Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1977, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.01.1977, Blaðsíða 33
Þetta er öruggasta farartækið í snjósköflum á heiðarvegum. Snjó- bíllinn á leið til Suðureyrar. Ég náði sambandi við hann eftir hádegi á föstudeginum en þá var hann að hlaupa út í flugvél en kvað það rétt að hann tæki farþega í póstflugin og einnig tæki hann að sér leiguflug. Ég var því rólegur og full- viss um að ég kæmist greið- lega á milli staða. A mánudeginum tók ég mér leigubíl út í Bolungarvík. Tvö smásnjóflóð höfðu fallið á Ós- hlíðarveginn um helgina en þau höfðu verið rudd strax. Bíl- stjórinn tók 300 krónur í auka- greiðslu sem hann sagði að væri áhættuþóknun, sem verður að teljast sanngjarnt þar sem þessi leið er hrikaleg og hætta á snjóflóðum og grjóthruni mikil. Kunningi minn ók mér síðan til baka þar sem ég hafði ekki haft erindi sem erfiði á staðnum og ekkert hótel þar í bæ. • Blindhríð í Óshlíðinni Næsta dag var komið hvass- viðri og gekk á með éljum og lagðist allt flug niður. Ég komst út í Hnífsdal í viðtal en um áframhaldandi ferð í Bol- ungarvík var ekki að ræða vegna blindhríðar. Um morguninn var mér tjáð að verið væri að moka veginn út í Bolungarvík, en inn í Súða- vík var þungfært jeppum. Ófærð var í kaupstaðnum og urðu margir að fara fótgang- andi til vinnu. Veðrið hélt áfram með norðaustan snjó- komu. Ég var farinn að sjá fram á að það yrði ekki eins auðhlaupið á hina firðina og ég hafði talið. Um hádegið var mér tjáð að snjóbíllinn á Suð- ureyri þyrfti að skila læknin- um yfir til ísafjarðar. Ég eygði smá möguleika að komast af stað, því svona veður getur haldist í viku eftir því sem mér var sagt. Ég hringdi í Þor- kel Þorkelsson á Suðureyri, ökumann snjóbílsins, og sagði hann mér að hitta sig á lög- reglustöðinni upp úr klukkan 6. Þetta var ævintýri Iíkast að eiga að fara með snjóbíl yfir eina hæstu heiði á landinu í blindhríð og roki. Manni duttu óneitanlega í hug jólareyfararn- ir. Á leiðinni upp þar sem snjó- bíllinn var geymdur rákumst við á fjóra unga menn á tveim snjósleðum. Þar voru þeir stopp því að annar sleðinn hafði drepið á sér. Þeir voru að koma frá Flateyri og hafði allt geng- ið að óskum þar til þarna. Lög- reglumaðurinn, sem ók, hafði á orði að hann yrði ekki hissa á því þótt einhver ætti eftir að verða úti á þessum ólukkans farartækjum og er ekki hægt annað en að taka undir þau orð. Þegar okkur hafði verið skil- að af snjóbílnum fór lögreglan að aðstoða fjórmenningana, en við héldum á heiðina. f kolniða myrkrinu og blindbyl, svo varla sáust handaskil, var erf- itt að gera sér grein fyrir hvernig Þorkell ætlaði að rata rétta leið til baka. Einn far- þeginn hafði orð á þessu en hann brosti og sagðist keyra eftir minni þar sem hann sæi ekki stikurnar. Sá hluti leiðai’- innar, þar sem vegurinn var uppbyggður, var snjólaus, en á háheiðinni voru lægðir, sem strax fylltust af snjó. Einnig er vegurinn erfiður Súgandafjarð- armegin, þar sem hann liggur í kröppum beygjum. Þorkell sagði að þetta væri enginn snjór miðað við það sem vant var að vera á þessum árs- tíma og væri þetta þriðja ferð- in með lækninn á þessum vetri, en fjórði veturinn sem hann ekur bílnum. § Snjóbíllinn þarfaþing Snjóbíllinn er eign Suður- eyrarhrepps og áður en Væng- ir hófu áætlunarflug þangað fyrir þrem árum voru farnar fimm áætlunarferðir til ísa- fjarðar á viku. Nú er eingöngu farið með lækninn tvisvar í viku og einnig í neyðartilfell- um. Þá hefur björgunarsveit Slysavarnafélagsins aðgang að honum. Það er mikill kostur að hafa bíl fyrir jafn einangrað byggð- arlag og Suðureyri er, en það hefur samt sína galla vegna mikils viðhaldskostnaðar. t þessum ferðum eru teknir far- þegar meðan sæti leyfa og kost- ar ferðin eitt þúsund krónur. Aðspurður sagðist Þorkell vera „alt muligmand" á Suður- eyri. Auk þess að keyra snjó- bílinn væri hann kafari, um- boðsmaður FÍ, keyrði út olíu, stjórnaði bílvoginni og sæi um skíðalyftuna fyrir hreppinn. Hann kvaðst hafa stofnað fyrir- tæki síðast liðið sumar sem FV 1 77 33 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.