Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1977, Síða 22

Frjáls verslun - 01.01.1977, Síða 22
Scrcfni: Samgöngur Skipaútgerð: Lmtalsverðir flutningar hjá litlu skipafélögunum * Auk aöalskipafélaganna, Eimskips, Hafskips og Skipadeildar SIS, stunda nokkur önnur fyrirtæki útgerð skipa til siglinga milli Islands og annarra landa. Frjáls verzlun hefur kynnt sér umsvif þessara fyrirtækja Gunnar Guðjónsson sf. skipamiðlari sér um afgreiðslu og er umboðsaðili 6 vöruflutn- ingaskipa fyrir hönd eigenda, en það eru Mávur í eigu Pólar- skip, Edda, sem skipafélagið ísafold á, Suðri og Austri fyrir Jón Franklín, útgerðarmann, Vega sem Fragtskip hf. á og Saga í eigu Sjóleiða hf. Auk þess gerir Gunnar Guðjónsson sf. út olíuskipið Kyndil fyrir eigendur sem eru Olíuverslun íslands og Olíufélagið Skelj- ungur. M.s. Austri var smíðaður árið 1965 og fór skipið 4 ferðir á síðasta ári, eftir að Jón F.rank- lín. útgerðarmaður eignaðist skipið í júní s.l. Hefur Austri siglt til Kanada, Englands og Nígeríu með stykkjavöru, mjöl, síld, saltfisk og dýrafóður, en flutt salt og áburð hingað til lands. M.s. Austri er 299 brúttótonn og 172 nettótonn að stærð. Burðargeta skipsins er 830 tonn og rúmtak lesta 47000 rúmfet. Skipið er með millidekki. Flutningskipið Suðri var smíðað árið 1968 og er skipið 763 brúttótonn og 302 nettó- tonn að stærð. sem opinn milli- dekkari, en 1426 brúttótonn og 881 nettótonn, sem lokaður millidekkari. Burðargeta er 2500 tonn, en rúmtak lesta 99000 rúmfet. Flutningaskipið Suðri fór 6 ferðir á síðasta ári, en skipið fór m.a. í langferð til hafna við Persaflóa í Saudi Arabíu, Pak- istan og íran. M.s. Edda hefur verið í eigu skipafélagsins ísafold frá því í október s.l., og fór skipið í 3 ferðir á árinu 1976. Það hefur verið í ávaxtaflutningum milli Suður-Frakklands og Saudi Arabíu. M.s. Edda var smíðuð 1964, og er með kælilestum. skipið er 779 brúttótonn og 343 nettótonn með opnu millidekki, en 1379 brúttótonn og 765 nettótonn með lokuðu milli- dekki. Burðargeta skipsins er 1450 tonn og rúmtak lesta 72400 rúmfet. Mávurinn fór 4 ferðir á sið- asta ári aðallega með ávexti, en einnig saltfisk, auk þess sem skipið var leigt um tíma. M.s. Mávur og M.s. Edda eru jafn- stór skip með sömu burðargetu. Mávur er einnig með kælilestir. Vöruflutningaskipið Saga fór 16 ferðir á síðasta ári með stykkjavöru, fisk- og fiskafurð- ir, aðallega til Afríku og Evr- ópu, en Saga hefur flutt áburð og salt hingað til lands. M.s. Saga er smíðuð árið 1963, 499 brúttótonn og 228 nettótonn að stærð, opinn milli- dekkari, en 1270 brúttótonn og 845 nettótonn, lokaður milli- dekkari. Burðargeta skipsins er 1750 tonn og rúmtak lesta 94 þúsund rúmfet. M.s. Vega var byggð árið 1959, en skipið er 705 brúttó- tonn að stærð og 487 nettótonn og ber 1050 tonn af vörum. Lestar skipsins eru 49000 rúm- fet. Vöruflutningaskipið Vega fór 24 ferðir á síðasta ári, aðallega milli íslands og meginlandsins með stykkjavöru, fiski- og fisk- afurðir, en flutti hingað til lands salt og áburð. Viðkoma olíuskipsins Kynd- ils er 35—40 hafnir á mánuði, eni skipið flytur brennsluolíu, gasolíu, bensín og flugbensín á hinar ýmsu hafnir. Auk þess hefur Kyndill siglt tvær ferðir utan með lýsi. Burðargeta Kyndils er 1150 tonn. skipið var smíðað árið 1968 og er 399 brúttótonn að stærð, en 298 nettótonn. 22 FV 1 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.