrir
Norður-
landi er
hún
5—10%.
Um 2%
vöruflutn-
inga fara
fram með
flugi.
Heildar-
nýting
vöruflutn-
ingabíla
er talin
vera um
eða yfir
60%.
nýtingin e,r miklu lakari en hér
er á minnst. Ekki liggja fyrir
neinar nýlegar tölur um flutn-
ingana innbyrðis milli annarra
landshluta en Reykjavíkur-
svæðisins.
Flutningar flutningabílanna
eru yfirleitt mjög vei skipu-
lagðir og geta þeir boðið allt að
daglegar ferðir milli Reykja-
víkur og fjarlægra landshluta.
Sérstaklega er þó góð aðstaða
þeirra er flytja á vegum Vöru-
flutningamiðstöðvarinnar hf.,
en þar er öll aðstaða til vöruaf-
greiðslu hin fullkomnasta.
Einnig e,r það eftirtektarvert,
að flutningabílarnir bjóða þá
þjónustu að sækja vörur til
sendanda, þegar um stórar
sendingar er að ræða, og aka
þeim heim til móttakanda. Hef-
ur þetta styrkt mjög samkeppn-
isaðstöðu vöruflutningabílanna
gagnvart flutningum með skip-
um, en Flugfélag íslands hefur
einnig tekið upp þessa þjón-
ustu.
Þrátt fyrir gott skipulag á
flutningum milli Reykjavíkur
og annarra landshluta skortir
víða á, að flutningar milli
svæða í landshlutunum eða
milli landshlutanna séu nægi-
lega vel skipulagðir. Er þannig
oft erfiðleikum háð að koma
vörum milli tiltölulega ná-
lægra staða þótt auðvelt sé að
koma þeim milli Reykjavíkur
og hvors þeirra fyrir sig.
SKIPULAGSVANDAMÁL
Það, sem hér er sagt að fram-
an, á aðallega við um flutninga
á löngum leiðum. Ekki eru til
neinar upplýsingar um flutn-
inga í íheild á stuttum leiðum,
enda er þar um að ræða flutn-
inga í svo víðri me.rkingu að
engar skýrslur eru til um þá
alla og ómögulegt að afla full-
kominnar vitneskju um þá
nema með ýtarlegri umferðar-
talningu, þar sem flutningur
hvers bíls um sig er kannaður,
og þarf slík athugun að fara
fram nokkrum sinnum á einu
ári til þess að öruggt geti talist.
Talsverð skipulagsvandamál
eru í sumum þessara flutninga
Má þar nefna að á undanförn-
um árum hefur átt sér stað svo-
kölluð tankvæðing í sveitum,
þannig að mjólkurbílarnir, sem
áður voru algengir, þ.e. svo-
kallaðir hálfkassabílar, sem
höfðu rúm bæði fyrir farþega
og vörur, eru að mestu úr sög-
unni. Þessir bílar gátu sinnt
ýmsum flutningaþörfum á við-
komandi svæðum, því auk
mjólkurflutniniga fóru gja,rnan
fram með þeim póstflutningar,
farþegaflutningar og heimsend-
ing á vörum frá verslunum. í
nágrannalöndunum, svo sem
Svíþjóð og Noregi, hefur mikil
áhersla verið lögð á það í dreif-
býli að skipuleggja flutninga
þannig að sömu bílarnir geti
L
FV 1 77
13