Frjáls verslun - 01.01.1977, Blaðsíða 39
Skúli póstur.
og fékk gistingu á Gistiheimil-
inu Höfn. Daginn eftir fékk ég
þær upplýsingar að Flugfélagið
myndi fljúga um hádegið. Ætl-
unin var að komast áfram á
Bíldudal, Sveinseyri og Pat-
reksfjörð. Ég hafði tvo valkosti.
Annar var sá að taka Flugfé-
lagsvélina til Reykjavíkur enda
komin helgi sem yrði lítt nota-
drjúg og koma svo með vél
að sunnan til Patreksfjarðar á
mánudeginum og freista þess
að komast landveg til Bíldu-
dals eða stóla á að Hörður
flygi póstflug og kæmist ég
þannig á Patreksfjörð.
En þegar ég frétti að Hörður
hefði flogið suður með vél sína
til skoðunar fyrr í vikunni og
hygðist fara á námskeið þar
sem hann er að fá nýja Islander-
flugvél til farþegaflutninga,
ákvað ég að fara suður.
Næsti mánudagur:
— Flugfélag íslands innan-
landsflug. Ég ætlaði að athuga
flugið til Patreksfjarðar?
— Því miður, það er ófært.
Athuga klukkan 12.
Klukkan 12:
—- Flugfélag íslands innan-
landsflug. Ég ætlaði að athuga
hvort væri orðið fært til Pat-
reksfjarðar?
— Því miður. Athuga klukk-
an 2.
Klukkan 2:
— Flugfélag íslands innan-
landsflug. Ég er að kanna flug-
ið til Patreksfjarðar.
— Við erum búnir að aflýsa
flugi til Patreksfjarðar í dag.
Athuga klukkan 9 í fyrramálið.
Það var fært í þetta sinn.
Mjólkin komin loftsins vegu til
Þingeyrar.
STJÓRNUNARFRÆÐSLA
Stjórnunarfélags íslands
NÁMSKEIÐ í FEBRÚAR:
Frumatriði rekstrarhagfræði.
Leiðbeinandi: Brynjólfur Sigurðsson lektor.
Haldið mánud. 7.2. til föstud. 11.2. kl. 15-19.25.
Tímafjöldi samtals 22 klst.
Fjármál fyrirtækja I
Leiðbeinandi: Árni Vilhjálmsson prófessor.
Haldið mánud. 14.2., þriðjud. 15.2., miðvikud. 16.2., fimmtud. 17.2.,
mánud. 21.2. og þriðjud. 22.2. kl. 15-19.
LE AP-st j órnunarnámskeið.
Leiðbeinandi: Árni Árnason rekstrarhagfræðingur.
Haldið laugard. 26.2. kl. 13-18, sunnud. 27.2. kl. 10-13.
Tímafjöldi samtals 8 klst.
TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU MEÐ GÓÐUM FYRIRVARA.
GERIST MEÐLIMIR. KYNNIÐ YÐUR RIT STJÓRNUNARFÉLAGSINS.
STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS,
SKIPHOLTI 37, REYKJAVÍK. SÍMI 82930.
FV 1 77
39